Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 59

Íþróttablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 59
Olympíu málefní Olympíunefnd íslands vinnur með margvíslegum hætti að undirbúningi og þátttöku íslendinga í næstu Olympíuleik- um, en sem kunnugt er fara vetrarleikam- ir fram í Insbruck í Austurríki í febrúar 1976 og Sumarleikamir í Montreal í Kan- ada í júlímánuði sama ár. í sumarleikunum er keppt í þessum íþróttagreinum: Bogfimi, frjálsíþróttum, körfuknattleik, hnefaleikum, hjólreiðum, hestaíþróttum, skilmingum, knattspyrnu, fimleikum, handknattleik, kajakróðri í straumvatni, grashokký, júdó, nútíma fimmtarþraut, róðri, skotfimi, sundi. blaki, lyftingum, fjölbragðaglímu og siglingum, en á vetrarleikunum í skíða- og skauta- íþróttum og sleðakeppni. Framkvæmdanefnd Olympíunefndar hefur ákveðið að leggja til, að 8 skíða- menn verði sendir á Olympíuleikana í Insbruck: 4 í alpagreinum karla, 2 í alpa- greinum kvenna og 2 í göngu karla. — Ekki hefur verið tekin ákvörðun ennþá um þátttöku í sumarleikunum. Eins og að líkum lætur er það eitt höfuð viðfangsefni Olympíunefndar að ráða fram úr fjárhags- atriðum sem fylgja undirbúningi og þátt- töku í Olympíuleikunum. Hlutaðeigandi sérsambönd vinna nú að undirbúningi og þjálfun sinna manna og er það ætlun Olympíunefndar að styðja þann undir- búning fjárhagslega eftir fremstu getu. Olympíunefndin skipaði sér til aðstoðar sérstaka fjáröflunarnefnd og eiga sæti í henni: Sveinn Björnsson, formaður, Stefán G. Björnsson, Eysteinn Þórðarson, Hörður Gunnarsson og Einar Sæmundsson. Fyrir nokkru skrifaði Olympíunefnd öllum byggðastjórnum í landinu með til- mælum um fjárhagslegan stuðning og er þess að vænta að þeirri málaleitan verði vel tekið. Efnt verður til Olympíudags hinn 29. júní í sumar, en eins og alkunna er, er það einn mesti sigurdagur í sögu íþróttamanna hér á landi fyrr og síðar. Höfuð tilgangur Olympíudagsins er að kynna Olympíu- hugsjónina jafnframt því sem hann verður fjáröflunardagur. Er ætlunin að á Olympíudaginn fari fram fjölþættar íþróttakeppnir og sýningar á Laugardals- vellinum, í Laugardalshöllinni og í Sund- alugunum í Laugardal. Þá er í undirbún- ingi gerð minnispenings, en fyrir síðustu Olympíuleika í Múnchen 1972 var í fyrsta sinn gerður minnispeningur í tilefni leik- anna. Með tilkomu peningsins nú er að myndast gott tækifæri til söfnunar, því væntanlega verður Olympíupeningurinn gefinn út við hverja leika héðan í frá. Þess má geta, að lítið magn minnispeningsins frá 1972 er óselt og geta þeir sem vilja byrja söfnunina nú fengið hann keyptan á skrifstofu Í.S.I. í Laugardal. — Verð hans er kr. Loks standa yfir viðræður við Póst- og Símamálastjórnina um útgáfu frímerkis í tilefni Olympíuársins. Gísli Halldórsson forseti Í.S.Í. er jafn- framt formaður Olympíunefndar íslands. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.