Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 8
Er tímabært að endurskoða áhuga mannaregl- ur ÍSt og leyfa hálf- atvinnu- mennsku? Spurning íþrótta- blaðsins íþróttablaðið hefur leitað til Gísla Hall- dórssonar, forsetaí.S.1, Ingvars N. Pálssonar, varaformanns K.S.Í., Sigurdórs Sigurdórs- sonar, íþróttafrétta- manns og Elíasar Her- geirssonar, formanns Knattspymudeildar Vals, og spurt þá álits um áhugamannareglur Í.S.Í. og hugsanlegar breytingar á þeim. Svar Gisla Halldórssonar: Fyrir þremur árum var áhuga- mannareglum Í.S.Í. breytt á þann \eg. að nú er leyfilegt að greiða íþróttafólki sannanlegt vinnutap, sem það verðtir fyrir vegna þátt- töku í landskeppni eða tilsvar- andi keppni. Þó mega þær greiðslur til einstaklings eigi vera hærri en laun Dagsbrúnarverka- manns. Einnig var þá samþykkt að leyfilegt væri að greiða um kr. 180.00 á dag í vasapeninga með- an á ferð stendur. Þegar ritstjóri íþróttablaðsins spyr mig nú hvort rétt sé að breyta áhugamannareglunum í það horf, að leyfilegt sé að taka hér upp atvinnumennsku í íþróttum og greiða fyrir æfingar og keppni að verulegu leyti, þá tel ég slíkt ekki tímabært, enda þjóni það ekki tilgangi íþrótta- sambandsins. Gísli Halldórsson Samvkæmt lögum Í.S.Í. er sam- bandið stofnað til þess að skipu- leggja íþróttastarfsemi áhuga- manna í landinu. Ef nú ætti að taka upp atvinnumennsku að einhverju leyti tel ég það leiða til uggvænlegrar þróunar, sem myndi gjörbreyta starfsemi sam- bandsins á skömmum tíma til hins verra. Tilgangurinn með því að hafa l. S.I. samband áhugamanna er m. a. sá, að fá sem flesta til þess að æfa og iðka íþróttir af ást og áhuga, sér til heilsubótar og gleði. Þegar búið væri að inn- leiða atvinnumennsku myndi þessi þáttur úr sögunni, en pen- ingar orðnir alls ráðandi, sem myndi brjóta niður hinn góða fé- lagsanda og leikgleði. Þótt byrj- að væri með smáar upphæðir, myndu kröfurnar vaxa örara en nokkurn óraði fyrir. 32 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.