Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 14
Félag í sviosljósi: VlKINGUR Oft Tiefur óbyrlega blósió hjó Víkingum. Samt hafa liðsmenn ótt sína föstu fylgismenn, í blíðu og s+ríðu. Hér eru tveir þeirra, bóðir Víkingapabbar, Þorsteinn Eiríksson, faðir Eiríks, og Þorvaldur Magnússon faðir Magnúsar, en bóðir eru synirnir í aðalliði Víkings í meistaraflokki. Fyrir 70 árum þótti óravegur milli Suð- urgötu og Sogamýrar. Vegalengdin milli staðanna er hvorki lengri né skemmri nú en þá, en þó ólíkt greiðfærari nú, því auk annara leiða er hraðbraut komin milli þessara staða. Þessar nýju leiðir tengja saman tvo merkisstaði í íþróttasögu okkar lands. f Suðurgötunni — hjarta Reykja- víkur — tóku sig saman nokkrir drengir 1908 og stofnuðu félag er hlaut nafnið Víkingur. Þetta uppátæki strákanna í Suð- urgötunni og nágrenni hennar hefur markað merk spor í okkar íþróttasögu. Knattspyrnufélagið Víkingur stendur nú — tæplega sjötugt að árum — framar öðrum félögum í sviðsljósinu. Þetta gamla félag úr miðbæ Reykjavík ur hefur haslað sér völl á nýjum stað í einu af nýrri hverfum Reykjavíkur. + Félagið fagnar nú fleiri og fjölbreytt- ari sigrum á íþróttavöllum og leik- vöngum en nokkru sinni. ■fc í stjórnar- og félagsstörfum innan Víkings ólgar lífið. Hafnar eru framkvæmdir við að breyta malarvelli félagsins í grasvöll, en slíkt kostar 7 millj. kr. samkv. áætlun. Víkingar sækja nú fast á um leyfi til að reisa íþróttahús með nýju sniði fyrir 80—90 millj. kr. Víkingar hafa lokið við smíði nýs skíðaskála fyrir milljónir kr. Félagið hefur sagt upp leigjendum félagsheimilis félagsins og taka það nú allt í notkun fyrir yngri og eldri Víkinga. ■jf Víkingar stofnuðu 3 nýjar deildir á einu og sama árinu. -jc Víkingar hafa gert samning við Reykjavíkurborg um afnot fullkom- inna valla er borgin byggir í Foss- vogshverfi. Það er enginn krepputónn í máli for- ystumanna Víkings er rætt er við þá í dag. Þeir reka sig víða á veggi í kerfinu og þeir leyna því ekki að margt sé erfitt að sækja og fá. En þeir leika djarfan sóknarleik, og af þeirri upptalningu, sem hér að ofan er skráð má sjá að þeir skora og skora, og þeir fara eftir gömlu kenningunni „sókn er bezta vörnin.“ Víkingur á misjafna sögu að baki, jafn- vel mislitari og erfiðari ár en nokkurt annað Reykjavíkurfélag hefur átt. Framan af voru gullaldar ár. Það unnust margir sigrar og Víkingar báru oft ægishjálm yfir aðra og í úrvalsliðum fyrri tíma voru margir Víkingar. Það voru í raun landslið okkar í knattspyrnu þá, þó úrvalsliðin bæru ekki landsliðsheitið fyrr en 1946 er fyrsti knattspyrnulandsleikurinn var leik- inn. En fyrirliði landsliðsins þá, Brandur Brynjólfsson, var, er og verður Víkingur. Á undan honum og eftir voru margir er gerðu Víkingsgarðinn frægan. Ljóminn er þó mestur um stofnandann Axel Andrésson. Hann leiddi ekki aðeins Víkinga á bemskuárunum og var formað- ur félagsins fyrstu 16 árin, heldur var hann einn bezti „landnámsmaður,, knattspyrnu er starfað hefur á fslandi. Hann kenndi ótal æskumönnum íþróttina eftir sérstöku kerfi, er hann sjálfur skóp og laðaði þá að íþróttinni á þann hátt að hinir ungu fengu nýja innsýn til íþróttarinnar, fylltust áhuga, fundu gleði og ánægju í leik, en öðluðust jafnframt skilning á að íþrótta- völlurinn er ekki aðeins afmarkaður knattspyrnuvöllur eða annar leikvangur íþrótta, heldur lífið sjálft og einnig þar — utaii vallar — ber að vinna og keppa að settum takmörkum og sýna áhuga og drengskap í hvívetna. Það er því með stolti sem Víkingar hafa enn í flestum sínum salarkynnum mynd af Axel Andréssyni. Margir hafa síðan haldið um stjórnar- tauma hjá Víking. Það hefur oft verið erfitt og það má með sanni segja að það er kraftaverk að sá neisti, sem kveiktur var í Suðurgötunni og miðbænum 1908 skuli lifa enn. En kraftaverkin eru mörg í íþróttasögunni og þau eru að gerast enn. Víkingar geta glaðst yfir því. að í dag ber ávöxt sameiginlegt átak hinna eldri og hinna nýrri og yngri félaga — í nýju landnámi gamals félags. Nýir sigrar bæði á völlum og utan vallar. Það er aftur vor og dýrðartímar hjá Víking. Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaður í Sportval að Laugavegi 116 tók við for- mennsku í Víking 1973. Það er ekki á aðra hallað þó sagt sé, að sá eldmóður sem nú er í félagsstörfum Víkings sé tendraður af honum. Við fengum hann með okkur inn á félagssvæði Víkings til spjalls um félagið og það sem efst er á baugi hjá Víkingum í dag. Er við ókum Hæðargarðinn í sveig um félagssvæði Víkings, sagði Jón Aðalsteinn okkur, að hann hefði leikið með liðum Víkings frá 1946 til 1952. Hann var lengi miðherji félagsins og var það t.d. í sögu- frægum leik við ÍA, árið sem Akurnesing- ar fyrst urðu íslandsmeistarar. Jón Aðal- steinn skoraði þá þrjú mörk fyrir Víking á fyrstu 15 eða 20 mínútum leiksins, en svo fór að Akurnesingar unnu 4:3. Jón Aðal- steinn keppti líka í stuttum hlaupum. Hann heldur því fyrr en nú verið sprett- harður fyrir Víking — en kannski aldrei sem einmitt nú. — Já, þeir komu til mín Sigurður Jóns- son og Þorlákur Þórðarson og lögðu fast að mér að taka við formennsku í félaginu. Ég lét undan og lofaði konu minni að ég myndi standa í þessu í tvö ár. Þau eru nú liðin og aðalfundur er framundan. En ég 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.