Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 13
Samtök iðnaðarins hafa ávallt lagt þunga áherslu á mennta-mál í starfsemi sinni. Kjarninn í menntastefnu samtakanna er að ef la íslenskt menntakerfi með markvissum aðgerðum í sam- starfi atvinnulífs og skóla þannig að færniþörf atvinnulífsins verði mætt á hverjum tíma. Er mennta- kerfið ein helsta undirstaða þess að samkeppnishæfni Íslands verði efld. Fjölgun iðnmenntaðra á vinnu- markaði og efling menntaúrræða fyrir þá sem eru nú þegar starfandi á vinnumarkaði eru lykilmark- mið hvað þetta varðar. Það eru því gleðilegar fréttir sem berast þessa dagana af aukinni aðsókn í iðn- og starfsnám í Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins, bæði frá þeim sem eru að ljúka grunnskóla og frá eldri nemendum. Aukinni aðsókn fylgja þó áskoranir, meðal annars í aðstöðumálum, sem óhjákvæmilegt er að leysa með samhentu átaki og markvissum aðgerðum. Draumunum hrint í framkvæmd Við Íslendingar höfum áður staðið í svipuðum sporum. Það voru stór- huga og framsýnir menn sem létu sig dreyma um að byggja upp sóma- samlega umgjörð og aðstöðu utan um menntastofnanir íslenskra iðnaðarmanna og sjómanna á árunum í kringum seinni heims- styrjöld. Ísland þess tíma var harla frábrugðið nútímanum, efni lítil og velmegun ekki á hvers manns færi. Með þrautseigju og þolgæði að vopni öfluðu þessir brautryðjendur sér fylgis meðal helstu ráðamanna í ríkis- og bæjarstjórn sem gerðu sér grein fyrir mikilvægi málsins og létu verkin tala. Draumunum var því hrint í fram- kvæmd. Glæsilegar og býsna framúr- stefnulegar byggingar Sjómannaskól- ans og Iðnskólans risu annars vegar á Rauðarárholti og hins vegar á Skóla- vörðuholti á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Voru nýbyggingarnar taldar vitnisburður um framfara- hug og vaxandi framkvæmdagetu landsmanna. Þær leystu af hólmi löngu ófullnægjandi húsakost sem hafði hamlað eðlilegri framþróun í menntun og þjálfun starfsfólks í þessum lykilatvinnugreinum. Þeirri óheillaþróun var með þessu snúið við og straumhvörf urðu í iðn- og starfs- námi áratugina á eftir. En síðan eru liðin mörg ár. Fram- úrstefnuleg aðstaða fjórða og fimmta áratugar síðustu aldar hefur um all- langa hríð staðið íslensku iðn-, verk- og starfsnámi fyrir þrifum. Í takt við kröfur nútímans hefur íslenskt atvinnulíf kallað eftir umbótum á aðbúnaði þeirra sem leggja fyrir sig slíkt nám. Tekin voru mikilvæg skref í átt að samræmdu verk- og tækni- námi á framhaldsskólastigi með stofnun Tækniskólans árið 2008 á grunni sameiningar Fjöltækniskól- ans og Iðnskólans í Reykjavík. Með sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans árið 2015 bættist svo mikilvægur hlekkur við keðjuna. Er Tækniskólinn nú stærsti fram- haldsskóli landsins og leiðandi af l í starfsmenntun á Íslandi með um 2.500 nemendur skráða í fjöl- mörgum og ólíkum greinum. Starf- semi skólans fer í dag fram á níu stöðum sem dreifast víðsvegar um höfuðborgar svæðið. Er öllum ljóst sem málið skoða að núverandi húsakostur skólans hentar afar illa fyrir starfsemi hans, veldur verulegu óhagræði í rekstri hans og hamlar því að hægt sé að bjóða upp á nám af mestu gæðum sem stenst kröfur nútímans. Þá skortir núverandi aðstöðu nauðsynlegan sveigjanleika fyrir námskröfur iðn- og verknáms framtíðarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar er lögð rík áhersla á að ef la menntun í landinu með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Sérstaklega er þar vikið að því að auka tækniþekkingu og eflingu iðn-, verk- og starfsnáms í þágu fjölbreytni og öf lugra sam- félags. Rímar þetta við mennta- stefnu Samtaka iðnaðarins og áherslur aðgerðaáætlunar mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem kynnt var í byrjun þessa árs, en henni er ætlað er að auka áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun og fjölga einstaklingum með slíka menntun á vinnumarkaði. Ekki er því ágrein- ingur um að gera þurfi áþreifan- legar og nauðsynlegar breytingar í þessum málum. En hvað svo? Á grunni þessa samhljóms og áætl- ana er nú runninn upp tími aðgerða, ekki síst í ljósi mikillar aukningar í