Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Síða 28
Marengskaka með sumarlegum blæ Með hækkandi sól er tilvalið að bjóða upp á sumarlega tertu með helgarkaffinu. Ferskir ávextir gera tertuna sumarlega en tilvalið er að bjóða upp á freyðivínsglas með eða sódavatn með ferskum ávöxtum og skála fyrir væntan- legu sumri með samkomugleði og blóm í haga. Marengsbotnar 4 stk. eggjahvítur 2 dl sykur 3 dl Rice crispies 1 tsk. lyftiduft Hitið ofninn í 120 gráður á blæstri. Þeytið saman eggja- hvítur og lyftiduft og bætið sykrinum smám saman við þar til marengsinn er orðinn alveg stífur. Rice crispies er bætt var- lega saman við með sleikju. Leggið marengsblönduna í tvo jafna hringi, ca. 23-25 cm í þver- mál, á tvær arkir af bökunar- pappír. Bakið í ofninum í 60 mínútur. Karamellukrem 50 g smjör 150 g rjómasuðusúkkulaði 4 stk. eggjarauður 4 msk. flórsykur Byrjið á að bræða saman smjör og súkkulaði við vægan hita og passið að hræra vel í blöndunni. Látið kólna aðeins. Þeytið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Blandið næst öllu saman og hrærið vel. Setjið um 3/4 karamellunnar á neðri marengsbotninn, þeytið 500 ml af rjóma og setjið ofan á karamelluna. Næst er efri botninn settur á og þá er tilvalið að skreyta með restinni af karamellunni ásamt fallegum ávöxtum. 28 MATUR 24. APRÍL 2020 DV Una í eldhúsinu HUGGULEGT KAFFIBOÐSFÖNDUR Matgæðingur DV, Una Dögg Guðmundsdóttir, töfrar fram huggulegt helgarboð með lítilli fyrirhöfn. Sé fólk í stuði er til- valið að henda í heimagerðan ís. Ormasúkkulaðibúðingur fyrir litla orma Er ekki tilvalið að föndra girnilegt og fljótlegt moldarstaup með orm- um í tilefni þess að nú fer grasið að grænka? Uppskrif tin tekur örfáar mínútur í gerð og krakk- arnir munu skríkja af kátínu. Þessi eftirréttur slær alltaf í gegn og er einfaldur og því tilvalið að leyfa krökkunum að aðstoða við að útbúa hann. Hann er vinsæll í barnaafmælum og hrekkjavöku- veislum, nú eða bara á góðu föstudagskvöldi. 1 pakki Royal-súkkulaðibúðingur 4-5 stk. Oreo-kex 1 pakki hlaup ormar/gúmmí Útbúið Royal-súkkulaðibúðing eftir leiðbeiningum. Setjið í 4-5 glös. Raspið niður Oreo-kex (svo að það líti út eins og sandur eða mold). Skreytið með hlaupormum og setjið í kæli í um 15 mínútur. U na vippar á sig svunt-unni og töfrar fram k y n n g i m a g n a ð a r kökur og gúmmelaði eins og ekkert sé. Hér er það klass- ísk marengsterta sem skilur alla eftir í kolvetnisþoku með sælubros á vör. Eins og flestir vita eru eggjahvítur í marengs en það er tilvalið að skella í smá heimagerðan ís með rauðun- um. Hann má borða einan og sér eða setja á milli marengs- botna vilji fólk það frekar en rjóma. Klassísk uppskrift kveður á um 4 eggjarauður, 6 matskeiðar sykur og 500 ml af rjóma. Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar. Því næst eru eggin og sykurinn hrærð mjög vel saman í hrærivél. Því næst er rjómanum hrært saman við með sleif. Bragð- bætt með vanillu ef vill. Sett í frysti yfir nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.