Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 34
Fyrirtækin í landinu munu eiga mestan þátt í að ná markmiðum Íslands um að draga úr losun gróður-húsalofttegunda á næstu
árum og áratugum. Verulega
hefur dregið úr kolefnisfótspori
sjávarútvegsins síðustu áratugi og
sú þróun mun halda áfram með
tækniþróun, betri stýringu veiða og
aukinni áherslu á verðmætasköpun.
Áliðnaðurinn er þegar í fremstu röð
fyrirtækja í heiminum og uppfyllir
ströngustu viðmið um losun kol-
efnis á hvert tonn sem framleitt er.
Fyrirtækin í landinu, hvert fyrir
sig, leitast við að draga úr umhverf-
isáhrifum af star fsemi sinni,
minnka losun, draga úr myndun
úrgangs, bæta nýtingu aðfanga,
minnka sóun og stunda sjálf bæra
nýtingu auðlinda. Þau beita sér
sömuleiðis fyrir landgræðslu og
skógrækt, til mótvægis við losun
gróðurhúsalofttegunda og leggja
verulega fjármuni til þess.
Í síðustu viku birtu stjórnvöld
aðgerðaáætlun þar sem sett er
markmið um samdrátt í losun til
ársins 2030 og um kolefnishlutleysi
árið 2040. Þessi áætlun er mun
betur unnin og vandaðri en sú sem
birt var 2018. Atvinnulífið hefur
stutt almennar aðgerðir stjórn-
valda til að vinna gegn loftslags-
breytingum og losun gróðurhúsa-
lofttegunda og mun gera það áfram.
Ísland, ESB og Noregur hafa
komið sér saman um sameiginleg
markmið til að uppfylla skuldbind-
ingar gagnvart Loftslagssamningi
Sameinuðu þjóðanna. Í ríkjunum
er skuldbindingum skipt í tvo hluta.
Annars vegar er losun frá orku-
frekum iðnaði sem fellur undir svo
kallað ETS-kerfi, þar sem losunin
er talin fram sameiginlega í öllum
ríkjunum og á að minnka um 43%
til 2030, frá árinu 2005. Vegna þess
að kerfið er samevrópskt og að ekki
er ætlunin að stöðva iðnþróun í
Evrópu, er búið til svigrúm til að ný
fyrirtæki geti hafið starfsemi. En í
heildina er gert ráð fyrir að nýsköp-
un og tækniþróun, ásamt úreldingu
eldri fyrirtækja, muni leiða til sam-
dráttar í losun. Þessi fyrirtæki fá
úthlutað losunarheimildum sem
fækkar smám saman, þær verða
dýrari og þessir þættir knýja fram
minni losun jafnt og þétt.
Hins vegar er svo almenn starf-
semi innanlands. Í aðgerðaáætlun-
inni er gert ráð fyrir mestum sam-
drætti losunar frá sjávarútvegi,
jarðhitavirkjunum, orkufrekum
iðnaði og ýmissi annarri starfsemi.
Það verða því fyrirtækin sem draga
vagninn til að uppfylla skuldbind-
ingar og markmið Íslands í lofts-
lagsmálum, bæði til 2030 og einnig
til lengri tíma. Almenningur mun
draga úr losun eftir því sem sam-
göngur breytast. Orkuskipti, vist-
vænir bílar, almenningssamgöngur,
hjólreiðar og aðrir vistvænir sam-
gönguhættir skipta miklu.
Í aðgerðaáætluninni er gert ráð
fyrir skattheimtu til að hvetja fólk
og fyrirtæki til að breyta sínum
háttum. En gæta þarf þess að
skattheimta skili raunverulegum
árangri. Það virðast til dæmis ekki
mikil tengsl milli kolefnisgjalds og
losunar. Í áætluninni kemur einn-
ig fram að leggja eigi á svo kallaðan
urðunarskatt og þá þarf að liggja
fyrir að skattheimtan muni í raun
skila því sem ætlað er, en verði ekki
einungis enn einn skattur til ríkis-
sjóðs án tengsla við umhverfisáhrif.
