Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 59

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Side 59
Olympíu málefní Olympíunefnd íslands vinnur með margvíslegum hætti að undirbúningi og þátttöku íslendinga í næstu Olympíuleik- um, en sem kunnugt er fara vetrarleikam- ir fram í Insbruck í Austurríki í febrúar 1976 og Sumarleikamir í Montreal í Kan- ada í júlímánuði sama ár. í sumarleikunum er keppt í þessum íþróttagreinum: Bogfimi, frjálsíþróttum, körfuknattleik, hnefaleikum, hjólreiðum, hestaíþróttum, skilmingum, knattspyrnu, fimleikum, handknattleik, kajakróðri í straumvatni, grashokký, júdó, nútíma fimmtarþraut, róðri, skotfimi, sundi. blaki, lyftingum, fjölbragðaglímu og siglingum, en á vetrarleikunum í skíða- og skauta- íþróttum og sleðakeppni. Framkvæmdanefnd Olympíunefndar hefur ákveðið að leggja til, að 8 skíða- menn verði sendir á Olympíuleikana í Insbruck: 4 í alpagreinum karla, 2 í alpa- greinum kvenna og 2 í göngu karla. — Ekki hefur verið tekin ákvörðun ennþá um þátttöku í sumarleikunum. Eins og að líkum lætur er það eitt höfuð viðfangsefni Olympíunefndar að ráða fram úr fjárhags- atriðum sem fylgja undirbúningi og þátt- töku í Olympíuleikunum. Hlutaðeigandi sérsambönd vinna nú að undirbúningi og þjálfun sinna manna og er það ætlun Olympíunefndar að styðja þann undir- búning fjárhagslega eftir fremstu getu. Olympíunefndin skipaði sér til aðstoðar sérstaka fjáröflunarnefnd og eiga sæti í henni: Sveinn Björnsson, formaður, Stefán G. Björnsson, Eysteinn Þórðarson, Hörður Gunnarsson og Einar Sæmundsson. Fyrir nokkru skrifaði Olympíunefnd öllum byggðastjórnum í landinu með til- mælum um fjárhagslegan stuðning og er þess að vænta að þeirri málaleitan verði vel tekið. Efnt verður til Olympíudags hinn 29. júní í sumar, en eins og alkunna er, er það einn mesti sigurdagur í sögu íþróttamanna hér á landi fyrr og síðar. Höfuð tilgangur Olympíudagsins er að kynna Olympíu- hugsjónina jafnframt því sem hann verður fjáröflunardagur. Er ætlunin að á Olympíudaginn fari fram fjölþættar íþróttakeppnir og sýningar á Laugardals- vellinum, í Laugardalshöllinni og í Sund- alugunum í Laugardal. Þá er í undirbún- ingi gerð minnispenings, en fyrir síðustu Olympíuleika í Múnchen 1972 var í fyrsta sinn gerður minnispeningur í tilefni leik- anna. Með tilkomu peningsins nú er að myndast gott tækifæri til söfnunar, því væntanlega verður Olympíupeningurinn gefinn út við hverja leika héðan í frá. Þess má geta, að lítið magn minnispeningsins frá 1972 er óselt og geta þeir sem vilja byrja söfnunina nú fengið hann keyptan á skrifstofu Í.S.I. í Laugardal. — Verð hans er kr. Loks standa yfir viðræður við Póst- og Símamálastjórnina um útgáfu frímerkis í tilefni Olympíuársins. Gísli Halldórsson forseti Í.S.Í. er jafn- framt formaður Olympíunefndar íslands. 51

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.