Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 53
Hallur
aðalstjórn Víkings. Hefur sennilega mun-
að eftir mér frá því ég lék með 3. og 4.
flokki í knattspyrnunni — flokkum, sem
hann þjálfaði. Ég var kosinn — 16 ára —
og sat nokkur ár í stjórn Víkings — oftast
sem varaformaður.
Nú, fyrst ég var í aðalstjórn félagsins
þótti víst tilheyrandi, að ég væri fyrirliði á
leikvelli. Við áttum þá marga snjalla
handknattleiksmenn í Víking — Bjarna
Guðnason, Árna Árnason, Ágúst Jónsson,
Jóhann Gíslason og Hjört Hjartarson, allt
menn, sem mikið hafa komið við sögu
Víkings, og skólafélagar. 1945 sigruðum
við á Islandsmótinu í 2. flokki og undir
niðri er ég svolítið stoltur af því að hafa
verið fyrirliði fyrsta Víkingsliðs, sem varð
íslandsmeistari í handknattleik.
I hlaupunum var ég í ÍR — Vesturbæ-
ingur, sem ekki var „fæddur“ inn í KR,
gekk ekki í KR. Þar var ég heppinn —
komst 17 ára í boðhlaupssveit félagsins,
sem hafði afburðahlaupurum á að skipa,
Finnbirni Þorvaldssyni, Hauk Clausen og
Kjartani Jóhannssyni. Með slíkum hlaup-
urum i sveit hlaut ég að eignast nokkur
Islandsmet. og keppti að drengjametum
Finnbjörns í 300 og 400 m.
Hins vegar lauk íþróttaferli mínum
raunverulega áður en hann byrjaði — og
það þó áhuginn væri mikill. Þar spilaði
margt inní — einkum músíkin. Ég var
hljóðfæraleikari að atvinnu um árabil, lék
meðal annars með KK-sextettinum, sem
gjörbreytti íslenzkri dansmúsík til hins
betra 1947. Það var ekki hægt að sameina
íþróttir og músík — og dýrt að fá spark í
fingur. Síðar vék músíkin að nokkru fyrir
annarri spilamennsku — bridge — og þar
hef ég spilað við landsliðsmenn tuga
þjóða. Oft orðið Islandsmeistari.
— Finnst þér íþróttafréttamenn hér-
lendis um of hlutdrægir, þegar um einstök
félög er að ræða?
Hjá því verður sennilega aldrei kom-
izt i fámenninu á Islandi. Blaðamenn, ekki
síður en aðrir, eru tengdir ákveðnum
félögum og segir ekki máltækið „hverjum
finnst sinn fugl fagur þó hann sé skítugur
og magur“. Kannski líka erfiðara fyrir
blaðamann, sem „heldur með“ litlu félagi
að dylja tilfinningar sínar, þegar það vinn-
ur afrek, en þess, sem er vanur miklum
sigrum síns félags. Allir okkar beztu
íþróttafréttamenn hafa verið mjög tengdir
ákveðnum félögum og legið undir gagn-
rýni af þeim sökum. Þetta er ekki eins-
dæmi hér á landi — nei, þekkist alls
staðar. Þeir tveir erlendu íþróttafrétta-
menn, sem ég hef metið hvað mest —
Brian Saunders, sem lengi var fréttastjóri
íþrótta hjá BBC, og Jimmy Hill, sjón-
varpsmaðurinn kunni, hafa oft verið gagn-
rýndir — Saunders fyrir „dálæti“ á
Manch.Utd., Hill, sem gamall leikmaður
Fulham, fyrir að hafa „hælt“ Fulham of
mikið m.a. í sambandi við frábæran ár-
angur liðsins í ensku bikarkeppninni í vor.
Iþróttafréttamenn eru aðeins mannlegir
og þeim getur skjátlast eins og öðrum.
íþróttafólk er líka mjög hörundssárt —
það vill gleyma því góða, sem skrifað er
um það, en man lítilfjörlegustu gagnrýnis-
atriði. Þetta á líka við um forustumenn, já,
og ekki má gleyma þeim, blessuðum dóm-
urunum.
Starf íþróttafréttamanns er heillandi að
mörgu leyti — lifandi starf, þar sem
maður kynnist miklum fjölda fólks, starfar
með æskunni. Það er alltaf eitthvað að
gerast og björtu hliðarnar miklu fleiri.
Ferðalög með glæsilegu íþróttafólki á er-
lenda grund hafa oft yljað manni —
æsandi augnablik svo mörg — mikil afrek
unnin — að það mundi fylla allar síður
þessa blaðs að telja slíkt upp. Margir
minna beztu vina er íþróttafólk, sem ég
hef kynnst í gegnum starf mitt — ekki
síður úr KR en Víking, ÍR en Val, Ár-
manni en Fram, Akranesi en úr Keflavík.
— En að lokum. Á pólitík að komast
að, þegar um íþróttaskrif er að ræða?
Nei, sá íþróttafréttamaður, sem blandar
stjómmálum inn í íþróttaskrif sín, ætti
þegar að leita sér að öðru starfi. JBP
WÖTEL miEIDIR
VEITINGABÚÐ
Gódar veitingar, lipur
þjónusta, lágt verd.
□ pid frá kl.05 til kl.SO
alla daga.
(k í
45