aðsókn í iðn- og starfsnám. Eigendur, stjórn og stjórnendur Tækniskólans hafa á síðustu árum skoðað vand- lega möguleikann á að sameina allan rekstur skólans í einni nýbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla væri lykilskref til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar og íslensks atvinnulífs í þessum málaflokki, auk þess sem nútíma- væðing á húsnæði skólans mun gera skólann meira aðlaðandi fyrir nem- endur sem standa frammi fyrir vali á framhaldsnámi með tilheyrandi samfélagslegum ávinningi. Búið er að vinna ítarlega þarfa- og valkosta- greiningu sem kynnt hefur verið fyrir ráðherrum og áhugi sveitar- félaga á málinu kannaður. Viðtökur ríkis og viðkomandi sveitarfélaga við þessum áformum hafa almennt verið jákvæðar og málið er nú komið í formlegan farveg. Atvinnu- lífið hefur ekki látið sitt eftir liggja og fyrir hönd Samtaka iðnaðarins skora ég því á stjórnvöld að láta verkin tala í þessu þjóðþrifamáli af sama metnaði og stórhug og gert var í aðstöðumálum skólanna fyrir miðja síðustu öld. Nýr Tækniskóli yrði mikið gæfuspor fyrir framtíð iðn- og verknáms á Íslandi. Byggjum nýjan Tækniskóla Árni Sigurjónsson formaður Sam- taka iðnaðarins Tilgangur stjórnmálanna er að breyta rétt og bæta sam-félagið þar sem hið lýðræðis- lega umboð verður til. Fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar að ráðist verði í endurskoðun námslánakerfisins, þar sem lögð er áhersla á jafnrétti til náms, skil- virkni og námsstyrkjakerfi að norr- ænni fyrirmynd. Öll þessi fyrirheit hafa verið efnd í nýjum Mennta- sjóði námsmanna en ný lög, nr. 60/2020, taka gildi í dag. Jafnrétti til náms Lögin fela í sér grundvallarbreyt- ingar á stuðningi við námsmenn. Fjárhagsstaða nemenda verður betri og skuldastaða þeirra að loknu námi mun síður ráðast af fjölskylduaðstæðum. Ein leið til að ná þessu fram var að tryggja barnastyrkinn sem lögin kveða á um – foreldrar í námi fá fjárstyrk en ekki lán til að framf leyta börn- um sínum. Nýja kerfið miðar að því að jafna stuðning og dreifingu styrkja ríkisins til námsmanna sem taka námslán. Sérstaklega verður hugað að hópum sem reynst hefur erfiðara að sækja nám s.s. ein- stæðum foreldrum, f jölskyldu- fólki og námsmönnum utan höf- uðborgarsvæðisins. Með þessari kerfisbreytingu viljum við auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og skipta gæðum með jafnari og réttlátari hætti milli námsmanna. Afnám ábyrgðamannakerfisins Ný lög boða einnig afnám ábyrgðar- mannakerfisins. Ábyrgð ábyrgðar- manns á námslánum teknum í tíð eldri laga falla niður sé lánþegi í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN, og ekki á van- skilaskrá. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir marga í íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar og geti fundið nám við sitt hæfi. Aukin skilvirkni og bestu kjör Þá er jafnframt innbyggður mikill hvati til bættrar námsframvindu með 30% niðurfærslu á höfuðstól og verðbótum ef námi er lokið innan tiltekins tíma. Enn fremur munu námsmenn njóta bestu lánskjara ríkissjóðs Íslands og námsaðstoðin, lán og styrkir, verða undanþegin lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Heimilt verður að greiða út námslánin mánaðarlega og lánþeg- ar geta valið hvort lánin séu verð- tryggð eða óverðtryggð. Þessi mikil- vægu lög munu því stuðla markvisst að betra nýtingu fjármuna, aukinni skilvirkni og þjóðhagslegum ávinn- ingi fyrir samfélagið. Aukinn sveigjanleiki á tímum COVID-19 Á vandasömum tímum er mikil- vægt að tryggja vellíðan nemenda og standa vörð um menntakerfið okkar. Á tímum COVID-19 sýndi LÍN skjót og sveigjanleg viðbrögð með hagsmuni nemenda að leiðar- ljósi. Þessi viðhorf verða áfram í hávegum höfð í nýjum Menntasjóði. Búið er að hrinda í framkvæmd nýju námsstyrkjakerfi sem er að norrænni fyrirmynd. Með nýjum lögum er verið að sinna tilgangi stjórnmálanna, þ.e. að breyta rétt, bæta samfélagið og standa við fyrir- heit stjórnarsáttmálans. Nýr Menntasjóður námsmanna: Stærsta hagsmunamálið í áratugi Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 . J Ú L Í 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.