Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Qupperneq 24
SAKA MÁL
24. APRÍL 2020 DV
A llt hófst þetta með því að ungur maður fór með næturlestinni frá
Ósló og fór úr henni á lestar
stöðinni í Hønefoss klukkan
00.50. Lestarvörður tók eftir
unga manninum því hann var
með mikið af útilegubúnaði
með sér, talaði lélega ensku
og virtist ekki þekkja til á
svæðinu.
Ungi maðurinn fór síðan og
tjaldaði í miðju íbúðahverfi í
bænum, um einn kílómetra
frá lestarstöðinni. Þegar leið
á daginn var lögreglunni til
kynnt um tjaldið og allan
búnaðinn sem stóð utan við
það. Lögreglumenn fóru á
vettvang til að sækja tjaldið
og búnaðinn.
Í tjaldinu fundu þeir marg
víslegan útilegubúnað, ein
hvers konar veiðivopn sem
nefnist „blow gun“ (sem er
blástursvopn eins og nafnið
bendir til) og pílur í það.
Einnig fannst dularfullt kort.
Á því var yfirlit yfir óbyggt
svæði í Sokna og á það var
skrifað „target“ (skotmark).
Þá fannst myndavél í tjald
inu en engin skilríki. Búið
var að eyða öllum myndum í
vélinni en lögreglunni tókst
að kalla tvær þeirra fram
á nýjan leik. Á annarri sást
ungur maður sem lögreglan
gekk út frá að væri tjaldmað
urinn. Lýst var eftir honum
í fjölmiðlum en án árangurs.
Leitin að svari
Ekkert gerðist í málinu eftir
þetta og lögreglan virðist
ekki hafa eytt meiri kröft
um í það. Á síðasta ári var
ákveðið að taka málið fyrir í
þáttaröðinni Åsted Norge en í
henni eru óleyst mál af ýmsu
tagi tekin fyrir og reynt að
komast til botns í þeim.
Þáttastjórnendur sneru sér
til lögreglunnar í Hønefoss
sem var reiðubúin til að að
stoða. Lisbeth Grøtterud Edv
ardsen yfirlögregluþjónn var
þó hrædd um að mikilvægar
vísbendingar hefðu glatast
því tjaldið og aðrir munir
tjaldmannsins voru seldir á
uppboði í nóvember 2010.
Hún hafði samband við
kaupendur og þáttagerða
menn hittu hjónin sem keyptu
bakpoka tjaldmannsins. Kon
an mundi að í bakpokanum
hafði verið hollenskur matur
og skæri frá hollenskum
framleiðanda. Á bakpokanum
héngu síðan krókar sem á
stóð „Amsterdam“.
Þetta benti að mati þátta
gerðarmanna til að tjald
maðurinn væri frá Hol
landi. Lögreglan í Hønefoss
sendi því beiðni um aðstoð
til hollensku lögreglunnar í
gegnum alþjóðalögregluna
Interpol. Með beiðninni var
myndin af hinum meinta
tjaldmanni send. Í septem
ber á síðasta ári barst síðan
svar sem vakti óhug hjá lög
reglunni.
Var hann
hryðjuverkamaður?
Lögreglan beið þar til í
desember með að deila upp
lýsingunum frá hollensku
lögreglunni með þáttagerð
armönnunum. Það var ekki
fyrr en hollenska lögreglan
hafði neitað að staðfesta að
fyrstu upplýsingarnar sem
norska lögreglan fékk væru
réttar.
„Já, við fengum svör sem
benda til að maðurinn á
myndinni geti verið Tristan
van der Vlis, sem lést í apríl
2011. Það er að segja tæpu
ári eftir að hann var hugsan
lega í Noregi,“ sagði Edvard
sen við þáttagerðarmenn og
bætti síðan við: „Hann gekk
inn í verslunarmiðstöð í Hol
landi og drap sex manns og
særði fleiri áður en hann
svipti sig lífi.“
Þessar upplýsingar komu
að sögn Edvardsen frá lög
reglumanni í því teymi hol
lensku lögreglunnar sem
leitar að týndu fólki. Hann
taldi manninn á myndinni
líkjast Tristan van der Vlis.
Þáttagerðarmenn hringdu
í foreldra Tristans. Þau báðu
um að þeim yrði sendur
tölvupóstur og svöruðu hon
um nokkrum dögum síðar.
Þau sögðu að sonur þeirra
hefði aldrei komið til Noregs
en vildu ekki skoða myndina
og þar með var ekki hægt að
staðfesta hvort um son þeirra
var að ræða eða ekki.
Málið leysist
Hin ljósmyndin, sem lög
reglunni tókst að endurgera
úr myndavélinni, hafði aldrei
verið birt opinberlega fyrr en
á þessu ári. Á myndinni sjást
tveir menn og götunafn á bak
við þá. Gatan reyndist vera í
Tarifa á Spáni. Í febrúar hófu
norsku þáttagerðarmennirn
ir samstarf við blaðamann
inn Sander van Mersbergen
hjá Allgemeen Dagblad, sem
er stærsta dagblað Hollands.
