Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Blaðsíða 33
Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is KONUR Í FÆÐINGARORLOFI UPPLIFA SIG SEM GLEYMDA STARFSMENN Í rannsókn Sigrúnar Eddu Kristjánsdóttur á tengslum kvenna í fæðingarorlofi við vinnustað sinn kemur í ljós að margar þeirra upplifðu hrein sambandsslit við vinnu- staðinn og þurftu sjálfar að falast eftir endurkomu. Konur í fæðingarorlofi finna gjarnan fyrir því að samband þeirra við vinnustaðinn verður mjög takmarkað meðan á orlofinu stendur. Það getur reynst erf- itt að koma til baka í vinnuna eftir langan aðskilnað en kon- ur upplifa sig oft ekki sem hluta af fyrirtækinu þegar þær eru í fæðingarorlofi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum MS-lokaritgerðar Sigrúnar Eddu Kristjánsdóttur við við- skiptadeild Háskólans á Bif- röst, þar sem fjallað er um tengsl kvenna í fæðingarorlofi við vinnustað sinn. Tilgangur rannsóknar Sigrúnar var að kanna hvernig yfirmenn gætu aukið líkur á að tengslin á milli mæðra og vinnustaðar- ins haldist í fæðingarorlofi. Sumar upplifa sig gleymdar „Mig langaði til að rannsaka þetta viðfangsefni eftir að hafa sjálf verið í fæðingar- orlofi og heyrt frásagnir af mismunandi upplifun kvenna af tengslum við vinnustað sinn,“ segir Sigrún í samtali við DV. Í tengslum við rannsóknina ræddi Sigrún við átta íslensk- ar konur á aldrinum 25-29 ára sem áttu það sameiginlegt að hafa snúið aftur til starfa að loknu fæðingarorlofi. Konurnar komu frá ólíkum vinnustöðum, nokkrar þeirra voru almennir starfsmenn á fjölbreytilegum starfssvið- um, aðrar voru deildarstjórar og ein var snyrtifræðingur. Konurnar áttu það þó allar sameiginlegt að hafa verið í sama starfi fyrir meðgöngu, á meðgöngu og hafa farið í fæð- ingarorlof úr því starfi. „Mér finnst mjög athyglis- vert að mæður virðist upplifa að einhverju leyti að sálfræði- legi samningurinn falli úr gildi í fæðingarorlofi á þann hátt að þær eiga í takmörkuð- um samskiptum við vinnustað- inn. Það var mjög áhugavert að rannsaka samband mæðra í fæðingarorlofi við vinnustað- inn og mér fannst sérstaklega leiðinlegt að heyra hvað sumar upplifðu að þær gleymdust þegar þær voru í orlofi. Sum- um var hvorki boðið á viðburði né fundi og samskiptin þarna á milli urðu oft mjög lítil meðan á fæðingarorlofi stóð,“ segir Sigrún. „Mér finnst það mjög slæmt þegar það er tilfellið og þess vegna mikilvægt að hafa ein- hvern gátlista um þau sam- skipti sem nauðsynlegt er að hafa í lagi þegar fólk fer í fæðingarorlof. þannig að fólk detti ekki alveg út í fæðingar- orlofi heldur haldi einhverjum tengslum við vinnustaðinn.“ Algengt að tengslin við vinnufélagana rofni Langflestar kvennanna sem Sigrún ræddi við þurftu að hafa samband við sinn yfir- mann að fyrra bragði til að fá upplýsingar um hvenær þær ættu að mæta og vita hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á vinnustaðnum áður en þær komu úr fæðingarorlofi. „Mæti ég bara, þú veist, þarf ég ekki að sjá hvað er búið að breytast og hvað er nýtt? En það var ekkert. Það var eins og ég væri bara hætt,“ segir ein úr hópnum. Meðan á fæðingarorlofinu stóð var samband kvennanna við vinnustað sinn og sam- starfsfélaga mjög misjafnt. Í sumum tilfellum voru sam- skiptin við vinnufélaga yfir- borðskennd og tengslin rofn- uðu í fæðingarorlofinu: „Ég fann alveg svolítið eftir að ég kom aftur að ég missti svona smá tengslin,“ segir ein og vísar í starfsmannabreytingar á vinnustaðnum. Þá kom einnig fram í samtöl- um við konurnar að samskipti á milli vinnunnar og einstakl- ingsins í fæðingarorlofi hefðu verið mjög lítil og upplifun kvennanna var stundum sú að þær skiptu kannski ekki rosa- lega miklu máli á vinnustaðn- um á þessum tíma, eins og ein úr hópnum lýsir: „Kannski er þetta bara normið í dag, maður fer í fæðingarorlof og þá er maður bara út úr vinnu og öllum sama.“ Sumar konurnar fengu hvorki senda tölvupósta né vaktaskýrslur í fæðingaror- lofinu og vissu þannig ekk- ert um neitt sem var í gangi innan vinnustaðarins. Ein úr hópnum segir: „Ég var tekin út af póstlistanum þegar ég var í fæðingarorlofi þannig að ég vissi ekkert hvað var í gangi.“ Langflestum þeirra var ekki boðið á þá starfsmannafundi sem haldnir voru á meðan þær voru í fæðingarorlofi né voru þær upplýstar um breytingar sem tóku gildi innan vinnu- staðarins. Einnig kom fram að ekki hefði verið mikill áhugi fyrir því að mæta á slíka fundi þó að það hefði verið gott að fá helstu upplýsingar um breytingar á vinnustaðnum. Þá greinir ein móðirin frá því að hún mátti ekki halda áfram að borga í starfsmannasjóðinn á meðan hún var í fæðingar- orlofi og þurfti því að greiða sjálf fyrir alla þá viðburði sem hún vildi taka þátt í. Einnig nefndu konurnar að bæði samfélagið og löggjaf- inn á Íslandi þyrftu að fara að viðurkenna þær mæður sem vildu vera lengur heima með barninu með því að koma fram með einhver úrræði. Ein móðirin sagðist hafa tekið eitt og hálft ár í fæðingarorlof, en þegar ár var liðið fann hún fyrir miklum þrýstingi frá samfélaginu og alls kyns fólki í kringum sig um hvort hún ætlaði ekki að fara að drífa sig aftur út á vinnumarkaðinn: „Eftir að ég var búin að vera ár heima eða rétt svona tæpt ár þá fannst mér fólk vera svolítið farið að ýta á mig, já ferðu ekki núna að fara að vinna? Ég fann svolítið mikið fyrir því þegar fór að detta í fyrsta árið.“ Langflestar kon- urnar fóru sjaldan í heimsókn á vinnustað sinn í fæðingaror- lofinu, en helstu ástæður fyrir því voru að þær höfðu lítið samband við vinnustað sinn í orlofinu og vildu sjálfar kúpla sig aðeins út úr vinnunni og vildu fá að ráða algjörlega á hvaða forsendum þær ættu samskipti við vinnustaðinn. Flestum var boðið með á þá viðburði sem haldnir voru í fyrirtækinu meðan á fæðing- arorlofinu stóð. Þetta eru við- burðir eins og jólahlaðborð, árshátíðir, starfsmannaferðir og fleira. Fram kom að sumar kvennanna þurftu að sækjast sjálfar eftir að fá að mæta á viðburðina en voru þó vel- komnar. Þá kom fram að mæð- ur hefðu gleymst þegar þær voru í fæðingarorlofi og ekki verið boðið á neina viðburði: „Neibb. Mér var ekki boðið á árshátíðina, ekki jólagleðina og ég hafði samband og spurði hvers vegna og það datt engum í hug að heyra í mér, ég bara gleymdist segja þau.“ Nauðsynlegt að halda sambandi Í niðurstöðum Sigrúnar kem- ur meðal annars fram að yfir- maður getur haft heilmikil áhrif á það hvort ákjósanlegt sé fyrir konur að koma aftur til baka í sitt fyrra starf að loknu fæðingarorlofi. Ef yfir- maðurinn er skilningsríkur og sýnir sveigjanleika virðist vera líklegra að konan vilji snúa til baka. Til þess að viðhalda tengsl- um við yfirmann og sam- starfsfélaga getur verið mikil vægt fyrir konurnar að fara í heimsókn í vinnuna og taka þátt í viðburðum sem haldnir eru á meðan þær eru í fæðingarorlofi. Á móti kemur að nauðsynlegt er fyrir stjórnendur að hafa í huga að halda sambandi við konuna og að henni berist boð á þessa viðburði og finni að hún sé svo sannarlega enn hluti af starfs- mannahaldinu. „Mjög algengt virðist vera að mæður vilji koma til baka í minna starfshlutfall en þær voru áður í og einnig vilja þær eiga kost á að geta skroppið úr vinnu eða tekið sér frí ef það er til dæmis lokað á leik- skólanum hjá barninu eða ef það þarf að skreppa með það til læknis. Þær konur sem upplifa sveigjanleika í starfi eru jákvæðari gagnvart því að fara aftur í vinnu að loknu fæðingarorlofi.“ n Nauðsynlegt er fyrir stjórnendur að hafa í huga að halda sambandi við konuna. Fæðingarorlofið er stórbrotinn tími en er ástæða til að rjúfa algjörlega sambandið við vinnustaðinn? FÓKUS 33DV 24. APRÍL 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.