Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 26
Það gæti komið til kostnaðarhagræði vegna minni eiginfjárbind- ingar eða hagkvæmari fjármögnunar, en það er ekki í hendi eins og staðan er í dag. Jón Guðni Ómarsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka Græn fjármögnun er ekki endilega á hagstæðari kjörum en líkleg til að opna á aðgengi að nýjum fjár- festum. Benedikt Gísla- son, bankastjóri Arion banka Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Haustpróf í verðbréfa­ viðskiptum 2020 Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir haustprófum í verðbréfavið- skiptum sem hér segir: Próf úr I. hluta 24. ágúst 2020 Íslensk réttarskipun og Evrópuréttur, fræðikerfi lögfræðinnar. Ágrip úr réttarfari. 25. ágúst 2020 Viðfangsefni úr fjármunarétti, félagaréttur, ábyrgðir. 26. ágúst 2020 Viðskiptabréfareglur, veðréttindi, þinglýsingar. Próf úr II. hluta 31. ágúst 2020 Grunnatriði í fjármálafræðum. 1. september 2020 Grunnatriði í þjóðhagfræði. 2. september 2020 Greining ársreikninga. Próf úr III. hluta 7. september 2020 Lög og reglur á fjármálamarkaði. 8. september 2020 Viðskiptahættir. 9. september 2020 Verðbréf, afleiður og gjaldeyrir. 10. september 2020 Fjárfestingarferli. Próftími er fjórar klukkustundir og hefst hvert próf kl: 16:00. Prófsefni er tilgreint í prófsefnislýsingu prófnefndar verðbréfavið- skipta. Í henni er jafnframt útlistað hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstaka prófum. Prófsefnislýsinguna má nálgast á vefsíðu prófnefndar verðbréfaviðskipta: https:// www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/profnefnd-verdbrefavidskipta/ Um prófin fer samkvæmt reglugerð um próf í verðbréfaviðskiptum, nr. 633/2003, með síðari breytingum. Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt. Próf- taki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0. Skráning í haustprófin fer fram á vefsíðu Opna háskólans í HR: http://www.ru.is/opnihaskolinn/prof-i-verdbrefavidskiptum/ Prófgjald er kr. 23.000 fyrir hvert próf. Vakin er athygli á að prófin verða haldin, í þetta skiptið, óháð þátttöku. Prófin fara fram í húsa- kynnum Háskólans í Reykjavík, framkvæmdaraðila verðbréfaviðskipta- prófs veturinn 2019-2020. Próftakar verða að hafa skráð sig og greitt prófgjald minnst tíu dögum fyrir sérhvert próf. Næsta vetur mun ganga í gildi nýtt fyrirkomulag prófs í verðbréfavið- skiptum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu prófnefndar verð- bréfaviðskipta. Reykjavík, 1. júlí 2020. Prófnefnd verðbréfaviðskipta Arion banki og Íslands-banki vinna að því að auka hlut grænna lána í lánasöfnum sínum, bæði með nýjum lánum og með því að endurfjármagna lán sem nú þegar uppfylla alþjóðlega staðla um græn lán. Frumúttekt Arion banka sýnir að hátt í 30 prósent af núver- andi lánum til stærri fyrirtækja geti f lokkast sem græn lán. Þau gætu komið til lækkunar á eiginfjárauk- um bankanna ef hugmyndir þess efnis ná fram að ganga innan Evr- ópusambandsins og opnað aðgengi að nýjum fjárfestum. „Það gæti komið til kostnaðar- hagræðis vegna minni eiginfjár- bindingar eða hagkvæmari fjár- mögnunar, en það er ekki í hendi eins og staðan er í dag,“ segir Jón Guðni Ómarsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Íslandsbanka. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið að slaka á eiginfjár- kröfum sem eru gerðar til banka í því skyni að hvetja til grænna fjár- festinga í Evrópu. Unnur Gunnars- dóttir, varaseðlabankastjóri fjár- málaeftirlits Seðlabanka Íslands, kom inn á þessi áform í nýlegu viðtali við Markaðinn þar sem hún sagði að í framtíðinni væri áætlað að umhverfis- og samfélagsþættir yrðu hafðir til hliðsjónar í árlegu innra mati á eiginfjárþörf fjármála- fyrirtækja. Ergo, bílafjármögnun Íslands- banka, tilkynnti um sérkjör við fjármögnun vistvænna bifreiða um miðjan júní en gefinn er 0,75 Bankarnir byggja upp græn lánasöfn Íslenskir bankar vinna að því að byggja upp græn lánasöfn. Gæti komið til lækkunar á eiginfjáraukum í framtíðinni og opnað að­ gengi að nýjum fjárfestum. Frumúttekt Arion banka sýnir að hátt í 30 prósent af lánum til stærri fyrirtækja geti flokkast sem græn. Bankar gætu umpakkað núverandi lánum til íslenskra orkufyrirtækja þannig að þau verði græn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM prósentustiga afsláttur frá gildandi verðskrá. Fram kom í tilkynning- unni að það væri „eindreginn vilji að auka hlut slíkrar fjármögnunar í lánasafninu“. Jón Guðni segir að bankinn sé að móta heildstæða stefnu í grænni og sjálf bærri fjármögnun í samræmi við sjálf bærnistefnu bankans sem var samþykkt í lok síðasta árs. Grænu lán Ergo séu eitt af fyrstu skrefunum og líklegt sé að bankinn muni kynna f leiri sjálf bærar fjár- málaafurðir á þessu ári. „Við erum að kortleggja hversu stór hluti af núverandi lánum telst vera sjálfbær og hvernig við munum halda utan um slík lán. Það getur verið kerfislega f lókið enda þarf að setja ákveðin skilyrði og hafa eftirlit með að þau séu uppfyllt til þess að lánin falli í þennan flokk. Í framhaldinu getum við sett okkur markmið um hlutdeild sjálf bærra lána í safninu,“ segir Jón Guðni. Bilið breikkar Íslandsbanki stefnir að því að fjár- magna sig með grænni fjármögnun til lengri tíma og horfir meðal ann- ars til grænna skuldabréfa á erlend- um mörkuðum og grænna innlána. Jón Guðni segir að Íslands- banki sé ekki að bjóða betri kjör á grænum bílalánum vegna þess að þeim fylgi kostnaðarhagræði fyrir bankann heldur telji stjórnendur bankans það vera mikilvægan hluta af sjálf bærnivegferð hans. „Það á síðan eftir að skýrast hvort f leiri tækifæri muni fylgja þessu. Annars vegar hvort það verði lægri kostnaður við eigið fé og hins vegar hvort við fáum betri kjör með grænni fjármögnun,“ segir Jón Guðni. Munurinn á kjörum á grænni fjármögnun og venjulegri fjármögnun hafi verið lítill hingað til, um 10 til 20 punktar, en fari vaxandi í takt við aukinn áhuga fjárfesta. Fasteignalán helsta álitaefnið Arion banki horfir einnig til þess að auka hlut grænna lánveitinga í sínu lánasafni og sækja sér græna fjár- mögnun. Arion varð í síðustu viku fyrstur íslenskra banka til þess að bjóða viðskiptavinum að leggja sparnað sinn inn á græna innláns- reikninga en til að byrja með verður innlánunum miðlað í lán til kaupa á bílum sem nýta umhverfisvæna orkugjafa. „Markmiðið er að auka hlut grænna verkefna í lánasafni bank- ans, en fyrst þarf að skilgreina hvað telst grænt og hvað ekki. Það er vinna sem við höfum lokið hvað varðar lánasafn bankans til stærri fyrirtækja,“ segir Benedikt Gísla- son, bankastjóri Arion banka. Það er f lóknara verkefni en ætla mætti í fyrstu, að sögn Benedikts, þar sem ólíkar skoðanir eru á því hvað telst raunverulega grænt. Víða erlendis er hins vegar hægt að finna ramma eða umgjarðir um lán- veitingar, fjármögnun og atvinnu- starfsemi sem hægt er að styðjast við þegar meta á hve græn tiltekin verkefni eða starfsemi er. Evrópusambandið hefur til að mynda unnið skilgreiningar fyrir ólíka atvinnustarfsemi þar sem útlistuð eru skilyrði fyrir því hvað getur talist grænt. Þó hefur ýmis atvinnustarfsemi enn ekki verið skilgreind, til dæmis sjávarútvegur, sem hefur töluvert vægi hérlendis. „Frumúttekt okkar á lánasafni bankans til stærri fyrirtækja sýnir að að minnsta kosti 20-30 prósent af því lánasafni flokkast græn. Þessi úttekt var unnin með helstu sér- fræðingum í grænni fjármögnun,“ segir Benedikt en helsta álitaefnið snýr að fasteignafjármögnun sem er mjög stór hluti lánasafns Arion banka. Hann segir að þar sé ein- faldlega skortur á upplýsingum og viðmiðum hér á landi. „Við gætum horft til þess að íslenskar fasteignir eru nánast undantekningarlaust hitaðar á umhverfisvænan máta og einangr- aðar til að spara orku, en við viljum sjá hvert leiðin liggur í setningu markmiða og viðmiða,“ segir Bene- dikt. Tjalda ekki til einnar nætur Arion banki hefur ekki sett sér markmið varðandi hlutfall grænna lána í lánasafni sínu en það er næsta skref. Þá segir Benedikt að bankinn muni sækja sér græna fjármögnun þegar aðstæður eru réttar og grein- ing á lánasafninu sé mikilvæg for- senda þess. „Það þarf að liggja fyrir hvað skal fjármagna grænt, hvort sem það eru ný verkefni eða endurfjármögnun eldri verkefna sem eru þegar hluti af lánasafni okkar. Græn fjármögnun er ekki endilega á hagstæðari kjör- um en líkleg til að opna á aðgengi að nýjum fjárfestum sem vilja fjárfesta í grænum verkefnum og það er eitt af því sem gerir hana eftirsóknar- verða,“ segir Benedikt. Spurður um fjárhagslega ávinn- inginn fyrir Arion banka segist Benedikt hafa trú á því að lang- tímaávinningur af grænum lánum og grænni fjármögnun muni skila sér smám saman. „Við erum þarna ekki að tjalda til einnar nætur heldur horfa til fram- tíðar. Þá tel ég að græn verkefni séu almennt góð fjárfesting og séu alla jafna áhættuminni þegar til lengri tíma er litið,“ segir hann. „Það væri vissulega jákvætt skref ef, í framtíðinni, grænar lánveiting- ar leiddu til lægri eiginfjárkrafna en það er í raun ekki það sem drífur okkur áfram. Við teljum þetta rétt skref að taka og sjáum einn- ig tækifæri í því að laða að okkur nýja viðskiptavini sem er annt um umhverfið.“ 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.