Íþróttablaðið - 01.04.1975, Síða 51

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Síða 51
En hvernig komast mennirnir yfir þetta? Það er von þótt einhver spyrji. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ætlar í þessu blaði og næstu blöðum að fara á vit nokkurra stjórnenda íþróttaskrifa hjá fjölmiðlunum og rabba við þá um starf þeirra og þá sjálfa. I fyrstu umferð lögðum við leið okkar í hús Vísis og Blaðaprents í Síðu- múla 14. Þar hittum við að máli Hall Símonarson, íþróttaritstjóra Vísis. Hallur er í dag reyndastur stéttarbræðra sinna, hefur skrifað um íþróttir í blöð um 27 ára skeið. — Hver voru tildrögin aö þú fórst að skrifa um íþróttir? Ég hafði mikinn áhuga á íþróttum sem strákur og einhvern tíma lét ég þau orð falla við æskuvin minn, Guðmund Kristjánsson, að gaman væri að reyna að skrifa um íþróttir. Guðmundur síðar kaupmaður í Krónunni, sem lézt sl. sum- ar, var þá í mótanefnd KRR sem fulltrúi Víkings. Hann sá þar meðal annars um að auglýsa leiki og mundi eftir orðum mín- um, þegar Áskell Einarsson.þáverandi aug- lýsingastjóri Tímans, var að leita að manni til að skrifa um íþróttir í Tímann. — Nú, það varð að samkomulagi að ég reyndi mig á þessum vettvangi. Fyrstu íþróttaskrif mín voru um landsleik Islands og Finnlands 1948 - fyrsta sigurleik Islands knattspyrnunni. Ég stóð þá á tvítugu og ritstjóra Tímans, Þórarni Þórarinssyni, sem sjálfur greip oft í að skrifa um íþróttir á þessum árum - fór meðal annars sem blaðamaður á Olympíuleikana 1948,- þótti skrif mín, víst ekki sem verst. Áfram var ég látinn halda og ekki leið á löngu þar til ég var fastráðinn blaðamaður við Tímann. Ég var ekki alveg byrjandi í blaðamennsku þarna sumarið 1948 - var þá útgefandi að Jassblaðinu ásamt Svavari Gests, þeim dugnaðarforki en við vorum miklir félagar, meðal annars í íþróttum. Þó ég segi sjálfur frá var Jassblaðið skemmtilegt mánaðarrit, fallegt og fjör- legt og Svavar var mikill smekkmaður hvað útliti blaðsins viðkom. Það kom út í nokkur ár algjörlega ófáanlegt nú og dýrt ef það kemur á markað. Hvemig var íþróttaskrifum háttað, þegar þú byrjaðir? Þau voru ekki mikil þá og blandað inn í annað fréttaefni blaðanna. Þjóðviljinn var þó byrjaður með vikulega íþróttasíðu undir stjórn Frímanns heitins Helgasonar - og ég eins og margir aðrir hljóp til, þegar íþróttasíðan var í Þjóðviljanum. Meðal þeirra, sem höfðu skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið voru Ivar Guðmundsson og Jens heitinn Benediktsson, Helgi Sæmundsson skrifaði líka oft um óþróttir í Alþýðublaðið. En á næstu árum varð mikil breyting á skrifum um íþróttir. Blöð- in fóru að leggja meira rúm undir þau. Atli Steinarsson, sá snjalli blaðamaður, hóf starf við Morgunblaðið 1950 - og Sigurður Sigurðsson, hinn vinsæli útvarps- maður, byrjaði að lýsa leikjum í útvarpið. Þarna var að myndast góður kjarni og við Atli, Sigurður og Frímann stofnuðum Samtök íþróttamanna. Það var mikið þarfafélag - við höfðum bókstaflega enga aðstöðu á völlunum. Sátum meðal annars við borð út á hlaupabraut Melavallarins og það var ekki þægilegt að punkta niður, þegar mikið rigndi — og stundum fuku blöðin í allar áttir í rokinu. Blöðin fóru að sinna íþróttunum miklu betur upp úr 1950 og samkeppni var mikil og skemmtileg - ekki síðri þar en í keppni á völlunum. Þó var nokkuð langt í fastar íþróttasíður - en íþróttunum var þó gert hátt undir höfði. Þannig fékk ég til dæmis tvo daga í röð alla forsíðu Tímans undir íþróttir - ekkert annað efni fékk þar inni. Það voru „stórir dagar“ stærstu sigurdagar í íslenzkri íþróttasögu, þegar ísland vann Svíþjóð í knattspyrrfu, Norðmenn og Dani í frjálsum íþróttum 195L. Öll skrif um íþróttir voru þá aukastarf hjá viðkomandi mönnum. Við Atli stund- uðum almenna blaðamennsku á okkar blöðum — vorum „í öllu“ eins og þá var títt á blöðunum. Það var stundum erfitt að vera búinn að stússa í fréttum eða umbroti allan daginn og snúa sér svo að íþróttun- um. Vinnutíminn var æði langur — eink- um, þegar stórviðburðir áttu sér stað í íþróttum eins og Olympíuleikar eða heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Þegar búið var að skila fullum vinnudegi á öðrum sviðum var setzt niður og 2—3 íþróttasíður skrifaðar og brotnar í snar- hasti. Hraði og aftur hraði varð að vera frumskilyrði hjá þeim blaðamanni, sem á þessum árum átti að halda heilsu í ís- lenzkri blaðamennsku — já, og er reyndar enn oft einkennandi við íslenzku blöðin. Því miður ekki hægt að vanda eins og vert er það sem gert er. Hvað sjálfum mér viðkemur hafa að- eins síðustu sex árin af þeim 27, sem ég hef verið í blaðamennsku, eingöngu — eða svo til — verið helguð skrifum um íþróttir. — Hafðirðu haft mikil afskipti af íþrótt- um, þegar þú byrjaðir að skrifa? — Já, talsverð. Ég gekk ungur í Víking, þó ég sé fæddur og uppalinn á Vesturgöt- unni. Víkingur átti mikil ítök á þeim slóðum, en þó er það óvenjulegt, að hafa átt heima fyrstu 34 æviárin í Vesturbæn- um og aldrei verið félagi í KR. Hins vegar verð ég að viðurkenna, að KR hefur oft átt sterk ítök í mér — það er kannski Reykvíkingurinn í mér. I knattspyrnunni keppti ég með öllum yngri flokkum félagsins — og eftir að barnaskólanámi lauk styrktust enn böndin við Víking. Skólafélagar mínir í Ágústar- skólanum og Menntaskólanum voru að miklum meiri hluta Víkingar — við bein- línis lögðum þessa skóla „undir okkur“. Þá byrjaði handboltinn líka — og frjálsar íþróttir. Það var 1944, sem Brandur Brynjólfsson tók við formennsku í Víking — og af einhverri ástæðu stakk hann upp á mér í Fyrstu sigurvegarar Víkings á fslands- móti í handknattleik 1946. Fremri röð frá vinstri Einar Jóhannesson, nú læknir í Svíþjóð, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri, og Árni Árnason, stórkaup- maður og forustumaður í íslenzkum hand- knattleik um langt árabil. Efri röð. Ingi- mundur Pétursson, húsgagnabólstrari, Hallur Símonarson, Jóhann Gíslason, lög- fræðingur og Bjarni Guðnason, prófessor. 43

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.