Íþróttablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 19
Víkingur
kemur grasvöllur á okkar gamla malar-
velli, hvort sem við fáum stuðning til þess
eða ekki. Víkingsliðið verður og skal fá
grasvöll. Til þess þarf röralögn í völlinn er
tekur við yfirborðsvatni. Verður hún falin
í skurðum, sem grafnir eru með þriggja
metra millibili þvert yfir völlinn. Skurð-
irnir eru síðan fylltir með sérstakri möl.
Völlurinn er síðan hækkaður um 40 cm.
Er það 30 cm malarlag og síðan 10 cm.
moldar- og torflag. Stuðningur við þessa
framkvæmd komst á fjárlög 1974. Borgin
greiðir 70—80% af kostnaði sem áætlaður
er 7 millj.kr. Borgin fær síðan endur-
greiðslu frá ríkinu.
- Nýtt íþróttahús.
Þá er í athugun bygging íþróttahúss.
Spurningin er nú, hvort við fáum að
byggja eins og við viljum og þá kostar
íþróttahúsið um 85 millj. kr., eða hvort við
verðum neyddir til að byggja eins og
íþróttanefnd ríkisins vill að byggt sé en þá
kostar húsið um 200 milljónir kr.
Þessi mikli mismunur liggur í því að við
viljum byggja stálgrindarhús og/eða
strengjasteypuhús, sem enn hafa ekki
fengist samþykkt hjá íþróttanefnd ríkisins.
Slík hús eru notuð um allan heim og
viðurkennd. Við höfum tilboð í stálgrind-
arhús, sem við getum fengið lánað til
10—15 ára. Þau er að finna um öll Norð-
urlönd, Mið-Evrópu, Bandaríkin og Kan-
ada. Húsin eru bandarísk að uppruna frá
Butler. Eitt slíkt hús er reyndar á fslandi.
Það er á Keflavíkurflugvelli og í því er
sundhöll varnaliðsins. Stórglæsilegt hús.
Fengjum við að reisa slíkt hús yrði það ca
35x60 m að flatarmáli. Við höfum meira
að segja gert áætlanir um nýtingu hússins
m.a. með tennisvöllum og húsnæði fyrir
nýjar og hér óþekktar greinar fyrir hina
eldri, t.d. ,,squash.“
- Við stefnum að stórum sigrum
— En hver eru áformin á sjálfu íþrótta-
sviðinu?
— íslandsmeistarar Víkings í hand-
knattleik verja sinn titil að ári og munu
væntanlega halda honum. Flokkurinn
snýr sér núna að undirbúningi fyrir þátt-
töku í Evrópukeppni meistaraliða, sem
hefst í september. Æfingar byrja snemma
eða í júní/júlí. Þar er áhuginn mikill.
Hvað knattspyrnuliðið snertir er ég per-
sónulega óánægður ef Víkingar verða ekki
í 1. til 3. sæti í sumar í 1. deild. Við
leggjum ekki sérstaka áherslu á Reykja-
víkurmótið, þó við reynum að verja titil
okkar þar. Aðaláherslan verður lögð á val
á mönnum fyrir fslandsmótið. Það er úr
38 manna hóp að velja, sem æfir mjög
stíft. Yngri flokkar beggja deilda fylgja í
kjölfarið.
★
Við litum til verðlaunaskápsins veglega
í stjómarherbergi Víkings. Skápurinn var
keyptur fyrir gjafafé er Víkingur fékk í
afmælisgjöf þá er félagið varð 60 ára. I
honum er rúm fyrir fslandsbikarinn í
knattspyrnu og jafnvel fleiri bikara, enda
munu Víkingar hafa hug á að vinna marga
slíka.
— Já, ef það skortir meira skáparými
fyrir verðlaunagripi, þá verjum við gjafa-
fénu á 70 ára afmælinu 1978 til frekari
skápakaupa — eða þá styrkjunum frá
hinu opinbera, ef þeir hækka ekki fyrir
þann tíma, sagði Jón Aðalsteinn Jónasson
hinn sókndjarfi miðherji og formaður
Víkings að lokum.
Linguaphone
bú getur lært nýtt tungumal á 60 tímum
LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt
tungumál á sambærilegan hátt og þú læráir ísienzku.
Þú hlustar, þú skilur og talar síöan. Þú hefur meófædd-
an hæfileika til aó læra ad tab á þennan hátt. A ótrú-
lega skömmum tímanemurþú nýtt tungumál, þér til
gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur
sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu
upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió
ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió
í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra.
LINGUAPHONE tungumálanámskeió
á hljómplötum og kassettum
Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656
11