Íþróttablaðið - 01.03.1948, Síða 54

Íþróttablaðið - 01.03.1948, Síða 54
44 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ — 1 msar Það skal tekið fram, að efni þessa blaðs miðast við 1. marz og er því eigi getið þeirra íþróttavið- borða, sem gerst liafa í marz og apríl. næsta blað, apríl-maí- blaðið mun auk annars efnis birta frásagnir helztu i- iþróttavioburða í marz, apríl og maí. Undirbúningsnefnd fyrir landskeppn- ina við Norðmenn í frjálsum íþróttum. Frjálsíþróttasamband íslands (FRÍ) skipaði i febrúarmánuði 5 manna nefnd til þess að undirbúa og sjá um lands- keppnina við Noreg. í nefndinni eiga sæti 2 menn frá FRÍ, þeir Jóhann Rern- hard og Guðm. Sigurjónsson og einn frá hverju félaganna, ÍR, KR og Ár- manni, þeir Ingólfur Steinsson, Brynj- ólfur Ingólfsson og Jens Guðbjörnsson og er hann form. nefndarinnar. Heimsfrægir frjálsíþróttamenn koma hingað í maí. Það er nú ákveðið, að 5 heimsfrægir frjálsíþróttamenn muni koma hingað til Islands i lolc mai og keppa hér á hinu árlega EOP-móti, sem standa á í 2 daga að þéssu sinni. íþróttainenn- irnir eru: McDonald Bailey blámaður Knattspyrnumót: Knattspyrnumót íslands í meistara- flokki 7. - 25. júní. Mótið fer fram í Reykjavík. (Með tilliti til komu sænska Knattspyrnufélagsins Djurgaarden 9. - 11. júní, má gera ráð fyrir að byrjunar- dagur mótsins breytist). Knattspyrnumót íslands 1. fl. 21. júlí — 6. ágúst. Mótið fer fram i Hafnarfirði og Reykjavík. Hefst í Hafnarfirði og úrslit þar einnig. Knattspyrnumót íslands 2. fl. 9. - 27. ágúst. Mótið fer fram á Akureyri og í Reykjavík. Hefst á Akureyri og úrslit þar einnig. Knattspyrnumót íslands 3. fl. 23. júli - 7. ágúst. Mótið fer fram á Alcranesi og i Reykjavík. Hefst á Akranesi og úrslit þar einnig Knattspyrnusamband íslands ráðstaf- ar mótunum. fréttfr — frá Trinitad, átti bezta tíma ársins 1947 í 100 m. 10,3 og liefir hlaupið 200 m. á 21,2 sek. — Donald Finley, brezkur metliafi í 110 m. grindahlaupi á 14,1 sek., en hljóp s. 1. ár á 14,4 sek. — Douglas Harris frá Nýja Sjálandi methafi þar i 400 og 800 m. á 47,8 sek. og 1:49,4 mín. Er síðari tíminn sá bezti í heiminum s.I. ár. — Alan Patterson, 20 ára gamall skozkur methafi i há- stökki og sá bezti í Evrópu s.l. ár með 2,02 m. — H. G. Tarraway frá Bretlandi varð heimsmeistari stúdenta í 800 m. hlaupi 1947. — Fararstjóri íþróttamannanna verður Jack Crump, einn af forustumönnum frjálsra í- þrótta í Bretlandi, sem m. a. velur lið þeirra á Olympíuleikunum. Auk þess verða 2 blaðamenn með i förinni. Forseta í. S. í. boðið til St. Moritz. Á 36. afmælisdegi ÍSÍ 28. jan. s.l. fór forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage, flug- leiðis til St. Moritz til þess að sitja þar þing Alþjóöa-Olympíunefndarinn- ar, sem hófst þar 30. jan. Var hann gestur borgarinnar á meðan Vetrar- Olympíuleikarnir fóru fram. Olympíunefndin hélt fundi daglega meðan leikarnir stóðu. Aðalverkefni liennar var að endurskoða og hreyta Olympíureglunum, en mikill tími fór einnig í að ræða deilumál það, sem reis út af íshockey-keppni leikanna. í viðtali við íþróttablaðið kvað for- setinn framkomu og frammistöðu ísl. þátttakendanna hafa verið hina ákjós- anlegustu. Lagði hann ríka áherzlu á það, að íslendingar gætu tekið þátt í sem flestum alþjóðamótum, því að það hefði m. a. meiri þýðingu fyrir landkynningu okkar en marga grunaði. Á ferð sinni hitti forsetinn marga merka erl. íþróttaleiðtoga og íslands- vini m. a. Birgir Ruud. Báðu þeir allir að skila kveðju til ísl. iþróttamanna. Frá ritstjóranum. Rétt um það leyti, sem íþróttablað- ið var að fara í prentun, varð ágrein- ingur um smágrein, sem birtast átti i blaðinu. Voru ritstjóri og annar rit- nefndarmaöur sammála um birtingu greinarinnar, en hinn ritnefndarmað- urinn og meiri hluti blaðstjórnar á móti. Og þótt það sé að sjálfsögðu á valdi ritstjórans eins að ákveða efni og umbrot blaðsins, ákvað ég að fresta birtingu greinarinnar fyrst og fremst til þess að útkoma blaðsins tefðist ekki meiraæn orðið er. Auk þess mun mál það, er greinin fjallaði um, þegar vera kunnugt flestum íþróttamönnum, þar sem það hefir mikið verið rætt í blöð- um og á aðalfundum félaga og ráða og undirtektir verið mjög á einn veg. Annars álítur ritstjórinn það lítinn greiða við ÍSÍ og íþróttahreyfinguna í landinu, að íþróttablaðið sé látið þegja um allt, sem iniður kann að fara i störfum stjórnar ÍSÍ. Vissulega hafa stjórnarmenn ÍSÍ unnið mikið starf og þakkarvert en þeim getur þó skjátl- ast sem öðrum mennskum mönnum, og til þess eru blöð í lýðfrjálsu landi og þá sér i lagi sjálft málgagn íþrótta- manna að benda á slikt svo hægt sé að lagfæra það og koma i veg fyrir að það endurtaki sig. Þá má geta þess að forseti ÍSÍ, sem jafnframt er formaður blaðstjórnar, hefir sí og æ látið þá ósk i ljósi, að deilumál íþróttamanna væru rædd i íþróttablaðinu, en ekki í dagblöðunum, og gildir það væntanlega jafnt um stjórn ÍSÍ sem aðra aðila. Útgefandi : ÍÞRÓTTABLAÐIÐ H.F. Ritstjóri og afgreiöslumaöur : Jóhann Bernhard, Bar- ónsstíg 43 — sími 6665. Ritnefnd : Benedikt Jakobsson og Þorsteinn Einarsson. — Blaðstjórn : Ben. G. Waage, Kristj. L. Gestsson, Jens Guð- björnsson, Sigurjón Pét- ursson og Þorsteinn Ein- arsson. — Utanáskrift: Iþróttablaðið, Baróns- stíg 43, Reykjavik. Verð: Kr. 25.00 pr. árg. Kr. 3.oo pr. tbl. í lausasölu. Gjálddagi : 1. apríl ár hvert. HERBERTSprewt, Bankastræti 3 --------—---------------------------1

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.