Íþróttablaðið - 01.04.1975, Síða 36
Frægir íþróttamenn
Hugsa um hvert mót sem ir
Á s.l. ári gerðist það dag nokkurn í
Svíþjóð, að helmingur þjóðarinnar 4
milljónir manna vöktu til kl. 4 um morg-
uninn til að hlusta á útvarp. Ástæðan var
ekki kosningarúrslit, eins og margir gætu
freistast til að geta upp á, því að engar
kosningar voru í Svíþjóð í fyrra. Nei,
ástæðan var 18 ára gamall Svíi, sem er
orðinn þjóðhetja í heimalandi sínu og
hetja íþróttaennenda víða um heim. Hann
er Svíum í dag, það sem Arne Borg var, er
hann færði landi sínu gullið í sundkeppni
á Olympíuleikunum og það sem Ingemar
Johanson var, er hann varð heimsmeistari
í þungavikt í hnefaleikum eftir sigurinn
yfir Floyd Patterson. Hin nýja hetja heitir
Björn Borg og hann er á góðri leið með að
verða einn besti tennisleikari heims. Hann
hefur sigrað þá bestu og unnið tugmilljón-
ir króna í verðlaun.
í viðtali nýlega sagði Björn Borg „Fólk
er alltaf að velta því fyrir sér hve gamall
ég sé. Ég hugsa aldrei um aldur minn.
Tennis er mín atvinna, ég byrjaði bara fyrr
að vinna en flestir aðrir. Hvaða máli
skiptir það þó að ég sé aðeins 18 ára. Ég er
alltaf innan um fólk, sem er 7—8 árum
eldra en ég. Mér finnst ég vera 25 ára, það
er góður aldur og mér finnst ekkert sér-
stakt við hann.“
17 ára í úrslit heimsmeistarakeppninnar.
Erlendir íþróttafréttamenn hafa gert sér
mikinn mat úr aldri Borgs. Þeir eru enda-
laust að finna upp sögur um ævintýra-
drenginn, sem haslaði sér 17 ára völl í
sviðsljósi heimsins, sem afburðaíþrótta-
maður. Um drenginn, sem kom úr litlum
bæ í Svíþjóð, þar sem íbúarnir byggja
afkomu sína á lítilli bifreiðavarahluta-
verksmiðju. Um drenginn, sem leikur
betri tennis á þessum aldri en nokkur
maður hefur áður gert. 17 ára gamall
komst Borg í úrslit í heimsmeistarakeppn-
inni í tennis, sem haldin var í Dallas í
Texas og það tók besta tennisleikara
heims, John Newcombe, 4 lotur að vinna
Borg, sem vann fyrstu lotuna 6—4. Það
var einmitt nóttin sem hálf sænska þjóðin
vakti. Áður en mánuðurinn var liðinn,
hafði hann sigrað á landsmótunum á
Ítalíu og í Frakklandi.
Björn Borg hætti í gagnfræðaskóla áður
en hann hafði lokið skyldunáminu. Hann
fékk leyfi foreldra sinna eftir að fjölskyld-
an hafði haldið nokkra fundi um málið
ásamt sænska landsliðsþjálfaranum Percy
Rosburg, sem uppgötvaði hann, er hann
var aðeins 10 ára grindhoraður polli. Allir
lögðu sitt til málanna, en það var Borg
sjálfur, sem tók lokaákvörðunina. Einn af
vinum fjölskyldunnar segir: „Borgfjöl-
skyldan er ákaflega samrýmd, foreldrarnir
umgangast Björn, sem fullorðinn mann og
ungling í senn, en í tennismálum er það
Björn, sem ræður. Það finnst þeim öllum
eðlilegt, því að hann hefur valið tennis
sem atvinnu sína og gert samninga, sem
færa honum gífurlegar tekjur.“ Þegar
ákvörðunin hafði verið tekin sagði móðir
hans aðeins ,,ég vona að hann fái nægan
Nýjasta þjóðhetja Svíþjóðar,
tennisleikarinn sem er kominn ó
efsta þrep, aðeins 18 óra.
svefn
vinm,
háttai
króna
Borgj
stund
vona
mikla
aldrei
sem s
Eins (
Upp
eins (
fædd'
eitt c
Kópa
Bærir
eru fi
bíla c
og ís
hokkí
en ha
tenni:
var, a
spaða
gaf s)
sögur
ur ha
vitlau
venju
höndi
til þe:
þá til
frámt
gersm
andst.
stangi
Ke;
indu i
leika'
forerc
eyjai|
að sk
tapað
forele
var h
traust
Þet
Rosbi
komi'
öðrur
son, í
28