Íþróttablaðið - 01.03.1948, Side 46
36
ÍÞRÓTTAB LAÐ I Ð
Haiidkiiattleikur
Reykjavíkur- og hraökeyimismeistarar Ármanns. Frá v. Aftari röö: Magnús
Þórarinsson, Jón Erlendsson,, Haukur Bjarnason, Kjartan Magnússon, Sigf. Ein-
arsson. Fremri röö: Bragi GuÖmundsson, Halldór Sigurgeirsson og Sigurður G.
Norödahl.
HANDKNATTLEIKSMÓT
REYKJAVÍKUR 1947.
fór fram í íþróttahúsi ÍBR við Háloga-
land 15. — 23. nóv. s.l. Þátttaka var
mjög mikií enda mun handknattleik-
urinn vera orðin fjölsóttasta íþrótta-
greinin í höfuðstaðnum.
Þar sem nokkuð langt er um liðið
og íþróttasíður dagblaðanna hafa lýst
mótinu allítarlega, þykir ekki ástæða
til að endurtaka það hér, verða þvi
aðeins birt heildarúrslit mótsins. Ann-
ars má segja það að handknattleikur
sé í stöðugri framför, einkum hefir
varnarspilið batnað frá því sem var.
Heildarúrslit urðu þessi: (L = leik-
ir, U = unnir, J = jafntefli og t
= töp).
Meistaraflokkur karla:
L
1. Ármann .... 5
2. Valur ...... 5
3. Fram ....... 5
4. í. R..... 5
5. K. R..... 5
6. Víkingur .. 5
U J T Mörk Stig
5 0 0 40:23 10
2 2 1 31:28 6
2 1 2 30:24 5
2 1 2 29:23 5
203 28:33 4
0 0 3 22:55 0
Meistaraflokkur kvenna:
L U .1 T Mörk Stig
1. Ármann .. .. 3 1 2 0 5:3 4
2. K. R .. 3 1 1 1 4:3 3
3. Fram .... .. 3 1 1 1 5:6 3
4. í. R .. 3 1 0 2 5:7 2
í L fl. karla vann ÍR með 3 stigum,
vann einn leik og gerði eitt jafntefli.
Ármann varð nr. 2 með 2 stig og Fram
nr. 3 með 1 stig.
2. fl. karla vann Víkingur með 9
stigum, vann 4 leiki og gerði eitt jafn-
tefli. Valur varð næstur með 8 stig. Þá
komu ÍR og Ármann með 5 stig, I\R
með 3 stig og Fram ekkert.
KR vann 3. fl. karla með 6 stigum,
vann alla sína leiki, Ármann hláut 4
stig, ÍR 2 og Valur ekkert.
2. fl. kvenna vann Fram með 2 stig-
um. KR hlaut ekkert. Fleiri kepptu þar
ekki.
Handknattleiksflokkur ÍR á Akureyri.
Laugardaginn 20. sept keppti karla-
flokkur ÍR við karlaflokk KA í hand-
knattleik og beið ósigur með 13:9.
Daginn eftir keppti kvennaflokkur ÍR
við Þórsstúlkurnar og beið einnig ó-
sigur, 0:0. Loks keppti karlaflokkur
úr ÍR við Þór og unnu ÍR-ingar með
19:4.
Henning Isachsen.
Um áramótin fór héðan Henning
Isachsen handknattleikskennari. Isach-
sen liefir verið hér um nokkurt skeið,
og annast kennslu í handknattleik
fyrir ÍR, Víking, ög Fram. Isachsen
er sjálfur g'óður liandknattleiksmaður
og þekkir leikinn út i æsar. Við kennslu
hans hefir það líka greinlega komið í
ljós að hann er fær um það starf.
Þau lið, sem hann hefir þjálfað, hafa
tekið stórum framförum, má þar t. d.
nefna þær glæsilegu framfarir er liðin i
Fram hafa tekið. Eftir því sem nemend-
ur hans liafa sagt hefir hann sérlega
gott vald á nemendum; er hvetjandi og
örfandi i leik og utan hans. Það var því
níikill fengur fyrir handknattleikinn
hér að fá Isachsen.
Isachsen var haldið samsæti áður en
hann fór, og var honum þakkað starfið
og sú von látin í ljós að hann mætti
sem fyrst koma hingað aftur.
Aðalfundur Handknattleiksráðs Rvíkur.
var haldinn 27. jan. s. 1. Form ráðsins,
Sig. Magnússon gaf skýrslu um s.l.
starfsár, og bar hún vott um mikið og
gott starf. M. a. var haldið dómaranám-
skeið með 11 þátttakendum og unnið að
stofnun sérsambands, sem bar þó ekki
árangur vegna þátttökuleysis. Þá hefir
ráðið leyft ÍR að bjóða liingað norsku
liði á næsta vori og ennfremur ákveðið
að senda Reykjavíkurlið til Noregs. —
Samþykkt var áskorun til ÍSÍ um að
leikir meistaraflokks karla í íslands-
mótinu yrðu 2x25 mín. samkv. alþjóða-
reglum og eitt lið keppi yið öll og öll
við eitt. Ennfremur var skorað á ÍSÍ að
beita sér fyrir því að félögin fái að ráða
til sín erlenda þjálfara án þes að leita
til íþróttakennarafélags íslands um
leyfi.
Ástæðan fyrir síðari áskoruninni mun
vera sú að íþróttakennarafélagið synj-
aði einni umsókn af 11 um erl. kennslu-
krafta s.l. ár á þeim forsendum að um-
ræddur hefði ekki kennaramenntun og