Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 25

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 25
Ári5 1949 fór fram í Stokkhólmi keppni í frjólsíþróttum milli Svía annarsvegar og úrvalsliðs hinna Norðurlandanna hinsvegar. í einni grein, 200 m. hlaupi, var þó hrein sænsk-íslensk keppni. Verðlaunahafarnir urðu allir íslenskir, Finnbjörn Þorvaldsson í miðið sigurvegari, Guðmundur Lórusson annar og Haukur Clausen þriðji. til þeir hafa snúið við í síðasta sinn (eftir 75 m.), þá tekur Guðm. lokasprettinn og skríður fram úr Belsby. Ólafur tekur líka endasprettinn og hann ekki af lakara taginu því að á síðustu 10 metrunum tekst honum öllum á óvart að komast fram fyrir þá báða. Belsby og Guðmund! Þar með tryggðu íslensku baksundsmennirnir okk- ur sigurinn í þessu óvenjulega spennandi sundi og jafnframt sigurinn í sjálfri lands- keppninni. Sigrarnir styrkja þjóðareiningu Islendinga. I lok júnímánaðar 1951 unnu íslending- ar mikla íþróttasigra, eins og mörgum er enn í fersku minni. íþróttablaðið ræddi sigrana í leiðara undir heitinu „Sigrarnir styrkja þjóðareiningu Islendinga“, en þar segir m.a.: Föstudagsins 29. júní 1951 mun lengi minnst í íþróttasögu landsins. Það er mik- ill sigurdagur Islendinga. Þann dag luku íslendingar landskeppninni við Dani og Norðmenn með glæsilegum sigri yfir báð- um þjóðunum. Og hér heima sigruðu íslenzkir knattspyrnumenn Svía í lands- leik, skömmu eftir að sigurfregnir frá Noregi höfðu borizt heim. í landskeppn- inni í Osló voru úrslit þessi: ísland 113‘/2 stig — Danmörk 98'ú Island 110'/2 stig — Noregur IOF/2 Noregur 118'/2 stig— Danm.93‘/2 En í knattspyrnulandsleiknum sigruðu íslendingar með 4 mörkum gegn 3. Þjóðin fagnaði innilega þessum afburða afrekum sona sinna, og mátti með sanni segja, að „gleðin skein á vonarhýrri brá“, hvar sem menn hittust og ræddu atburði dagsins. Þessir atburðir tengja okkur sem þjóð, það er hrifning um breiðar byggðir lands- ins á þessum fögru dögum ársins, sannar- leg þjóðargleði. Til þessarar einlægu gleði finnum við fyrst og fremst af því að við erum sérstök og sjálfstæð þjóð. Ef við værum það ekki, myndum við ekki finna til þeirrar aldýru gleði, sem felst í því að samfagna hverjum sigri landans á hvaða sviði sem er og hvar sem er. Þessi tilfinn- ing hyrfi eða yrði mjög sljó, ef við berð- umst okkar baráttu undir öðrum þjóðfána en okkar eigin, segjum t.d., ef drengimir okkar hefðu gengið inn á völlinn undir danska fánanum og sigrað sem hluti af Danaveldi. En því er þetta sagt hér, að þeir atburðir eru ekki langt undan, að íslenzkir íþróttamenn voru skyldaðir til að ganga inn á Ólympíuleikvanginn í Stokk- hólmi 1912 í miðjum danska flokknum. En íþróttamennirnir neituðu þessu og komu því ekki fram fyrsta daginn. Sneru þeir sér þá til verndara leikanna, Frakkans Coubertin, með tilmælum um, að íslend- ingar mættu framvegis verða sjálfstæð samvinnuþjóð að Ólympíuleikunum. Tók hann því vel. Slíkra atburða má jafnan minnast til þess að vera á verði í sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar. Og sigrar íþrótta- manna okkar á erlendum vettvangi, eru sérlega vel fallnir til þess að vekja og viðhalda samstillingu þjóðarinnar. Olympíumet. Árið 1956 verður ávallt talið merkisár í íslenskri íþróttasögu, en þá hlaut ísland sinn fyrsta og eina olympiska verðlauna- pening til þessa, er Vilhjálmur Einarsson varð 2. í þrístökki. Leikamir fóru fram í Melbourne í Ástralíu og hér koma glefsur úr grein fararstjórans, Ólafs Sveinssonar, sem birtist í desemberblaði íþróttablaðs- ins 1956: Við íslendingar gengum inn á leikvang- inn næstir á eftir Ungverjum, og næstir á undan Indverjum. Þetta var allmikil þol- raun, því heitt var í veðri, en til allrar hamingju dró öðru hvoru ský fyrir sólu. Þótt ástæða hefði verið til að hlífa Hilmari við þessu, var þess ekki kostur vegna þess, hve fámennir við vorum. Margir hinna stærri þjóða leyfa þeim mönnum sínum, er keppa eiga daginn eftir, að komast hjá að taka þátt í inngöngunni. Hilmar skildi þetta og fór því ekki fram á slíkt. Vil- hjálmur var fánaberi okkar. Hann kunni nokkuð til þessa starfs, því hann hafði einhverntíma verið fánaberi áður, og þótti fánakveðja hans takast mjög vel. Tók öll athöfnin um 6 klst. frá því við fórum úr Ólympíuþorpinu þar til við komum „heim“ aftur. Hilmar keppti svo í 100 metra hlaupinu daginn eftir. Hann var í 1. riðli, á 3. braut. Eftir tvö misheppnuð viðbrögð — sem Hilmar átti ekki hlutdeild í — komust keppendur vel og jafnt af stað. Hilmar virtist hafa í fullu tré við keppinauta sína og hljóp ágætlega. En hann varð 3. í mark og missti þar með rétt til að taka þátt í næstu undanrás. Hafði meiðslið tekið sig upp í viðbragðinu og hindrað hann frá byrjun. Hilmar var haltur fyrst á eftir, og var þá bersýnilegt, að þýðingarlaust var að láta hann taka þátt í 200 metra hlaupinu. Gunnar Huseby kom mjög við sögu í landskeppninni 1951. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.