Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 47

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 47
Tækjageymslan athvarf inniíþróttanna — spjallað við Isak J. Guðmann, formann IBA íþróttabandalag Akureyrar, IBA, er samtök félaga á Akureyri sem leggja stund á íþróttir. Tilgangur IBA er að vinna að eflingu og skipulagningu íþróttastarfsemi fyrir alla áhugamenn á Akureyri og hafa forystu sameiginlegra áhugamála héraðs- ins, svo sem lög ISI mæla fyrir m.a. á eftirfarandi hátt: Að annast samstarf fyrir hönd bandalagsaðila við bæjarstjórn og aðra opinbera aðila innan héraðsins og að vera fulltrúi Akureyrar í íþróttamálum áhugamanna við aðila utan héraðs. fþróttabandalag Akureyrar var stofnað 20. desember árið 1944 og eru því rúmlega þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Fyrsti formaður bandalagsins var Ármann Dal- mannsson, en hann hefur komið mjög mikið við sögu íþróttamála á Akureyri. Fljótt eftir stofnun bandalagsins fór það að beita sér fyrir ýmsum aðkallandi mál- um viðkomandi íþróttum, en eitt af fyrstu verkefnum þess var að athuga kostnað við og möguleika á byggingu skíðahótels ná- lægt Akureyri, svo og akvegi að hótelinu og dráttarbraut fyrir skíðamenn. Þá beitti bandalagið sér þegar í upphafi fyrir því að hafin yrði skipulagning á íþróttasvæði fyrir Akureyri. Bæði þessi baráttumál bandalagsins hafa náð fram að ganga. Aðstaða til skíðaiðkana er orðin mjög góð og íþrótta- svæðið á Oddeyri austan Brekkugötu er gott svo langt sem það nær. Nú þrjátíu árum síðar eru baráttumál IBA önnur, en þau eru ekki síður aðkallandi en fyrstu baráttumálin. Nú er efst á baugi bygging svæðisíþróttahúss á Akureyri og á síðasta aðalfundi IBA var samþykkt að skora á bæjarstjórn og bæjarráð að hraða fram- kvæmdum þessum. — Flér á Akureyri er svo mikill skortur á húsnæði til íþróttaiðkana að svæðis- íþróttahúsið fyrirhugaða yrði fullnýtt strax á fyrsta degi. Þetta sagði ísak Guðmann, núverandi formaður IBA í samtali við íþróttablaðið. Hann sagði einnig að hús- næðisskorturinn háði íþróttalífi bæjarins stórkostlega. — Þetta háir okkur sérstaklega um veturinn, sagði fsak. — Helsta athvarf okkar er „Skemman" svokallaða. Hún er upphaflega byggð sem tækjageymsla fyrir bæinn og eru því ýmsir vankantar á henni til íþróttaiðkana, en þetta er eina húsið á Akureyri sem býður upp á löglegan keppnisvöll. Þarna fá íþróttafélögin KA og Þór ráðstöfunarrétt á salnum fjóra daga vikunnar, þannig að hvert félag fær tvo daga. Einstök félög og sérklúbbar hafa föstudaginn til afnota, en laugardagur og sunnudagur eru ætlaðir fyrir keppni. Þessi tími er ófullnægjandi fyrir alla aðila. Þeir sem hafa tíma í Skemmunni hafa ekki nógan tíma og enn verr eru þeir staddir sem fá alls engan tíma. Þar má til dæmis nefna þá sem vilja stunda frjálsar íþróttir, badminton og borðtennis. Síðan hélt ísak áfram og sagði að í bjartsýni hefði IBA beitt sér fyrir nám- skeiði í frjálsum íþróttum fyrir börn sl. sumar. Var ætlunin að halda áfram æfing- um innan húss í vetur með það fyrir augum að mynda hæfan hóp til þess að senda á vinabæjarmót í Lathi í Finnlandi í sumar. Hópurinn fékk hvergi inni til æf- inga og féll því áætlunin um sjálfa sig. — Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, sagði ísak, um það hvernig íþróttafólk á Akureyri líður fyrir aðstöðuleysið. Það má til sanns vegar færa að eini hópurinn, sem vel er búið að hér sé skíðafólkið, þ.e. það fólk sem stundar alpagreinarnar svoköll- uðu. Skautaíþróttin hefur orðið fyrir barð- inu á aðstöðuleysinu líka þó það sé ekki húsnæðisskortur sem háir henni heldur vöntun á hentugum velli. Völlurinn sem var notaður áður hefur verið alls óhæfur í vetur og því ekkert líf í þessari íþrótta- grein. Á síðasta aðalfundi IBA skoruðum við á bæjaryfirvöld að reyna að koma upp vélfrystu skautasvelli í bænum og velja því stað hið fyrsta. Á byggingaáætlun bæjarins er gert ráð fyrir smíði tveggja nýrra íþróttahúsa í tengslum við skóla bæjarins, auk smíði svæðisíþróttahússins sem áður er getið um. Er ætlunin að KA og Þór fái inni í skólaíþróttahúsunum til æfinga. — Þegar þessi þrjú hús verða komin í gagnið hefur aðstaða til íþróttaiðkana á Akureyri gjörbreyst, sagði ísak. — Þá verður aðstaðan í samræmi við þann áhuga sem ríkir á íþróttum á Akureyri. Ég leyfi mér að fullyrða að áhuginn sé mjög almennur og hvergi eru kappleikir eins vel sóttir og einmitt hér. Biðlistar eftir þjálf- unaraðstöðu eru langir og fólksfjöldinn sem leitar í Hlíðarfjall um helgar þegar vel viðrar segir sína sögu. Loks skýrði ísak frá því að alls 2665 íþróttaiðkendur eru virkir í félögum þeim sem eru aðilar að IBA, en það eru eftirtal- in félög: Golfklúbbur Akureyrar, Skauta- félag Akureyrar, Sundfélagið Óðinn, Badmintonfélagið, Skotfélag Akureyrar, íþróttafélag Fatlaðra, fþróttafélag Menntaskólans, Sjóferðarfélag Akureyrar, fþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Góðir knattspyrnumenn nota Gola íþróttavörur. Margir bestu knattspyrnumenn Englands nota Gola fótboltaskó. Laugavegi 13 sími 13508. 39

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.