Íþróttablaðið - 01.03.1948, Blaðsíða 32
22
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Oröíö er laiisl
Misþyrming orðs og hugtaks.
Margt ber oft fyrir augu og eyru,
sem sýnir og sannar þaS átakanlega,
hversu sorglega mikill hluti þjóðarinn-
ar er orðinn grunn- og rótlaus i mörgu
því, sem íslenzkt er og þjóðlegt og gott,
vegna ræktarléysis þjóðarforustunnar
við hið gamla og fortiðina og vegna
þekkingarskorts á því. Einna mest ber
á þessu í siðum og háttum, þar sem
flest það, sem var íslenzkt, gamalt og
gott, og sem sumu fylgdi meira og
minna göfgi, er að hverfa, eða horfið
fyrir útlendum samtíningi og — í sum-
um tilfellum — útlendum skrílsháttum.
(Sbr. t. d. djöflagangurinn á áramótun-
um.), svo og í málinu okkar „ástkæra
ilhýra“, sem Jónas Hallgrímsson kall-
aði það, og sem öllum ætti það að vera.
Þar er misþyrmingin einna viðtækust
og verður þjóðinni lika afdrifarikust.
Þar eiga svo langsamlega flestir óskilið
mál, — því er nú ver —. Og — það verð-
ur einhverntíma að koma fram, verður
að segja það, og því miður er það sann-
leikur. — Þar ganga blaðamennirnir
okkar, langflestir, fremstir í flokki, ein-
mitt þeir þjóðarþegnarnir, sem mesta
og bezta hafa möguleikana og aðstæð-
urnar til að vinna einmitt á hinn veg-
inn, — bezta aðstöðuna til að halda
við hreinleika og fegurð málsins i orð-
um, orðaröð og setningarskipun. Þeir
virðast, að örfáum undanteknum, lítið
hirða um að vanda þetta í ritum sínum,
og spilla þar með máli og málsmekk
allra þeirra mörgu, sem lesa skrif þeirra
dag eftir dag og viku eftir viku. Að
svona er orðið sýnir meðal annars sumt
það, er birtist frá penna sumra annarra
og einnig skólagenginna manna, jafnvel
í opinberum tilkynningum og fleiru úr
hæstu stöðum. Þá eru verzlunarmenn og
kaupmenn ekki góðu börnin að þessu
leyti, sem meðal annars má greinilega
sjá á auglýsingum þeirra og verzlunar-
og verzlunarfélagaheitum.
Oft hefir mig langað til að stinga á
sumum þessum ljótu og leiðu kýium í
málinu okkar, en bæði fundist ég tæp-
lega vera maður til þess, þar sem ég
hefi á litlu öðru að byggja en málsmekk
mínum, — en hann er fenginn frá góðr
um uppeldisáhrifum á bernskuheimili
minu og við lestur gullaidarrita eldri og
yngri — og svo hefi ég ailtaf verið að
búast við þvi, að einhverjir af málfræð-
ingum okkar og viðurkenndum íslenzku-
mönnum mundu þá og þegar finna hvöt
hjá sér tl að leggja lið „móðurmálinu
góða“. En liklega er það svo með þá —
eins og mig — að lífsönnin skeri þeim
stakkinn þröngvan, að ástæður þeirra
hafi ekki leyft þeim tima til að ganga
fram á hólminn til varnar. En ein-
mitt það er önnur aðalástæðan hvað
mig snertir.
Enn er það líka svo, að ég hefst ekki
handa á þessu sviði, þótt mig meira en
langi til þess, ef ég þá gæti gert þar
eitthvað gagn. Eg vil aðeins benda á
eitt orð, eitt hugtak, — hér í þessu
blaði — af því að það snertir íþrótt,
sem þetta blað vinnur meðal annars
fyrir.
Það var seint í sumar og haust, er leið,
að ég tók tvisvar eftir stórstíluðum fyr-
irsögnum í dagblöðunum hér í bæ
um Bændaglímur, sem fram ættu að
fara. En þegar litið var á framhaldið,
sást að hér var alls ekki um glímu að
ræða. í fyrra tilfellinu var verið að
airglýsa einhverskonar keppni i Golf-
leik, en í þvi siðara i spilum (Bridge)!!!
Hvorugt þetta á nokkuð skylt við glímu
og þó hið siðara enn fráleitara. I þess-
um tilfellum hafa þarna verið að verki
einhverjir af þessum mönnum, sem al-
gerlega virðast vera orðnir rótlausir
í íslenzku máli og islenzkum hugtökum,
orðfátækir og hugmynda — á því sviði
— úr liófi fram, og kærulausir gagnvart
gömlum íslenzkum siðum og venjum. í
vandræðum sinum og hugmyndafátækt
grípa þeir svo til þess að misþyrma
gömlu, íslenzku hugtaki, orði og mál-
venju, með því að setja þetta á al-óskilt
efni, — grípa til þessa til þess að reyna
að gera keppnir þær, sem þeir eru að
tilkynna, eitthvað „spennandi“, lokk-
andi fyrir almenning.
Með þessu tiltæki sínu hefur þeim
tekist að auglýsa fyrir þeim, sem enn
bera virðingu fyrir og hafa tilfinningu
fyrir því, sem íslenzkt er, það sem ég
áðan nefndi: hugmynda og orðafátækt
sína, kæruleysi sitt gagnvart góðu og
Misþyrming orðs og hugtaks.
gömlu íslenzku hugtaki og rótleysi sitt
i íslenku máli, siðum og menningararfi.
Og jafnframt liefur þeim tekist að rugla
— að minnsta kosti á þessum sviðum
— enn meira marga þá, er álika grunnt
eða grynnra standa rótum í islenkum
máls-, hugtaks- og siðajarðvegi.
Hvenær vakna hinir nýju „Fjölnis-
menn“ íslenzkunnar og þess, sem is-
lenzkt er, til að moka aðflutta foksand-
inn ofan af gömlu góðu grunnunum og
hreinsa mái- og huginynda-soran úr
huggróðri hinnar uppvaxandi íslenzku
þjóðar, svo að ræturnar nái að fá nær-
ingu úr hreinum, íslenzkum andlegum
jarðvegi? Það ætti ekki að þurfa nema
nokkuð samtaka átak i þessu efni, því
að efniviður fólksins er góður og dugn-
aðurinn nógur, ef aðeins að útlendu þok
unni væri dreift og hrundið svo að
íslenzk, auðleg sál fái að skína á veg
æskunnar.
Víst er „.... að orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu“ (E. B.),
og að „móðurmálið mitt góða, mjúka
og ríka, orð áttu enn eins og forðum,
mér yndið að veita" (J. H.) — öllum
sönnum íslendingum yndi að veita og
fullnægju á Öllum sviðum.
Ritað í jan. 1947.
Rg- D.
Menn og málefni:
Sundurlyndi iþróttamanna hér á
landi er ali .víðfrægt orðið. Ber ekki
sizt á því hér í höfuðstaðnum, þar sem
félögin eru stærst og átök um menn og
málefni mest. En vel á minnst. Eru það
ekki einmitt átökin um mennina og á-
hugaleysið á málefnunum, sem orsaka
sundurlyndið? Þvi miður hygg ég að
svarið verði jákvætt, því að enda þótt
þeim fari óðum fækkandi, þá eru þeir
þó nokkuð margir, sem hugsa lítið sem
ekkert um sjálf málefnin, heldur ein-
göngu um mennina. Með öðrum orðum,
eru með eða móti tillögunum eingöngu
eftir því hverjir bera þær fram.
Þetta ástand hefir oft haft þær af-