Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Síða 22
22 FÓKUS 24. APRÍL 2020 DV
Til að skemmta börnunum og gera aðskilnaðinn auðveldari tók Eygló
Lind Egilsdóttir upp á því að
mæta fyrir utan stofuglugg-
ann á hverjum degi, klædd í
grímubúning. Hún segir bráð-
nauðsynlegt að halda í húm-
orinn og gleðina á þessum
skrítnu tímum í samfélaginu.
Sú yngsta fór að skæla
Eygló Lind á sjö börn og tólf
barnabörn. Tvær af dætrum
hennar búa í Borgarnesi og
sex af barnabörnunum. Á
öðru heimilinu eru börnin
tveggja, fimm og sjö ára og
á hinu eru þau sjö, tíu og tólf
ára. Í seinasta mánuði voru öll
barnabörnin komin í sóttkví á
heimilum sínum.
Eygló býr ein og er í dag-
legum samskiptum við dætur
sínar í Borgarnesi og fjöl-
skyldur þeirra: fer oft til
þeirra í mat eða kíkir í heim-
sókn. „Þess vegna var það
rosalega skrítið þegar ég
mátti allt í einu ekki koma
inn. Ég hugsaði með mér hvað
þetta væri langur tími þang-
að til ég gæti hitt þau aftur.
Þarna varð ég að finna upp á
einhverju svo ég gæti haldið
áfram að koma í heimsókn.“
Þá kviknaði hugmyndin.
Eygló svipaðist um heima hjá
sér eftir einhverju til að nota
sem gervi og fyrsta daginn
klæddi hún sig upp sem ömmu
Línu Langsokks.
Sú yngsta var ekkert alltof
hrifin af þessu uppátæki til að
byrja með og fyrsta daginn
brá henni svo mikið að hún
fór að háskæla. Hjá hinum
sló upptækið rækilega í gegn.
„Ég kom alltaf á sama tíma á
hverjum morgni og þau biðu
alltaf spennt eftir mér.“
Á hverjum degi birti dóttir
Eyglóar mynd á Facebook af
nýjasta búningnum og fyrr en
varði var stór hópur fólks far-
inn að fylgjast með á síðunni,
sumir bláókunnugir.
Systirin var grunlaus
Eygló segist ekki hafa átt í
neinum vandræðum með að
finna búninga. „Mér tókst að
grafa upp hitt og þetta. Ég
fékk líka lánaða búninga og
flíkur frá nokkrum vinum.
Börnin vissu aldrei í hvernig
búningi ég myndi mæta næst.“
Eygló mætti til að mynda sem
Bleiki pardusinn, sem spænsk
senjoríta og einn daginn kom
hún í Star Wars-búning.
Einn daginn fann hún hvítt
lak heima hjá sér og var ekki
lengi að útbúa draugabúning.
Það vill svo til að systir Eyg-
lóar býr einnig í Borgarnesi
og snýr eldhúsglugginn á
húsi hennar þannig að auð-
velt er að sjá þar inn. Að sjálf-
sögðu fékk hún að taka þátt í
gleðinni. Hún bað reyndar
ekki um það.
„Þegar ég var búin að fara
til krakkanna í draugabún-
ingnum þá fór ég aðeins á
rúntinn, ég vissi að systir mín
var heima. Ég lagði bílnum
langt frá húsinu hennar svo
hún myndi ekki verða vör við
mig. Svo bankaði ég á eldhús-
gluggann, þar sem hún stóð
við vaskinn, og átti sér einskis
ills von. Henni brá svo mikið
að hún rak upp óp og svo fékk
ég að heyra hvernig í ósköp-
unum mér hefði dottið þetta
í hug!“ segir Eygló og skellir
upp úr. Systir hennar var þó
fljót að fyrirgefa uppátækið
og Eygló heimsótti hana í bún-
ingi nokkrum sinnum í viðbót,
þar sem mikið var hlegið.
Hún bætir við að það hafi
reyndar örlað á smá hneyksl-
an hjá elstu barnabörnunum
í hópnum. „Þessari sem er
að verða 12 ára fannst hún
verða að spyrja mig: Amma,
á hverju ertu?“ segir hún og
hlær.
Hún tekur heilshugar undir
að fullorðið fólk eigi ekki að
þurfa áfengi til að sleppa fram
af sér beislinu. „Maður er jú
alinn upp við það að þegar
þú ert kominn á vissan aldur
eigir þú að haga þér svona eða
hinsegin. Kannski er það að-
eins að breytast núna, maður
sér það til dæmis á Facebook
í dag að það er fullt af fólki að
stíga út fyrir þæginda ramm-
ann og birta myndbönd af
sér að syngja og gera hitt og
þetta. Við erum öll börn innst
inni og við þurfum að halda í
þetta barn í okkur.“
Með húmorinn í lagi
Húmorinn hefur f leytt
Eygló langt í gegnum árin.
Hún nefnir sem dæmi erf-
iðan skilnað sem hún gekk
í gegnum þegar hún var 31
árs. Skyndilega stóð hún uppi
sem einstæð, fimm barna
móðir. „Jújú, maður er búinn
að lenda í ýmsu í gegnum
ævina en ég nenni nú ekkert
að standa í því að vera bitur
eða reið. Hver er tilgangurinn
með því?“
Mér finnst eiginlega eins
og barnið og leikurinn verði
bara sterkari í mér með ár-
unum. Veistu, ég bara nenni
UPPÁTÆKJASAMA AMMAN EYGLÓ
Auður Ösp
Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Eygló segist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að finna búninga. MYNDIR/AÐSENDAR
Eygló Lind, sjötug amma í Borg-
arnesi, greip til sinna ráða þegar
barnabörnin hennar þurftu að
fara í sóttkví í tvær vikur.
ekki að taka mig of alvarlega.
Ég var að muna eftir því að ég
á afmæli í sumar, ég verð sjö-
tug, það er aldrei að vita nema
maður geri eitthvað þá!“ n
Við erum öll börn
innst inni og við
þurfum að halda
í þetta barn í
okkur.