Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Side 38
Í blíðskaparveðri í Þýska­landi tekur Guðlaugur Victor Pálsson, lands­ liðsmaður í knattspyrnu, símann þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. Eins og í flest öllum löndum heims hafa verið breyttar aðstæður í Þýskalandi síðustu vikur vegna kórónuveirunnar. Guð­ laugur hefur búið í Þýskalandi í rúmt ár og unir hag sínum vel. Hann er orðinn þaul­ reyndur í að aðlagast nýjum aðstæðum enda hefur hann þrátt fyrir ungan aldur búið í níu löndum. Það getur reynst atvinnu­ manni í fremstu röð erfitt að æfa þegar allt er lokað, hvernig hefur Guðlaugur farið að? „Fyrstu fjórar vikurnar vorum við að æfa heima, það var bara æfingaáætlun frá félaginu sem farið var eftir. Það var ekkert mál að halda þetta út til að byrja með en þegar líða fór á þetta, þá varð það erfiðara. Ég hef reynt að æfa, fara í háttinn á skikkan­ legum tíma og borða vel. Ef þú hefur ekki rútínu flesta daga, þá ertu í veseni,“ segir Guð­ laugur sem leikur í næstefstu deild Þýskalands með Darm­ stadt. Í Þýskalandi hefur vel tek­ ist til við að bæla veiruna niður og nú er byrjað að taka skrefin í að opna samfélagið. „Við erum búnir að æfa í tvær vikur í sex manna hópum. Hér er stefnt á að deildin fari af stað 9. maí en það er ekki endanleg ákvörðun. Við fáum að vita meira á næstu dögum og þá byrjum við að æfa allir saman í næstu viku. Það er þá tveggja vikna undirbúningur fyrir fyrsta leik.“ Veiran rífur aura úr buddu Guðlaugs Á Íslandi hefur meira og minna allt verið opið á sama tíma og veiran hefur gert vart við sig, sömu sögu er að segja í Þýskalandi þó að lögreglan hafi vaktað fólk. „Í samfélag­ inu hafa tveir einstaklingar mátt vera saman. Þetta hefur ekkert verið alltof strangt, lögreglan var meira á ferðinni og stoppaði hópa sem voru saman og bað fólk um að fara í tveggja manna hópa.“ Faraldurinn hefur hins veg­ ar orðið til þess að Guðlaugur fær færri evrur í vasa sinn næstu þrjá mánuðina. „Við tókum á okkur 20 prósenta launalækkun næstu þrjá mán­ uðina. Félagið hafði ekki rétt á að skipa okkur að gera þetta. Við ræddum þetta saman sem lið og það var rætt fram og til baka. Það voru ekki allir klárir í þetta til að byrja með en ég veit ekki betur en að allir hafi samþykkt þetta að lokum.“ Í sínu besta formi Guðlaugi tókst á síðasta ári að eigna sér stöðu hægri bak­ varðar í íslenska landsliðinu. Það var nokkuð óvænt enda hafði hann sjaldan komist í hópinn síðustu ár. Þá hefur hann spilað frábærlega í Þýskalandi og verið besti leik­ maður Darmstadt sem situr í sjötta sæti deildarinnar. „Þetta hefur þróast vel á þessu tímabili. Það er búið að vera skemmtilegt með félags­ liði og landsliði. Þetta er eftir­ minnilegasta tímabilið hingað til, mér hefur vegnað vel í Þýskalandi og ég hef verið meira með landsliðinu en áður. Þetta eru sérstakir tímar, ef allt hefði verið eðlilegt í heim­ inum þá eru góðar líkur á að Ísland væri núna að undir­ búa sig undir Evrópumót. Það sem hefur verið erfiðast síðustu vikur er óvissan, það er ekki í þínum höndum hve­ nær þú mætir aftur til vinnu og ferð aftur út á völl,“ segir Guðlaugur að lokum og kveðst nú þurfa að fara að hugsa um son sinn sem kallar eftir at­ hygli. n K órónuveiran hefur haft áhrif á alla og íþrótta­félög finna fyrir henni eins og aðrir, engar æfingar hafa mátt fara fram hér á landi síðustu vikur. Þá hafa mörg knattspyrnufélög farið fram á að leikmenn lækki laun sín, sökum þess að rekstur­ inn verði nánast ómögulegur vegna veirunnar. Það má vel vera að rekst­ urinn verði þungur á næstu mánuðum en að vandamálið hafi orðið svo stórt strax á fyrsta degi og veiran gerði vart við sig hér á landi, er í besta falli hlægilegt og um­ ræðan ómarktæk. Sem dæmi gat ÍA aðeins borgað helming launa leik­ manna um síðustu mánaða­ mót, það hefur ekkert með veiruna að gera heldur aðeins illa rekið fyrirtæki sem var rekið með rúmlega 60 millj­ óna króna halla á síðasta ári. ÍTF, sem eru hagsmuna­ samtök félaga í efstu deildum hér á landi, hafa blandað sér í umræðuna. Mörg félög hafa áhyggjur af málflutningi sam­ takanna á meðan skipstjór­ inn þar, Birgir Jóhannsson, talar þeirra máli. Birgir var framkvæmdastjóri FH þegar knattspyrnudeild félags­ ins varð nánast gjaldþrota á síðasta ári. Ekki beint sann­ færandi málsvari fyrir félög í vanda. Rekstur knattspyrnudeilda hefur að miklu leyti verið óábyrgur síðustu ár, ekki verður hægt að kenna veir­ unni um nema brotabrot af því vandamáli sem nú virðist blasa við. Veiran verður von­ andi til þess að knattspyrnu­ deildir tryggi ábyrgari rekst­ ur í stað þess að allt stefni í óefni við minnsta áfall. n Í besta falli hlægilegt og umræðan ómarktæk. Illa rekin íþróttafélög nota veiruna til að koma rekstri sínum í jafnvægi. MYND/ANTON BRINK LAUNALÆKKUN SEM ALLIR SÆTTU SIG VIÐ AÐ LOKUM Félagið hafði ekki rétt á að skipa okkur að gera þetta. Guðlaugur Victor hefur stimplað sig inn í íslenska landsliðið á óvæntan hátt. MYND/ANTON BRINK Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Í eðlilegu árferði eru góðar líkur á því að Guðlaugur Victor væri að undirbúa sig undir stærsta augnablikið á ferlinum. UTAN VALLAR Hörður Snævar Jónsson 38 SPORT 433 24. APRÍL 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.