Íþróttablaðið - 01.03.1948, Page 25

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Page 25
ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ 15 frá Skúla Guðmundssyni 28. ágúst s. I. fór einn af beztu og vin- sælustu íþróttamönnum landsins, Skúli GuÖmundsson, utan til Kaupmannahafn- ar i því skyni aö Ijúka þar verkfrœöi- námi. 1 bréfi til ritstjóra þessa blaös hefir Skúli lýst nokkuö íþróttalífinu þar ytra og keppni sinni þar. Birtist kafli úr því hér á eftir: Khöfn 29. nóv. 19Jf7. Fyrsta hálfa mánuðinn eftir að ég kom liingað átti ég svo annríkt vegna húsnæðisleitar og þessháttar, að ég hugsaði varla um íþróttaæfingar hvað þá heldur meir. Vissulega fylgdist ég þó spenntur með Norðurlandamótinu í Stokkhólmi. 13. sept. horfði ég á Kaupmannahafn- armeistaramótið í frjálsum iþróttum. Ekki get ég sagt að ég hafi hrifist af þessu fyrsta móti hér í Höfn, því bæðd voru áhorfendur fáir (um eitt þús.) og þátttaka litil og léleg. Sem dæmi um lélegan árangur á okkar mæli- kvarða skal þess getið, að hástökk vannst á 1,75 m., langstökk á 6,48 m. (3. maður á 6.18) og kúluvarp á 13,58 m. Nokkur afrek voru svipuð og hér heima t. d. stangarstökk 3,70 m. 4x100 m. boð- hlaup á 44 sek.. 1500 m. á 4:01,4 mín.. 800 m. á 1:56,2 mín. 400 m. á 50,2 sek., 200 m. á 22,5 og 100 m. á 10,9 sek. Að- eins sleggjukast (49,76 m.) spjótkast (61, 80) og 5000 m. (15:52,6) voru betri en heima (auk 400 m., sem áður er talið) Hin svokallaða .,breidd“ var víðast hvar lítil t. d. var 3. maður í 200 m. á 24,4 sek. og 3. maður í kúluvarpi á 13 metrum. Áhugi manna virðist og heldur lítill, blöðin skrifuðu mjög litið um mótið o. s. frv. Fyrsta keppnin. Um þessar mundir gekk ég í K. I. F., sem er sterkasta félagið hér. Pétur Sig- urðsson hafði æft þar í fyrravetur og ráðlagt mér að ganga í það. Eg fór á 2-3 æfingar og var „spanaður“ upp í að keppa á móti þann 21. sept. Þetta mót tókst yfirleitt mun betur en Kaup- mannahafnar meistaramótið. Hástökkið gekk sæmilega, ég varð annar á 1,85 m., sönni liæð og sigurvegarinn John F. Hansen, stökk (ég hafði nefnilega fellt 1,80 við fyrstu tilraun). Eg var ekki í essinu mínu, vantaði eiginlega vilj- ann, eins og svo oft nú í sumar, að því er virðist. Þar sem grindahlaupið fór fram sam- tímis tók ég ekki þátt í því, en G. Ris- berg frá Málmey vann það á 15,9 sek. Hátindur mótsins var einvígið milli Erik Jörgensen og Holst-Sörensen í 1500 m. lilaupi, og var mikill spenn- ingur í mönnum um úrslitin. Tekst Holst-Sörensen að sigra Jörgensen í 1500 m.? (Hann hafði sigrað hann ný- lega i 800 m.). Verður sett nýtt met? Flestum á óvart tók Holst forustuna á 2. hring og liélt henni í 600 m. Þá virtist þreyta færast yfir hann og Jörg- ensen tók við forustunni. „Holst tekur hann á endasprettinum, eins og lians er venja“ hugsuðu áhorfendur. Að vísu tók Holst röskan endasprett, en Jörgensen herti einnig á sér og það dugði honum til sigurs. Úrslit urðu þessi: 1. Jörgen- sen 3:51,8 mín. (persónulegt met og aðeins 1/8 sek. lakara en danska metið) 2. Holst-Sörensen 3:56,0 mín. 3. Torben Jörgensen 3:56,8 o. s. frv. Eg var mjög hrifinn af E. Jörgensen, sem hleypur mjög vel og svipar talsvert til Rune Gustafsson, Evrópumeistarans í 800 m. Jörgensen á áreiðanlega eftir að láta Sviana finna fyrir því á þessari vega- lengd! Stúdentamótið í Uppsölum. Þá er nú komið að Uppsalaferðinni. Mér var boðið að fara með og keppa fyrir danska stúdenta, sem mér þótti í fyrstu nokkuð miður, en þar sem ég var við danskan skóla lét ég tilleiðast að taka boðinu. Ferðin var hin skemmtilegasta i alla staði og aðbúnaður allur til fyrir- myndar. Keppnin gekk liinsvegar held- ur illa, hvað mér viðvikur. í hástökki varð ég nr. 4-5 með 1,80 m. Daginn eftir var grindahlaup og virtist það 1 fyrstu ætla að ganga betur. Eg vann fyrsta riðilinn á 16,5 sek. eftir harða keppni við næsta mann, sem fékk 16,6 sek. í úrslitunum gekk mér miður og varð 5. á 16,8. Þetta er i fyrsta sinn, sem ég keppi við góða grindahlaupara og hleyp 2 hlaup í röð. Vindur var ó- hagstæður og hætti það ekki tímana. Stúdentameistaramótið í Höfn. Næsta mót, sem ég tók þátt i var danska Stúdentameistaramótið í K.- höfn 4. okt. Þar varð ég fyrstur í 2 greinum, hástökki (1,80 m.) og 110 m. grindahlaupi (16,2 sek.) Einnig keppti ég í langstökki, en stökk að- eins 6, 24 m. Keppnin við Lundarháskólann. Síðan fór ég með Hafnarstúdentum til Lundar og tók þátt í keppni við Lundarháskóla. Vann ég hástökkið á 1,85 m. Annar varð Stig Ernestan, sá sami og varð annar í Uppsölum, þá á 1,88 m. Eg tók einnig þátt i lang- stökki og varð þar 3. á 6,58 m. og þótti mér sá árangur mun betri en mig hafði órað fyrir. Þar með var keppni minni lokið- að sinni og hefi ég ekki farið á æfingu síðan. Þó hefi ég hugsað mér að reyna að vera eitthvað með á innanhúss- æfingum i vetur ef timi minn leyfir.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.