Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 4
Veður Breytileg átt 3-8 m/s, en norð- austan 5-10 við suðaustur- ströndina og norðvestantil fram eftir degi. Skýjað að mestu um landið sunnanvert og lítilsháttar súld suðvestanlands. SJÁ SÍÐU 18 Heyskapur á Suðurlandi Bændur eru víða byrjaðir í heyskap og þjóta nú vinnuvélar um túnin líkt og á þessu túni á Suðurlandi. Víða þarf að vinna upp tún vegna kals. Vinnudagar geta verið langir, en það veltur mest á veðrinu. Ekki er búist við úrkomu á landinu fyrr en á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG „Það er mikil tilhlökkun í hópnum. Við erum búin að vera æfa á fullu og láta fólk ganga sig í form. Það er ekkert gaman af þessu öðru- vísi en að fólk ráði við þetta,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins, sem ætlar ásamt hópi félagsmanna að ganga Laugaveginn um miðjan júlí. Um er að ræða ferð sem er sam- starfsverkefni Ferðafélagsins og Helj- armennafélags Blindrafélagsins, sem er útivistar- og ferðaklúbbur fyrir félaga, aðstandendur þeirra og vini. Gönguhópurinn telur alls 22 og er helmingurinn annaðhvort blindur eða mjög sjónskertur. Fólk verður parað saman, þannig að einn sjáandi hefur auga með einhverjum blindum eða sjónskertum. „Við tilteknar aðstæður þurfum við aðstoð. Þeir sem eru sjáandi eru yfirleitt í sjálflýsandi vestum og sá sjónskerti gengur fyrir aftan. Það er mjög algengt hjá okkur að við sjáum ekki stígana. Maður á það til að villast út af þeim og þá er gott að hafa eitthvað skært fyrir framan sig,“ segir Kristinn Halldór. Ferðin hefst þann 15. júlí og mun hópurinn keyra inn í Landmanna- laugar, þar sem gengið verður upp í Hrafntinnusker. Á öðrum degi verður gengið í Álftavatn og á þeim þriðja í Emstrur. Þaðan verður svo gengið inn í Þórsmörk. „Við erum að enda gönguna okkar sama dag og Laugavegshlaupið er, þannig að það verður örugglega mikil stemning á gönguleiðinni.“ Vegna fárra ferðamanna þetta sumarið, gefst hópnum tækifæri til að ganga þessa vinsælu leið í meira næði en venjulega. Kristinn Halldór segir að það muni hjálpa hópnum. „Svo er það bara þannig þegar maður er uppi á fjöllum, að það tekur dálítið frá manni upplifunina ef það er stöðugur straumur af fólki á leið- inni. Upplifunin er miklu sterkari ef maður sér sig einan í víðáttunni.“ Sjálfur er Kristinn Halldór vanur göngumaður og hefur gengið mikið bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur þó aldrei áður gengið allan Laugaveginn, heldur aðeins hluta hans. Hópurinn hefur að undan- förnu undirbúið sig með því að ganga á Esjuna, Skálafell, Helgafell, í Búrfellsgjá og Heiðmörk. „Sumir í hópnum eru byrjendur í svona göngu. Fólk þarf að kynnast því hversu mikill munur það er að ganga á svona grófu yfirborði og á malarstígum, eða góðum skógar- stígum, svo ég tali nú ekki um á mal- biki.“ Það sé þannig mjög algengt að fólk sparki í steina eða stígi upp á stein og misstígi sig. „Við þurfum að reikna með svona 25 til 30 prósenta lengri tíma almennt. Mesti munurinn liggur í því þegar við förum niður, þar sem er sæmilega bratt eða gróft undirlag. Þá förum við mjög varlega.“ Kristinn Halldór fékk nýlega leiðsöguhundinn Vísi sem mun að sjálfsögðu fylgja eiganda sínum á göngunni. „Hann er líka búinn að vera í þjálf- un, en við höfum verið að ganga tölu vert saman á fjöllum. Hann þræl virkar og eykur gönguhraðann umtals vert á sléttlendi og svigar svo með mig milli steina og hindrana. Við förum bara saman í þetta ævin- týri.“ sighvatur@frettabladid.is Heljarmenni ætla að ganga Laugaveginn Hópur göngu- og útivistarfólks í Blindrafélaginu sem kallar sig Heljarmenna- félagið undirbýr nú Laugavegsgöngu. Framkvæmdastjóri félagsins segir mikla tilhlökkun í hópnum en leiðsöguhundurinn Vísir fylgir honum á göngunni. Hluti hópsins í æfingagöngu á dögunum. MYND/KRISTINN HALLDÓR EINARSSON Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Upplifunin er miklu sterkari ef maður sér sig einan í víðátt- unni. Kristinn Halldór Einarsson SAMFÉLAG Ísland er í efsta sæti Evr- ópuþjóða yfir virkni á samfélags- miðlum, en alls nota 92 prósent þjóðarinnar að minnsta kosti einn samfélagsmiðil. Hefur hlutfallið hækkað um 1 prósent frá árinu 2019 samkvæmt Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Norðmenn koma næstir á eftir Íslendingum með 86 prósenta virkni og Danir í þriðja sæti. En neðstu sætin verma Ítalir og Frakkar, með aðeins 42 prósent. Nær öll íslensk ungmenni, á aldr- inum 16 til 24 ára, eru á samfélags- miðlum, eða 98 prósent. Þetta er sama hlutfall og kemur fram hjá öðrum þjóðum, til dæmis Bretum og Kýpurbúum. Það sem hífir Ísland upp í stóra samhenginu er notkun eldri borgara, 65 ára til 74 ára. Í þeim aldurshópi er Ísland í sérflokki, með 74 prósenta virkni, en í öðru sæti koma Norð- menn með 56 prósent. Meðaltal þessa aldurshóps í allri álfunni er aðeins um 20 prósent. Þá er Ísland einnig í efsta sæti í öllum aldurshópum, á milli 24 og 65 ára, en munurinn er ekki jafn mikill og í þeim elsta. Athygli vekur að íslenskar konur á miðjum aldri og upp úr eru mun virkari á samfélagsmiðlum en karlar. – khg Íslendingar í sérflokki Íslenskir eldri borgarar bera af í Evr- ópu. MYND/SVERRIR PÁLL ERLENDSSON Konur á miðjum aldri og upp úr eru virkari en karlmenn. SAMFÉLAG Einar Hermannsson var kjörinn formaður Samtaka áhuga- fólks um áfengis- og vímuefna- vandann á á aðalfundi samtakanna í gærkvöldi. Hafði hann betur en Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ. Arnþór Jóns son, frá- farandi formaður, sóttist ekki eft ir end ur kjöri. Alls greiddu 490 manns atkvæði á fundinum á Hilton Reykjavík Nor- dica í gær, hlaut Einar 280 atkvæði. Þá var sextán manna listi Einars kjörinn í stjórn SÁÁ. Átök hafa verið í kringum for- mannskjörið og höfðu 57 starfs- menn samtakanna lýst yfir stuðn- ingi við Einar. – ab Einar kjörinn formaður SÁÁ Einar Hermanns- son, formaður SÁÁ 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.