Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 51

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 51
En hvernig komast mennirnir yfir þetta? Það er von þótt einhver spyrji. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ætlar í þessu blaði og næstu blöðum að fara á vit nokkurra stjórnenda íþróttaskrifa hjá fjölmiðlunum og rabba við þá um starf þeirra og þá sjálfa. I fyrstu umferð lögðum við leið okkar í hús Vísis og Blaðaprents í Síðu- múla 14. Þar hittum við að máli Hall Símonarson, íþróttaritstjóra Vísis. Hallur er í dag reyndastur stéttarbræðra sinna, hefur skrifað um íþróttir í blöð um 27 ára skeið. — Hver voru tildrögin aö þú fórst að skrifa um íþróttir? Ég hafði mikinn áhuga á íþróttum sem strákur og einhvern tíma lét ég þau orð falla við æskuvin minn, Guðmund Kristjánsson, að gaman væri að reyna að skrifa um íþróttir. Guðmundur síðar kaupmaður í Krónunni, sem lézt sl. sum- ar, var þá í mótanefnd KRR sem fulltrúi Víkings. Hann sá þar meðal annars um að auglýsa leiki og mundi eftir orðum mín- um, þegar Áskell Einarsson.þáverandi aug- lýsingastjóri Tímans, var að leita að manni til að skrifa um íþróttir í Tímann. — Nú, það varð að samkomulagi að ég reyndi mig á þessum vettvangi. Fyrstu íþróttaskrif mín voru um landsleik Islands og Finnlands 1948 - fyrsta sigurleik Islands knattspyrnunni. Ég stóð þá á tvítugu og ritstjóra Tímans, Þórarni Þórarinssyni, sem sjálfur greip oft í að skrifa um íþróttir á þessum árum - fór meðal annars sem blaðamaður á Olympíuleikana 1948,- þótti skrif mín, víst ekki sem verst. Áfram var ég látinn halda og ekki leið á löngu þar til ég var fastráðinn blaðamaður við Tímann. Ég var ekki alveg byrjandi í blaðamennsku þarna sumarið 1948 - var þá útgefandi að Jassblaðinu ásamt Svavari Gests, þeim dugnaðarforki en við vorum miklir félagar, meðal annars í íþróttum. Þó ég segi sjálfur frá var Jassblaðið skemmtilegt mánaðarrit, fallegt og fjör- legt og Svavar var mikill smekkmaður hvað útliti blaðsins viðkom. Það kom út í nokkur ár algjörlega ófáanlegt nú og dýrt ef það kemur á markað. Hvemig var íþróttaskrifum háttað, þegar þú byrjaðir? Þau voru ekki mikil þá og blandað inn í annað fréttaefni blaðanna. Þjóðviljinn var þó byrjaður með vikulega íþróttasíðu undir stjórn Frímanns heitins Helgasonar - og ég eins og margir aðrir hljóp til, þegar íþróttasíðan var í Þjóðviljanum. Meðal þeirra, sem höfðu skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið voru Ivar Guðmundsson og Jens heitinn Benediktsson, Helgi Sæmundsson skrifaði líka oft um óþróttir í Alþýðublaðið. En á næstu árum varð mikil breyting á skrifum um íþróttir. Blöð- in fóru að leggja meira rúm undir þau. Atli Steinarsson, sá snjalli blaðamaður, hóf starf við Morgunblaðið 1950 - og Sigurður Sigurðsson, hinn vinsæli útvarps- maður, byrjaði að lýsa leikjum í útvarpið. Þarna var að myndast góður kjarni og við Atli, Sigurður og Frímann stofnuðum Samtök íþróttamanna. Það var mikið þarfafélag - við höfðum bókstaflega enga aðstöðu á völlunum. Sátum meðal annars við borð út á hlaupabraut Melavallarins og það var ekki þægilegt að punkta niður, þegar mikið rigndi — og stundum fuku blöðin í allar áttir í rokinu. Blöðin fóru að sinna íþróttunum miklu betur upp úr 1950 og samkeppni var mikil og skemmtileg - ekki síðri þar en í keppni á völlunum. Þó var nokkuð langt í fastar íþróttasíður - en íþróttunum var þó gert hátt undir höfði. Þannig fékk ég til dæmis tvo daga í röð alla forsíðu Tímans undir íþróttir - ekkert annað efni fékk þar inni. Það voru „stórir dagar“ stærstu sigurdagar í íslenzkri íþróttasögu, þegar ísland vann Svíþjóð í knattspyrrfu, Norðmenn og Dani í frjálsum íþróttum 195L. Öll skrif um íþróttir voru þá aukastarf hjá viðkomandi mönnum. Við Atli stund- uðum almenna blaðamennsku á okkar blöðum — vorum „í öllu“ eins og þá var títt á blöðunum. Það var stundum erfitt að vera búinn að stússa í fréttum eða umbroti allan daginn og snúa sér svo að íþróttun- um. Vinnutíminn var æði langur — eink- um, þegar stórviðburðir áttu sér stað í íþróttum eins og Olympíuleikar eða heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Þegar búið var að skila fullum vinnudegi á öðrum sviðum var setzt niður og 2—3 íþróttasíður skrifaðar og brotnar í snar- hasti. Hraði og aftur hraði varð að vera frumskilyrði hjá þeim blaðamanni, sem á þessum árum átti að halda heilsu í ís- lenzkri blaðamennsku — já, og er reyndar enn oft einkennandi við íslenzku blöðin. Því miður ekki hægt að vanda eins og vert er það sem gert er. Hvað sjálfum mér viðkemur hafa að- eins síðustu sex árin af þeim 27, sem ég hef verið í blaðamennsku, eingöngu — eða svo til — verið helguð skrifum um íþróttir. — Hafðirðu haft mikil afskipti af íþrótt- um, þegar þú byrjaðir að skrifa? — Já, talsverð. Ég gekk ungur í Víking, þó ég sé fæddur og uppalinn á Vesturgöt- unni. Víkingur átti mikil ítök á þeim slóðum, en þó er það óvenjulegt, að hafa átt heima fyrstu 34 æviárin í Vesturbæn- um og aldrei verið félagi í KR. Hins vegar verð ég að viðurkenna, að KR hefur oft átt sterk ítök í mér — það er kannski Reykvíkingurinn í mér. I knattspyrnunni keppti ég með öllum yngri flokkum félagsins — og eftir að barnaskólanámi lauk styrktust enn böndin við Víking. Skólafélagar mínir í Ágústar- skólanum og Menntaskólanum voru að miklum meiri hluta Víkingar — við bein- línis lögðum þessa skóla „undir okkur“. Þá byrjaði handboltinn líka — og frjálsar íþróttir. Það var 1944, sem Brandur Brynjólfsson tók við formennsku í Víking — og af einhverri ástæðu stakk hann upp á mér í Fyrstu sigurvegarar Víkings á fslands- móti í handknattleik 1946. Fremri röð frá vinstri Einar Jóhannesson, nú læknir í Svíþjóð, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri, og Árni Árnason, stórkaup- maður og forustumaður í íslenzkum hand- knattleik um langt árabil. Efri röð. Ingi- mundur Pétursson, húsgagnabólstrari, Hallur Símonarson, Jóhann Gíslason, lög- fræðingur og Bjarni Guðnason, prófessor. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.