Íþróttablaðið - 01.03.1948, Síða 21

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Síða 21
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 11 hafa og farið gegnum útvarpsstöðvar hinna ýmsu landa Evrópu t. d. var s.l. haust ítarleg lýsing á honum i útvarpi frá Moskva. Albert óspart auglýstur. Er GuSbjörn keppti ásamt Albert meS Nancy í borginni Nantes, vakti auglýs- ingin um leikinn sérstaka atliygli leik- manna. — Við hverja auglýsingu var sérstök mynd af Albert i fullri líkams- stærS og áletrað undir: „Komið og sjáið Islendinginn Albert Guð- mundsson — Stóru stjörnuna frá litla landinu.. .. “ Um kvöldið var liðinu haldinn veizla er sátu yfir 200 manns. Var Albert feng- inn til að skrifa nafn sitt á 10 miða, en síðan voru miSarnir seldir á upp- boði, og fóru þeir aliir á 2000 til 6000 franka. Nokkrum dögum síðar fréttist til Nancy, að bo'ðið væri allt að 10.000 frankar í eiginhandarundirskriftir þess- ar. Og að síðustu eru hér tvö blaðaum- mæli: „Stjarnan í liðinu kemur frá F. C. Ars- enal. Einn bezti knattspyrnumaður, sem nú leikur í Frakklandi. — Tækni frábær. Nancy liðið hefir tvö höfuð, Albert Guð- mundsson og Poblome. Með Albert hugs- ar liðið en höfuð Poblome skorar mörk.“ Og liér eru loks síðustu og nýjustu blaoaummælin, sem eg hefi í fórum mínum: Albert Guðmundsson. „Áhorfendurnir í Sochaux dást að Al- bert Guðmundssyni“. .... Hér skal aðeins minnst á nafn Guð- mundssons. Hann er vissúlega sá bezti knattsyyrnumaður, sem við höfum séð í langan tíma, Og það var álit mikils rneiri hluta áhorfenda. Einkum var það annað markið, sem hann setti, sem var eitt af þeim mörlmm, sem maður ef til vill sér ekki nema einu sinni á oevinni, Og það var næstum því ótrúlegt, að sjá hvorki meira né minna en fjóra mót- stöðumenn hans liggja. á jörðinni og marka leið hans gegnum vörnina. — Frammistaða hins fræga Sikora, Tékkans, rýrnar ekki þótt Albert Guðmundsson yrði sterkari í viðureign þeirra.. ..“ Hér aS framan hefi ég í stuttum og stórtækum dráttum reynt að draga fram knattspyrnuferil Alberts Guðmundsson- ar. Ef einhverjir skyldu halda að með grein þessari sé verið að reyna að upp- hefja Albert framyfir aðra knattspyrnu- menn vora, þá er það hreinn misskiln- ingur. í grein þessari hefir aðeins ver- ið byggt á staðreyndum um gengi Al- berts á knattspyrnuvellinum. Staðreynd um um ungan mann, er var staðráðinn í því að ná góðum árangri í uppáhalds- íþrótt sinni, knattspyrnunni. Mann, er reyndi að afla sér allrar þeirrar vitn- eskju, sem honum var möguleg um það hvernig leika ætti knattspyrnu, hann sem síSan taldi ekki eftir sér að auka líkamsþol sitt svo aS tækni hans og kunnátta þyrftu ekki að líða skort sak- ir æfingaleysis. En eins og allir þeir, sem einhver kynni hafa af knattspyrnu, vita, er framangreint atriði skilyrði fyr- ir þá, sem ætla sér að ná árangri í knatt- spyrnu, og þó þau atriði, sem knatt- spyrnumenn trassa einna mest. Fram eftir aldri var Albert Guð- mundsson, eins og margir aðrir aðeins „gott efni“. Við sem erum á líku reki og hann, og aðrir, sem hafa fylgst með knattspyrnuíþróttinni hér i Reykjavík þann tíma, sem Álbert var að spila sig upp, vita þetta, og geta bent á marga menn, sem nú leika í meistaraflokkum Reykjavíkurfélaganna, sem fram eftir aldri voru taldir honum fremri. En hinn stóri rnunur er sá, að Albert tók íþróttina fastari tökum heldur en flestir aðrir, og það réði baggamuninn. Er Albert var hér síðast á ferð núna um áramótin spurði ég hann hvort hann teldi að knattspyrnumennirnir hér í Reykjavik væri eftirbátar annarra þjóða t. d. Norðurlandanna: Svar hans var eitthvað á þessa leiö: „Flestir knatt- spyrnumenn, sem nú leika i Reykja- víkurliðunum eru efni í frábæra knatt- spyrnumenn, en það, sem þá vantar til þess að ná enn betri árangri er að þeir þurfa að leggja meiri hugsun í leik sinn og æfingartíminn þarf að vera lengri og eigi einungis það heldur að séð sé um að þeir æfi, æfi og æfi, — því án góðrar og . fullkominnar líkamsæfingar ná knattspyrnumenn aldrei langt — hvað svo sem aðrir knattspyrnulegir eigin- leikar þeirra eru góðir. Árni Ágústsson. Til áskrifenda íþróttablaðsins. Þrátt fyrir hækkanir á öllum sviðum hefir árgjald Iþróttablaðsins verið ó- breytt síðustu 5 árin. Eftir þá stækkun, sem nú hefir verið gerð á blaðinu, sjáum vér oss tilneydda að færa árgjaldið upp í 25.oo kr. og treystum því að áskrifendur skilji nauðsyn þeirrar ráðstöfunar. Blaðstjórnin. Til kaupenda blaðsins. Langi ykkur til að létta undir með út- gáfu 1 þróttablaðsins, ættuð þið að útvega því skilvísa áskrifendur.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.