Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 21

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Page 21
Frjálsar íþrbttír Hvar stöndum við? — Rætt við Örn Eiðsson, r formann FRI Ritstjórn íþróttablaðsins hefur ákveðið að gera starfsemi sérsambanda ÍSÍ nokkur skil í blaðinu, en verkefni þeirra og þýðing innan íþróttahreyfingarinnar fer ört vax- andi. Alls eru sérsamböndin nú 15 að tölu og þó eru aðeins rúm 30 ár síðan það fyrsta var stofnað. Eitt af eldri sérsam- böndunum er Frjálsíþróttasamband Is- lands, sem stofnað var fyrir tæpum 28 árum. Starf þess hefur ávallt verið þrótt- mikið og blómlegt og sennilega getur engin íþróttagrein, sem hérlendis er iðkuð státað af jafnmiklum afrekum og frjálsar íþróttir. Má þar nefna þrjá Evrópumeist- aratitla, olympískan verðlaunapening, þann eina, sem Islandi hefur hlotnast, fjölmarga Norðurlandameistaratitla, sigra í landskeppni við margar þjóðir, heims- metsjöfnun (hástökk án atrennu), Norður- landamet o.fl. íþróttablaðið átti fyrir skömmu eftirfarandi viðtal við formann FRÍ, Örn Eiðsson, en hann var fyrst kosinn í stjórn sambandsins 1954 og starf- ar nú 7. árið sem formaður eða lengur en nokkur annar. Brynjólfur Ingólfsson var 6 ár formaður FRÍ. — Hvert er nú megin starfssvið stjórnar FRÍ? — Það er mjög fjölþætt, en samkvæmt lögum sambandsins er það m.a. eftirfar- andi: að framkvæma ályktanir Frjáls- íþróttaþings, að vinna að eflingu frjáls- íþrótta í landinu, semja leikreglur og reglugerðir, líta eftir því, að lög og leik- reglur FRÍ séu haldin, skera úr ágreiningi um frjálsíþróttamál, og raða niður og ákveða stað og tíma fyrir landsmót og alþjóðamót, sem haldin eru á Islandi. Þá kemur FRI fram erlendis fyrir hönd frjáls- íþrótta í landinu, staðfestir Islandsmet í frjálsum íþróttum og löggildir frjáls- íþróttadómara. Ýmislegt fleira fellur til, sem lítið er getið í lögum FRÍ, en þar ber hæst fjáröflun, en sá þáttur starfseminnar tekur sennilega orðið mestan tíma stjórn- armanna. — Þú minnist á fjármálin, þau hafa verið töluvert í sviðsljósinu undanfarið, sérstaklega hjá ykkur í Frjálsíþróttasam- bandinu. Er fjárskortur sérsambandanna þeirra alvarlegasta vandamál? — Án nokkurs vafa er skortur á rekstr- arfé þeirra alvarlegavandamál. Staðreynd- in er einfaldlega sú, að verði ekki eitthvað gert af hálfu opinberra aðila í þeim efn- um, mun afreksgeta íslenskra íþrótta- manna og kvenna minnka jafnt og þétt og að lokum fara svo, að íslendingar geta ekki teflt fram íþróttafólki á erlendum vettvangi með viðunandi árangri. Þau framlög, sem sérsamböndin fá frá opin- berum aðilum eru svo hlægilega lág, að þau nægja rétt fyrir húsaleigu, símakostn- aði, verðlaunapeningum o.þ.h. Starfinu er haldið gangandi með betli hjá fyrirtækj- um og einstaklingum, svo og með taum- lausri sjálfboðavinnu áhugamanna, en slíkt gengur bara ekki til lengdar. Við í stjórn FRl höfum reynt að krafsa í bakk- ann, en margir þýðingarmiklir þættir starfseminnar hafa verið vanræktir vegna fjárskorts og skorts á fólki, sem fórnað getur tíma til íþróttanna án greiðslu. Má þar nefna þjálfun, útbreiðslu og dómara- mál. — Nú hafa umsvif FRÍ á síðustu árum aukist töluvert, hvernig hafið þið komið þessu í verk? — Við sem nú sitjum í stjórn FRl höfum aukið töluvert samskiptin við út- lönd, þeir íþróttamenn sem mest og best æfa verða að fá verkefni að glíma við. Yngra fólkið hefur einnig fengið sitt, má þar nefna Andrésar Andarleika og Þrí- þraut FRI' og Æskunnar, en þeir bestu úr þeim hafa fengið utanferðir og staðið sig með sóma. Það erfiðasta í starfi okkar er, að nær ógjörlegt er að gera áætlanir fram í tímann af neinu viti, þar sem tilviljun ein Öruggasta áætlunin er sennilega sú að gera sem minnst. — Hvernig er aðstaða til iðkunar frjáls- íþrótta hérlendis? — Hún er vægast sagt afleit. Boðlegir vellir eru hér í Reykjavík, svo er verið að ljúka við velli í Kópavogi og Hafnarf. Þá er nýr völlur á Selfossi allgóður og einnig má nefna Akureyrarvöllinn, sem því mið- ur er í niðurníðslu hvað frjálsar íþróttir varðar. Þá eru upptaldir vellir, sem bjóða upp á lágmarksaðstöðu, en nú er hvergi kominn völlur með margumtöluðu gervi- efni, tartan, sem Evrópusambandið gerði nýlega að kröfu, til að lönd fái að halda mót á þess vegum. Slíkar brautir eru nú komnar í öll Evrópulönd nema Island og e.t.v. Luxemburg og Möltu. Um boðlega innanhússaðstöðu er hægt að vera fáorð- ur, hún er nær engin, nema æfingavöllur- inn undir stúku Laugardalsvallar. — Ekki er nú hægt að segja, að þú sért bjartsýnn á framtíð frjálsíþrótta í landinu? — Því miður er ég það ekki, og þá miða ég fyrst og fremst við uppbyggingu afreks- íþrótta. Menn eru að sjálfsögðu ekki á eitt sáttir hvert stefna beri með iðkun íþrótta. Sumum finnst of mikið gert fyrir keppnis- fólkið, keppnin sé svo mikið aukaatriði. Hér er um býsna algengan misskilning að ræða, þeir sem eru í forystunni í íþróttun- um eru allir hlynntir almennri íþróttaiðk- un, en jafnframt verðum við að hugsa um þá fáu, sem koma fram fyrir hönd lands- ins í keppni við aðrar þjóðir, bæði á Olympíuleikum, Heimsmeistaramótum, Evrópumótum o.s.frv. I okkar viðsjár- verða heimi er fátt þýðingarmeira sem stuðlar að skilningi og friði þjóða í miili en íþróttirnar. Einnig eru frábærir afreks- menn þjóðum mikil landkynning, ekki síst smáþjóð eins og okkur íslendingum. Þeim fjármunum, sem varið er til íþrótta, hvort sem um er að ræða trimm eða afreks- ræður hve mikils fjár er aflað hverju sinni. íþróttir, er vel varið. Finnbjörn Þorvaldsson kemur fyrstur að marki í 100 m. hlaupi á NM í Stokkhólmi 1949 á 10,6 sek. Annar er Norðmaðurinn Bloch og Svíar eru í þriðja og fjórða sæti. Fimmti í hlaupinu varð Guðmundur Lárusson. 13

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.