Á mörgum sviðum mun þróunin
á Íslandi byggja á alþjóðlegri þróun,
s.s. við að minnka losun við þunga-
flutninga, þróun eldsneytis og vél-
búnaðar fyrir fiskiskip og flugvélar
og innleiðingu nýrrar tækni við
álframleiðslu og aðra stóriðju.
Þó það teljist ekki til losunar
Íslands, hefði verið gaman að sjá
lagt mat á áhrif verkefna sem íslensk
fyrirtæki hafa staðið fyrir erlendis
s.s. jarðhitaverkefni víða um heim,
virkjanir og uppbyggingu þekking-
ar og yfirfærslu tækni og reynslu,
þar sem hennar hefur verið þörf.
Þarna er um að ræða stórar tölur
sem gætu verið upplýsandi í þessu
samhengi.
Fyrirtæki í forystu að minnka
losun gróðurhúsalofttegunda
Fjölmiðlar hafa undanfarið fjallað um stöðu lánveitinga með ríkisábyrgð. Alþingi sam-
þykkti umgjörð og skilyrði fyrir
veitingu slíkra lána nú á vordögum
og því ekki óeðlilegt að spurt sé um
afdrif þessara lána. Áhrif heimsfar-
aldursins á starfsemi fyrirtækja hafa
verið þó nokkur og enn umlykur
óvissa um nánustu framtíð talsverð-
an fjölda þeirra. Við slíkar aðstæður
er eðlilegt að fyrirtæki grípi til allra
mögulegra úrræða og ráðstafana,
áður en ákvarðanir um aukna skuld-
setningu með frekari lántökum eru
teknar. Fyrirtæki og heimili hafa til
að mynda í töluverðum mæli nýtt sér
úrræði á borð við greiðslufresti lána
hjá lánveitendum og hafa þúsundir
skilmálabreytinga vegna lána verið
gerðar síðan í mars.
Viðbótarlán
Í einum af fyrstu aðgerðapökkum
ríkisstjórnarinnar voru kynnt við-
bótarlán til fyrirtækja með 70 pró-
senta ríkisábyrgð. Fljótlega eftir að
þau voru kynnt varð ljóst að meira
þyrfti að koma til, þar sem upp
teiknuðust dekkri sviðsmyndir í
viku hverri, með tilheyrandi ferða-
takmörkunum og samkomubanni.
Því kynntu stjórnvöld fjölda ann-
arra úrræða fyrir fyrirtæki og starfs-
fólk þeirra. Með framlengingu hluta-
bótaleiðar, stuðningi við greiðslu
launa á uppsagnarfresti, lokunar-
styrkjum, stuðningslánum og fleiri
úrræðum, dró úr eftirspurn eftir
viðbótarlánum með 70 prósenta
ríkisábyrgð. Viðbótarlánaúrræðið
stendur þó til boða hjá bönkunum
og eru fyrstu lánveitingarnar í mats-
ferli.
Stuðningslán
Eftir að útfærsla og skilyrði stuðn-
ingslána til lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja lá fyrir, með samþykkt laga
á Alþingi nú í maí, hefur verið unnið
hörðum höndum að undirbúningi á
afgreiðslu þeirra. Bankar og spari-
sjóðir eru tilbúnir og hafa stjórnvöld
unnið að uppsetningu á umsóknar-
gátt vegna lánveitinganna. Hefur stór
hluti undirbúningsins falið í sér upp-
setningu á rafrænu staðfestingarferli
hjá Skattinum, á að fyrirtæki upp-
fylli grunnskilyrði til lánveitingar.
Nú standa yfir tæknilegar prófanir á
umsóknar - og afgreiðsluferlinum og
má vænta þess að opnað verði fyrir
umsóknir innan skamms. Mikil-
vægt er að afgreiðsla lánveitinganna
geti gengið snurðulaust fyrir sig og
má hrósa stjórnvöldum og Ísland.is
fyrir þær stórstígu framfarir sem nú
eru að verða í veitingu stafrænnar,
opinberrar þjónustu.