Blaðið hafði fjallað mikið
um Tristan van der Vlis og
er með gott net heimildar
manna.
Mersbergen setti sig í sam
band við marga sem þekktu
Tristan van der Vlis og sýndi
þeim myndina af tjaldmann
inum. Þrír sögðu að maður
inn líktist Tristan mikið en
töldu samt að myndin væri
ekki af honum. Að lokum gat
Mersbergen talið foreldra
Tristan van der Vlis á að
skoða myndina og staðfestu
þau að myndin væri ekki af
honum.
Næsta skref var því að
lýsa eftir tjaldmanninum í
blaðinu Allgemeen Dagblad.
Greinin var sú þriðja mest
lesna þá helgina en rúmlega
300.000 manns lásu hana á
netinu. Einn þeirra sem lásu
hana þekkti mennina á mynd
inni. Hann sendi tölvupóst til
Mersenbergen þar sem stóð:
„Tjaldmaðurinn, eins og þið
kallið hann, er sonur minn.
Ég er maðurinn til vinstri á
myndinni frá Spáni. Hann er
á lífi en ringlaður.“
Maðurinn, sem er nefndur
Rick í Åsted Norge til að hlífa
syni hans, þekkti sjálfan sig
og soninn strax á myndinni
frá Spáni. Rick ræddi við
þáttagerðarmennina um
málið.
„Ég sá myndina í blaðinu
og brá mikið. Maðurinn til
vinstri, í stuttbuxum, er ég
með syni mínum. Myndina
tók vinur okkar í Tarifa á
Spáni í kringum 2000,“ sagði
Rick. Það var áður en sonur
inn fór að fikta með fíkniefni
en það varð til þess að hann
veiktist alvarlega andlega.
„Hann var í fínu lagi
þarna. Hann var góður og
félagslyndur strákur,“ sagði
Rick og bætti við að sonurinn
hefði byrjað að borða sveppi
og drekka ayahuascate til
að komast í einhvers konar
trans.
„Hann var mjög góður
strákur. Hann vann á nokkr
um stöðum en síðan byrjaði
hann að fikta við vímuefni
þegar hann var 21 árs. Ég
held að þetta hafi reynst
honum ofviða. Á ákveðinn
hátt hef ég misst hann,“ sagði
Rick og bætti við að þegar
sonurinn var 24 ára, árið
2010, hafi hann viljað fara til
Noregs því það væri fallegt
land.
Hann veit ekki af hverju
Hønefoss varð fyrir valinu en
sonurinn sýndi honum kortið
sem á var ritað „target“ áður
en hann fór af stað. Hann
ætlaði sér að hafast við í
óbyggðum um hríð. Hann
taldi að sonurinn hefði ekki
haft neina kunnáttu til að
nota blástursvopnið og ekki
haft neina reynslu af veiðum
eða því að vera langdvölum
úti í náttúrunni.
Flýtti sér heim
Rick sagði að sonurinn hefði
snúið heim frá Hønefoss
næstum jafn skyndilega og
hann fór til Noregs. Þegar
heim kom sagði hann að hon
um hefði ekki líkað við Noreg
og hefði skilið allt sitt hafur
task eftir, einnig mynda
vélina sína. Rick reiddist við
þetta en sonurinn vildi ekki
tala um þetta.
„Ég hélt að hann hefði
kastað þessu í ruslagám.
Síðan las ég í Allgemeen
Dagblad að hann hefði skilið
þetta eftir í litlum bæ og að
íbúarnir hefðu velt fyrir sér
í tíu ár hver hann væri. Þá
varð ég mjög hissa,“ sagði
Rick og bað lögregluna og
íbúa Hønefoss afsökunar á að
sonur hans hefði valdið þess
um vandræðum. Aðspurður
sagðist hann hafa sýnt syn
inum Allgemeen Dagblad.
„Já, ég sýndi honum það
í morgun. Hann sagði bara
að verkefninu væri lokið eða
eitthvað í þá veruna. Ég get
talað við hann í tvær, þrjár
mínútur en þá hverfur hann
inn í annan heim. Einhvers
konar tölvuleikjaheim.“ n
Dularfulli tjaldmaðurinn: Hvaðan kom
hann? Hvað varð um hann?
Aðfaranótt 3. maí 2010
tjaldaði dularfulli „tjald-
maðurinn“ í miðju íbúða-
hverfi í Hønefoss í Noregi.
Daginn eftir var hann
horfinn en tjaldið og eigur
hans stóðu óhreyfð.
Tjaldmaðurinn reyndist vera ungur ferðamaður með undarlegan ásetning. MYND/SKJÁSKOT ÅSTED NORGE
Málið er allt
hið undar-
legasta og
ansi flókið,
og í sjálfu sér
sorglegt eins
og faðir tjald-
mannsins
sagði nýlega.
24 FÓKUS