Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 15

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 15
hef látið tilleiðast að vera áfram í kjöri. Ég svík því þetta loforð við konu mína eins og nokkur önnur. En það eru svo mörg járn í eldinum, að það verður að kýla málin áfram. f félagsheimilinu fylltu smástrákar marga sali. Sumir voru að fara á æfingu, aðrir dvöldu við tómstundaspil. En það mátti sjá, að strákarnir voru mjög ánægðir með þetta annað heimili sitt. Jón Aðal- steinn sýndi okkur með stolti borðtennis- sal, þar sem uppi stóðu fjögur nýtísku borðtennisborð. Á veggjum voru tugir eða hundruð oddfána erlendra og innlendra liða, sem Víkingar hafa att kappi við — og að sjálfsögðu mynd af Axel Andréssyni stofnanda félagsins. Borðtennisborðin má leggja saman og fjarlægja með lítilli fyrir- höfn og þá er þetta samkomusalur félags- ins, þar sem er dansað, spilað og telft. — Við erum nú að taka allt heimilið fyrir Víkinga og starfsemí félagsins, sagði Jón. Reykjavíkurborg hefur haft það á leigu fyrir skólahald. Víkingar hafa vart haft þar aðra aðstöðu en íbúð fyrir hús- vörð. Leigutekjur voru ekki nema u.þ.b. helmingur af þeirri leigu sem Víkingur greiddi Reykjavíkurborg fyrir tíma félags- ins í íþróttasal Réttarholtsskóla. Þetta var því léleg fjármálapólitík. Það var ekki aðeins að leigt væri ódýrt, heldur var útilokuð næstum öll félagsstarfsemi í húsi félagsins. — Hérna eru búningsklefar og böð sem við höfum sett upp, hélt Jón Aðalsteinn áfram er við gengum um húsið. Þetta er ófullkomið en betra en ekkert. Við lokað- ar dyr (herbergi sem borgin hefur enn á leigu) sagði Jón að sett yrði upp billiard- borð er félagið á. Hér á að verða félags- heimili allra Víkinga, eldri sem yngri. í stjórnarherbergi settumst við að spjalli. Á borði lá þykk vélrituð skrá, félagsskráin, sagði Jón. Hún telur nú um 1800 félaga og ber mest á yngstu árgöng- unum í handbolta og fótbolta. En þar eru nöfn allra frá stofnun, allir árgang- ar. Elztur er Helgi Eiríksson fyrrum bankastjóri. Hann telst meðal stofnenda. — Því miður vantar nöfn margra í þessa skrá, sagði Jón Aðalsteinn. Það hefur slitnað samband við stóran hóp Víkinga á ýmsum árum. Jafnaldrar mínir, og mér eldri félagar, hafa ,,horfið“. Mín tengsl við félagið slitnuðu t.d. í 15—20 ár frá keppn- isárum mínum þar til ég var lokkaður til stjómarstarfa. Slíkt þarf að koma í veg fyrir og við þurfum að ná í alla Víkinga frá öllum árum. Jón kvaðst ætla að flutningur félagsins til nýrra slóða hafi haft áhrif á þessi „slit“ tengsla við félagið, en hafi þó ekki verið afgerandi afl. Félagsleg aðstaða til að hittast, án þess að í keppni væri, var stóri þátturinn í slitum tengslanna. KR—Valur hafa t.d. haft slíka félagslega aðstöðu um áratugaskeið. Þar hefur ávallt verið mikið og gott samband milli eldri félaga og félagsins til ómetanlegs stuðnings við framfarir á öllum tímum. Flutningurinn var mjög jákvætt spor, hélt Jón Aðalsteinn áfram. Hann var í sjálfu sér geysilegt átak. En þetta átak unnu forystumenn félagsins frá fyrri tím- um og verður það seint þakkað. Er þeir komu hingað í nýtt hverfi, sem í stórum dráttum takmarkast af Stóragerði að vest- an og Skeiðvelli að austan og nær því yfir allt Bústaðahverfi og Fossvog, var þeim vel tekið af íbúum svæðisins. Þarna var fólk, sem frá upphafi var reiðubúið að rétta félaginu hjálparhönd við að skapa ungu kynslóðinni vettvang til íþrótta- og tómstundaiðju. Þetta fólk var úr ýmsum öðrum félögum, aðflutt í þetta hverfi úr öðrum bæjarhlutum, en það gerði sér grein fyrir að Víkingur lagði í fóstru- og uppeldisstarf fyrir það sjálft. Það var þvi strax með og styrkti Víking í smáu og stóru til uppbyggingarstarfsins. — Og hvað var Víkingur, þegar þú tókst við formannsstörfum? — Víkingur átti mikið af góðu fólki að. Félagið átti malarvöll og aðstöðu góða til Æskustöðvar knattspyrnufélagsins Vík- ings eru í miðbænum í Reykjavík. Það voru nokkrir strákar í Suðurgötunni og næsta nágrenni, sem stofnuðu félagið. Sagan segir að félagið hafi verið stofnað á tröppunum í Suðurgötu 10. Þar átti Axel Andrésson heima hjá foreldrum sínum. Axel var hvatamaðurinn að stofnun fél- agsins, þó hann væri aðeins 12 ára gamall er hann stofnaði félagið. Hann varð fyrsti formaður þess og gengdi því starfi ásamt þjálfarastörfum fyrstu 16 æviár Víkings. Hann var og knattspyrnudómari í 15 ár (1919—1933). Vegna Axels og stofnfundarins verður Suðurgata 10 dýrmæt minning gömlum Víkingum. Eftir lát foreldra Axels bjó systir hans, Guðrún og maður hennar O. Kornerup Hansen í húsinu lengi. O. Kornerup Hansen rak þar lengi firmað Fönix og á síðari árum reisti hann og synir hans táknmynd Ásmundar af fuglinum Fönix á lóð hússins. Fuglinn Fönix er tákn hinnar rísandi sólar samkvæmt egypskri goðsögn. Sagan segir að hinn aldni fugl hafi sjálfur eytt sér í eldi til þess á ný að rísa upp úr öskunni til nýs lífs. Það eru engin tengsl milli þess sem gerðist á tröppum Suðurgötu 10 árið 1908 og styttunnar á lóð hússins, — aðeins tilviljun. En skemmtileg tilviljun, því Vík- ingur, sem á tröppunum var stofnaður, er risinn til nýs lífs í Bústaðahverfinu. Félagsheimili Víkings í Bústaðasverfi. Þar hefur reynzt vera hin bezta „gróðrarstöð" fyrir félagið, en gerist nú fullþröngt fyrir starfsemina. 7

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.