Met í útlánum til heimila
Mikil eftirspurn hefur verið eftir
þjónustu fjármálafyrirtækja á und-
anförnum mánuðum. Þannig hefur
mikil útlánaaukning verið hjá bönk-
unum, ekki síst til heimila vegna fast-
eignakaupa og endurfjármögnunar
húsnæðislána. Heimilin eru að nýta
sér hagstæð kjör sem þeim standa
til boða og ná þannig í mörgum til-
fellum að lækka greiðslubyrði lána
sinna. Stafrænar lausnir hafa jafn-
framt gert þennan feril einfaldan
og aðgengilegan og ljóst að heimilin
fylgjast vel með tækifærum til hag-
ræðingar á húsnæðislánamarkaði.
Lán á tímum heimsfaraldurs
Katrín
Júlíusdóttir
framkvæmda-
stjóri Samtaka
fjármálafyrir-
tækja
Skotsilfur
Halldór
Benjamín
Þorbergsson
framkvæmda-
stjóri Samtaka
atvinnulífsins
Í heildina er gert ráð
fyrir að nýsköpun
og tækniþróun, ásamt
úreldingu eldri fyrirtækja,
muni leiða til samdráttar í
losun.
Afríka ekki í verri stöðu síðan á áttunda áratugnum
Afríka mun þurfa á mikilli fjárhagsaðstoð að halda, til að forðast „langvarandi, hræðilegar afleiðingar vegna COVID-19“, sagði Kristalina Georgieva,
framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn spáir 3,2 prósenta samdrætti í heimsálfunni. „Afríka hefur ekki fengið svona þungt högg
síðan á áttunda áratugnum,“ sagði hún. Á undanförnum árum hafa hagkerfi sumra landa í heimsálfunni vaxið hratt, eins og Gana og Rúanda. MYND/AFP
Í stjórn lónsins
Stokkað var upp
í stjórn Bláa
lónsins á aðal-
fundi félagsins
í síðustu viku.
Sigríður Margrét
Oddsdóttir, for-
stjóri Lyfju, kom þá ný inn í stjórn í
stað Liv Bergþórsdóttur, sem hafði
aðeins setið í stjórninni í tæplega
eitt ár, en hún tók nýlega við starfi
forstjóra ORF Líftækni. Þá höfðu
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota
og stjórnarformaður Icelandair
Group, og Ragnar Guðmundsson,
meðeigandi á lögmannsstofunni
Advel, sætaskipti þar sem Ragnar
kom inn sem aðalmaður í stjórn
félagsins en Úlfar er á ný orðinn
varamaður í stjórn. Aðrir stjórnar-
menn eru Helgi Magnússon, Ágústa
Johnson og Steinar Helgason.
Fór aldrei burt
Á síðustu árum hafa
íslenskir raforku-
framleiðendur
unnið að því
að draga úr
álverðstengingu
í sölusamningum
sínum og frekar
viljað líta til fastverðssamninga
tengda við neysluverðsvísitölur
eða raforkuverðs á meginlandi
Evrópu. Rökin sem færð eru fyrir
því eru skiljanleg. Nú gefur hins
vegar á bátinn hjá stórkaupendum
rafmagns á Íslandi, meðal annars
vegna lækkandi álverðs. Fyrir vikið
fá þeir afslátt af raforkuverði frá
Landsvirkjun, sem er stýrt af Herði
Arnarsyni. Fór þá álverðstengingin
einhvern tíma burt?
Ekki í steininn
Frjálslyndu þing-
menn Sjálfstæðis-
flokksins hefðu
átt að taka fagn-
andi frumvarpi
Halldóru Mo-
gensen Pírata um
afnám refsingar við
vörslu neysluskammta fíkniefna.
Því miður nýttu þingmennirnir ekki
tækifærið til að ljá þessari réttarbót
lið. Frjálslyndir Sjálfstæðismenn
hafa lengi verið sömu skoðunar
og Halldóra. Í stefnuskrá flokksins
segir að fíkniefni séu heilbrigðis-
vandi, ekki löggæsluvandi. Bjarni
Benediktsson sagðist hafa viljað
að tillagan kæmi úr stjórnkerfinu.
Þá er um að gera að þingmenn og
ráðherrar flokksins beiti sér fyrir að
svo verði sem allra fyrst.
1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN