Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 30
íþróttimar og æskan
Yngstu knattspyrnu-
menn Breiðabliks
sóttir heim
Það hefur löngum verið venja, er nálg-
ast sá tími að knattspyrnan fer að hefjast,
að áhugamenn fari að bollaleggja um
möguleika þessa eða hins liðsins. Er þá í
flestum ef ekki öllum tilfellum átt við lið
í 1. og 2. deild. Blöðin leita frétta hjá
þjálfurum þeirra og leikmönnum og sjá
okkur yfirleitt vel fyrir fréttum úr þeim
herbúðum. En það eru fleiri sem keppa en
kapparnir, sem eru í hópi hinna bestu og
er þar átt við strákana í yngri flokkunum,
sem einnig berjast um sína meistaratitla,
en er sjaldan getið í blöðum og öðrum
fjölmiðlum. Þeir eru einnig famir að búa
sig undir átök sumarsins og ekki af minni
alúð, en þeir sem eldri eru.
Þeir eru margir, sem halda því fram, að
skemmtilegustu knattspyrnuleikirnir séu
einmitt leikirnir í yngri flokkunum. Þar er
leikið af sönnum áhuga og eldmóði og
hvergi gefið eftir.
Hvernig væri nú að leita frétta úr þeirra
herbúðum og skoða hvað þar er að gerast?
Okkur fannst því ekki illa tilfundið að
halda í Kópavog, en þar eru nú geymdir
þrír bikarar, sem yngstu leikmenn Breiða-
bliks höfðu með sér heim eftir sigra í
landsmótum 3., 4. og 5. flokks á s.l. sumri.
Þessir sigrar vöktu mikla athygli, enda
hefur ekkert félag gert slíkt áður.
Það var á sunnudagsmorgni, er við
komum í Kársnesskólann, en þar stóð yfir
æfing fyrir þá yngstu, 6—10 ára. Fjöl-
mennt var á æfingunni og greinilegt var,
að margur snáðinn þar, sem ekki var hár í
loftinu, kunni ýmislegt fýrir sér í íþrótt-
inni. Þeir sem sáu um þjálfunina voru
tvíburarnir Siggi og Gummi, sem báðir
eru leikmenn í 3. flokki, og komu báðir
mjög við sögu í leikjum Breiðabliks í
fyrra, þá í 4. flokki. Þeir voru ekki í
neinum vandræðum með að hafa stjóm á
þessum stóra hóp, sem þama var.
Við náðum tali af einum drengjanna og
kvaðst sá heita Gunnar Gylfason, og vera
10 ára. Hann sagði okkur, að hann væri
búinn að leika knattspyrnu í tvö ár í 6.
flokki, en þá vantaði fleiri leiki. Við
lékum bara tvo leiki í fyrra og unnum þá
báða, sagði hann, en það var við Akranes
og Stjörnuna.
— Hvaða stöðu leikurðu?
— Ég var bakvörður í fyrra, en nú er ég
Gunnar Gylfason — 10 óra — það vantar
fleiri leiki fyrir 6. flokk.
að hugsa um að fara í framlínuna, því ég
held að það sé skemmtilegra þar.
Samtalið gat ekki orðið öllu lengra, þar
sem komið var að hans liði að leika og
hann hafði öðrum hnöppum að hneppa,
en að tala við einhvern bláókunnugan
mann.
Þegar æfingu 6. flokks lauk, komu 5.
flokks strákamir inní salinn með þjálfara
sínum, Jóni Inga. Þar var ekki verið að
tvínóna við hlutina og strax byrjað að æfa
og leika.
I hópi 5. flokks strákanna könnuðumst
við strax við einn snaggaralegan snáða,
Ingvaldur Gúsafsson 11 óra. — Er einn
eftir úr 5. flokks liðinu frá í fyrra.
sem var með í sigurliðinu i 5. flokki í fyrra
og tókum við hann tali. Sagðist hann heita
Ingvaldur Gústafsson og vera 11 ára. Þetta
er þriðja árið mitt í 5. flokki, sagði hann,
en kvaðst hafa byrjað að leika knattspyrnu
7 ára.
— Hvernig heldurðu að gangi að verja
titilinn frá í fyrra?
— Það verður erfitt, þar sem allir úr
liðinu gengu upp í 4. flokk nema ég og
tveir eða þrír varamenn. En það koma
margir góðir í staðinn, þannig að það er
ekki ómögulegt að við komum til með að
standa okkur vel.
— Hefur verið vel æft í vetur?
— Já, við höfum æft mjög vel í allan
vetur, bæði úti og inni og það hafa verið
þetta um 40 strákar á hverri æfingu.
Að lokum sagði hann okkur, að hann
ætlaði að halda áfram að æfa knattspyrnu
og leika með 1. deildar liði Breiðabliks
þegar þar að kæmi, enda yrðu Blikarnir
komnir í 1. deild strax á næsta ári. Um
það sagðist hann vera sannfærður.
Að þessu sögðu hélt Ingvaldur í hóp
félaga sinna og æfingin hélt áfram. Það
var sparkað og skallað. Lið fögnuðu
mörkum er knötturinn söng í netinu, en
aðrir voru ekki eins borubrattir er þeir
sóttu hann í eigið mark og hófu leik á ný á
miðjunni.
Jón Ingi þjálfari sagði okkur að áhugi
væri mikill á æfingum og sagðist horfa
bjartsýnn fram á sumarið.
Frá Kársnesskóla héldum við að Vallar-
gerðisvelli, en þar stóð einnig yfir æfing
hjá 3. flokki. Hinn kunni knattspyrnumað-
ur úr Breiðabliki. Guðmundur Þórðarson
var úti á vellinum með stóran hóp
22