Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Síða 18
24. APRÍL 2020 DV
G uðmundur Franklín Jónsson, hótelstjóri og fyrrverandi formaður
Hægri grænna, hyggst til
kynna um forsetaframboð sitt
á Facebook klukkan 11 í dag.
Hefur þá verið tilkynnt um tvö
framboð gegn sitjandi forseta,
en Axel Pétur Axelsson, sjálf
titlaður þjóðfélagsverkfræð
ingur og annálaður samsæris
kenninga áhuga maður, reið á
vaðið þann 9. apríl.
Guðni Th. Jóhannesson for
seti sagði í nýárs ávarpi sínu
að hann hygðist gefa kost á sér
til endurkjörs og nái öll fram
boðin að skila inn nægjan
legum fjölda undirskrifta fær
þjóðin minnst þrjá valkosti
þann 27. júní.
Guðni ekki nógu góður
Guðmundur bauð sig einnig
fram árið 2016, en dró fram
boðið til baka þegar Ólafur
Ragnar Grímsson hætti við
að hætta, áður en hann síðan
ákvað endanlega að hætta við.
Aðspurður um ástæðu fram
boðsins nú segir Guðmundur
Franklín að Guðni hafi ein
faldlega ekki staðið sig nægj
anlega vel.
„Landið er stjórnlaust finnst
mér eiginlega. Það verður að
vera einhver öryggis ventill
þarna í þessu embætti, til
þess einmitt að geta hlustað á
þjóðina svo öll mál renni ekki
bara í gegn, þvert á þjóðar
vilja. Forsetinn á ekki að vera
stimpilpúði Alþingis,“ segir
Guðmundur og vísar í þriðja
orkupakkann og þær þúsundir
undirskrifta sem söfnuðust
með áskorun um að Guðni
synjaði lögunum staðfesting
ar. Þá telur Guðmundur einn
ig upp uppreist ærumálið og
Landsréttarmálið sem dæmi
um að Guðni sé ekki að standa
sig.
„Hann bara skrifar undir
það sem honum er rétt, en
menn verða að hafa sjálfstæða
hugsun,“ segir Guðmundur
og telur Guðna skorta kjark
og þor til að nýta málskots
rétt sinn í svo veigamiklum
málum.
Guðni naut stuðnings 80
prósenta aðspurðra í könnun
Maskínu í janúar og hefur
hann mælst með mikinn
stuðning í embættistíð sinni.
Guðmundur hins vegar neitar
því að Guðni njóti fádæma
vinsælda og vísar í óvísinda
legar kannanir, til dæmis á
Bylgjunni, þar sem 47 prósent
sögðust vilja fá annan forseta.
„Ekkert endilega mig, bara
einhvern annan, og við eigum
eftir að sjá slíkar tölur þegar
nær dregur og fleiri fram
bjóðendur stíga fram,“ segir
hann.
Landvættirnir til bjargar
Íslandi
Guðmundur Franklín hyggst
boða lausnir við þeim efna
hagsvanda sem Covid19 far
aldurinn hefur skapað í dag.
Hann leyfði Eyjunni að fá for
smekkinn af hugmyndunum,
sem miða til dæmis að útgáfu
verðtryggðra ríkisskuldabréfa
með 3,5 prósenta vöxtum.
Þá vill hann búa betur að
náttúruperlum Íslands og nýta
tímann til að laga stíga og allt
það sem hefur látið á sjá eftir
áralanga umgengni ferða
manna. Til verksins vill hann
virkja námsmenn og eldri
borgara, sem um leið myndi
minnka atvinnuleysi. Nefnir
hann þennan hóp Landvætt
ina.
Þá vill hann lækka raforku
verð til heimila, bænda og iðn
aðar, afnema verðtryggingu
og leggja niður fasteignagjöld
í tvö ár og hækka skattleysis
mörk í 300 þúsund krónur, svo
fátt eitt sé nefnt.
Margir nefndir til sögunnar
Eyjan hafði samband við alla
þá frambjóðendur sem buðu
sig fram árið 2016. Enginn
þeirra hyggst ætla fram þetta
árið, en ekki fengust svör frá
Höllu Tómasdóttur. Ekki skal
þó hrapað að ályktunum, telj
ast verður ólíklegt að Halla
fari fram sökum forstjóra
starfa hennar í New York.
Eyjan hefur fengið ýmsar
ábendingar um aðra mögulega
frambjóðendur, eins og Þóru
Arnórsdóttur fjölmiðlakonu
og fyrrverandi forsetafram
bjóðanda, Eirík Bergmann
Einarsson stjórnmálafræðing,
Ólínu Þorvarðardóttur þjóð
fræðing og fyrrverandi þing
mann. Þau sögðust öll koma af
fjöllum þegar haft var sam
band og ekki hafa framboð í
hyggju.
Erfið brekka fram undan
Sitjandi forseta hefur aldr
ei verið velt úr sessi hér á
landi og er það staðreynd
sem margir hafa hugfasta í
aðdraganda forsetakosninga.
Það kom bersýnilegast í ljós
þegar Ólafur Ragnar eyddi
út nokkrum framboðum og
skóp önnur með ákvörðunum
sínum um að ýmist bjóða sig
ekki fram, hætta við að hætta
og síðan hætta við aftur árið
2016. Lék hann svipaðan leik
árið 2012.
Þá fylgir forsetakosningum
mikill kostnaður, bæði fyrir
frambjóðendur og skattgreið
endur. Hafa hin svokölluðu
jaðarframboð, þar sem fram
bjóðandinn telst eiga litla
möguleika á kosningu en vill
nýta vettvanginn til að koma
pólitískum skilaboðum á
framfæri, oft verið gagnrýnd
fyrir einmitt það, meðan aðrir
líta á þau sem fullnýtingu á
lýðræðinu.
Kostnaður við forseta
kosningarnar árið 2016 var
um 300 milljónir króna fyrir
ríkissjóð. Þá er ótalinn kostn
aðurinn við framboðin sjálf,
sem er afar mismunandi.
Til dæmis kostaði framboð
Guðna um 25 milljónir króna.
Framboð Davíðs Oddssonar
kostaði tæpar 28 milljónir,
framboð Andra Snæs Magna
sonar kostaði um 15 milljónir
en hjá Höllu Tómasdóttur nam
kostnaðurinn um 9 milljónum,
en þau fjögur fengu flest at
kvæði árið 2016.
Frambjóðendum gefst í
fyrsta skipti kostur á raf
rænni skráningu með
mælenda þetta árið ef
frumvarpsdrög dómsmála
ráðuneytisins ganga eftir.
Þó má einnig safna undir
skriftum með gamla laginu,
en lágmarkið er 1.500 manns
og hámarkið 3.000. Hefur
fjöldinn haldist óbreyttur frá
árinu 1952, en ætti að vera um
45.000 manns ef hlutfallið
hefði haldist í hendur við
fólksfjölgun frá þeim tíma.
Frestur til framboðs rennur
út laugardaginn 23. maí, fimm
vikum fyrir kjördag. n
Trausti Salvar Kristjánsson
traustisalvar@eyjan.is
GUÐMUNDUR ÆTLAR FRAM GEGN
GUÐNA: „LANDIÐ ER STJÓRNLAUST“
Guðmundur mun tilkynna um framboð sitt í dag þar sem hann mun einnig kynna
efnahagsaðgerðir sínar sem eiga að vega á móti áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Baráttan um
Bessastaði
er hafin.
Guðmundur
Franklín segir
Guðna vera
stimpilpúða
Alþingis.
MYND/GVA
Hann bara skrif-
ar undir það sem
honum er rétt, en
menn verða að
hafa sjálfstæða
hugsun.
18 EYJAN