Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 28
Það er af, sem áður var Áhorfandi skrifar: „Ég er einmþeirra fjöldamörgu er hafði gaman af því að horfa á frjálsíþróttamótin fyrr á ár- um, eða á tímum Husebys og Clausenbræðra. Á þeim árum voru allir vellir fullir af æsku- mönnum við frjálsíþróttaæfing- ar, þúsundir sóttu mótin er þau fóru fram, og voru okkar menn óspart hvattir, og ekki til einskis, því þeir unnu afrek sem víða spurðust. Það er heldur sjaldan, nú á síðari árum, að ég leggi leið mína á frjálsíþróttamót. Tím- arnir eru breyttir. Nú munu fáir æfa : þessa skemmtilegu íþrótt, og er það miður, hvað sem veldur. Þá sjaldan ég hef farið til að horfa á frjálsíþróttamót á undanförnum árum, virðist sem svo, að okkur áhorfendum varði lítið um hvað er að ske á vell- inum, það má jú sjá nokkra kraftakarla kasta kúlu úti í horni, einhverja stökkva stangar- stökk hinum megin á vellinum, eða langstökkvara stökkva í gryfjuna beint fyrir framan stúkuna. Þetta er á sinn hátt gott og blessað, en sá galli er bara á, að engar upplýsingar eru gefnar um árangur keppenda fyrr en eftir dúk og disk, kemur þá ef til vill í ljós, að um spenn- andi og skemmtilega keppni hef- ur verið að ræða, keppni sem áhorfendur misstu hreinlega af en voru komnir til að sjá og heyra, og goldið fyrir. Mér hefur verið sagt af mönn- um er vel þekkja til mótahalds erlendis, að um leið og búið sé að mæla köst eða stökk, komi árangurinn í ljós á þar til gerð- um töflum, og unnt sé að sjá töl- urnar hvaðan sem er af áhorf- endabekkjum. Væri nú ekki reynandi fyrir forráðamenn íþróttamótanna í Reykjavík, að gangast fyrir því að áhorfendur gætu fylgzt með því sem er að gerast hverju sinni með því, að útvega slíkar töfl- ur? Ég sagði í upphafi, að fáir æfðu nú frjálsíþróttir. Samt sem áður tókum við þátt í lands- keppni í Danmörku í haust, og urðum síðastir, eins og sjálfsagt hefur verið búizt við. Til hvers er annars verið að fara í landskeppni, þegar við eigum ekkert frambærilegt lið? Þótt landslið okkar sé ekki sterkt, eigum við samt sem áð- ur nokkra mjög frambærilega íþróttamenn á alþjóðlegan mæli- kvarða, og eru það helzt kast- arar og stökkvarar. Því ekki heldur að gefa þessum mönnum tækifæri á að keppa við sína jafningja á Norðurlöndum, held- ur en að vera að fara út í von- lausa landskeppni? Þótt okkar menn hafi sigrað í tveim greinum í áðurnefndri landskeppni, og þrír aðrir staðið sig vel, fór lítið fyrir því 1 frétt- um, vegna þess, að hinir voru yfirleitt síðastir í sínum grein- um og meira lagt í það að af- saka frammistöðu þeirra er síð- astir voru, en geta um góða frammistöðu hinna. Góð frammi- staða fimm manna er skemmti- legri til afspurnar fyrir okkur ytra, en léleg hjá tíu. Ef íþrótta- menn eru sendir út, án tillits, hvort þeir æfa vel eða æfa ekk- ert, eða geti eitthvað eða ekki neitt, þá er slíkt mjög vafasamt til uppbyggingar á landsliði eða afrekum fyrir framtíðina. Fyrir nokkru var skýrt frá því, að 1 ráði væri að hefja áróður fyrir því að fá almenning til virkrar þátttöku í íþróttum. Var vitnað til annarra þjóða 1 þessu sambandi og reynslu þeirra, að- allega Norðmanna. Þar hefur slík herferð verið rekin um nokkurn tíma og mun hafa gef- izt vel. Það er mjög vel til fund- ið hjá íþróttaforustunni að fara inn á þessa braut, nú á tímum inniveru, 'hreyfingarleysis og sjónvarpsgláps, sem er að gera fjölda fólks heilsuveilt. í þessu sambandi er þó eitt sem ég hefi áhyggjur af. Eftir því sem mér hefur skilizt, er skortur nú þegar á æfingaað- stöðu, bæði innanhúss og utan. Ef vel tekst til með þessa her- ferð, eins og vonandi verður, verður þá aðstaða til þess að taka við því gífurlega álagi er verður t. d. í íþróttahús á vetr- um, eða á íþróttasvæði á sumr- um? Þetta held ég að forráða- menn ættu að athuga vel áður en af stað er haldið. Mikið er lagt upp úr því, að íþróttafólk hafi góðar aðstæður til æfinga og keppni. Slíkt er vissulega þýðingarmikið, en ann- að atriði er ekki síður veigamik- ið, en það er heil'brigt lífemi íþróttafólks (sem og annarra), og svefn og mataræði. Iðulega eru fluttir í Ríkisút- varpinu búnaðarþættir. Þar flytja sérfræðingar erindi um hvaða fóður sé vænlegast fyrir 52 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.