Íþróttablaðið - 01.03.1948, Page 5
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
V
Bókin, sem alvarlega hugsandi fólk bíður eftir.
Blekking ogf þekking'
eftir Níels Dungal prófessor
kemur út í apríl eða maí. Hér er um að ræða stórmerkilegt
rit, alls 6 - 700 bls. að stærð, sem allir, er áhuga hafa fyrir
umræðum um menningaráhrif kristinnar kirkju, munu verða
að lesa og taka afstöðu til.
Þessi bók mun valda harðari deilum en nokkur önnur
bók, sem hér hefur komið út um margra ára skeið.
Hvert einasta mannsbarn á íslandi verður óhjákvæmilega
að gera það upp við sig, hvar það raunverulega stendur í
þeim deilum.
Níels Dungal prófessor hefir árum saman unnið að þessu
mikla verki. Hann er viðurkenndur mikill vísindamaður,
hreinskilinn og djarfur og óvenjulega frjáls og óháður í
skoðunum og starfi.
BLEKKING OG ÞEKKING verður vegna pappírsskorts
aðeins prentuð fyrir áskrifendur og er hægt að skrifa sig á
áskriftarlista í öllum bókabúðum. Áskriftarverð verður um
kr. 70.00.
Helgafell