Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 20
 BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Mest lesna bílablað landsins kemur út þriðjudaginn 7. júlí. Að þessu sinni mun fylgja því sérblað um fornbíla. Tryggðu þér pláss í mest lesna blaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is LIÐVERKIR, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? Mest selda liðbætiefni á Íslandi 2-3ja mánaða skammtur íhverju glasi Fatlað fólk á allt sína drauma en þó virðist sjálfsagt að skjóta lífi fatlaðra sífellt á frest í skjóli þess að ekki séu til peningar til að efna ýmis loforð og áætlanir. Engu að síður erum við lifandi mann- eskjur með þrá og löngun til að taka þátt í lífinu, rétt eins og aðrir, og vitaskuld eigum við að hafa sömu tækifæri og réttindi og annað fólk,“ segir Aileen Soffía Svensdóttir sem í byrjun sumars setti á laggirnar fyrsta íslenska hlaðvarpið um mannréttindi fatlaðra ásamt Hauki Guðmundssyni. Þau Haukur og Aileen starfa bæði hjá Ási Styrktarfélagi við Vinnu og virkni og hafa tekið virkan þátt í fjölda nefnda og verkefna á vegum félaga sem snúa að réttindabaráttu fyrir fólk með þroskahömlun. „Okkur Hauki varð vel til vina þegar hann kom í starfsnám til mín eftir að hafa lokið diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun vorið 2017. Þá var ég formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, en sama ár lét ég af störfum þar og réði mig til starfa hjá Ási þar sem leiðir okkar Hauks lágu aftur saman,“ útskýrir Aileen. Í samkomubanninu fengu þau svo hugmynd að hlaðvarpinu. „Mannréttindamál eru okkur báðum hugleikin. Það skiptir líka máli að við Haukur séum bæði með fötlun því þannig getum við sett okkur í spor annarra og sam- samað okkur reynslu fatlaðra. Í þjóðfélagsumræðunni er mikið talað um jafnrétti og að allir eigi að hafa sömu réttindi en því miður er það jafnrétti ekki í takt við veru- leika fatlaðra. Því langar okkur Hauk að fá botn í það hvers vegna íslensku samfélagi er svona mis- skipt; hvort heldur sem það tengist náms- eða atvinnutækifærum fatlaðra, aðgengi þeirra að menn- ingu og listum, félagslífi eða öðru og ákváðum að hleypa hlaðvarpi af stokkunum. Það er svo mikil vanþekking gagnvart fötluðu fólki. Við erum eins misjöfn og við erum mörg en það er erfiðast þegar fólk á við ósýnilegar fatlanir að stríða,“ upplýsir Aileen. Í fyrrahaust var hún með nám- skeið og umræðuhópa á Ási, tengt Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fatlaðir eiga sér líka drauma Vinirnir Aileen Soffía Svensdóttir og Haukur Guðmundsson standa að hlaðvarpinu Mannréttindi fatlaðra sem fór í loftið í byrjun sumars. Þau segja mikilvægt að geta sett sig í spor fatlaðra. Aileen Soffí a Svensdóttir og Haukur Guð- mundsson eru umsjónar- menn fyrsta íslenska hlaðvarpsins um mannrétt- indi fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR „Þá heyrði ég sögur fatlaðra og það sem brennur á þeim en upp- götvaði líka mikla vanþekkingu á sjálfsögðum mannréttindum. Því skortir tilfinnanlega meiri fræðslu fyrir fatlaðra, þá sem vinna með fötluðum og almenning almennt. Fatlaðir eiga skilyrðislaust að hafa sama aðgang að samfélaginu og aðrir.“ Þátttakendur í lífinu líka Í hlaðvarpinu munu Aileen og Haukur taka viðtöl við fjölmargt fólk í íslensku samfélagi, í því augna- miði að varpa ljósi á stöðu fatlaðra í samfélaginu og ræða um hvernig hana megi bæta. „Við tökum líka viðtöl um lífið og tilveruna og það sem okkur dettur í hug og þykir áhugavert. Okkur liggur á hjarta að fræða samfélagið um raunveruleika fatlaðra og hvað stéttaskipting er. Margt fatlað fólk dreymir um að búa sjálfstætt og að geta unnið sína vinnu en þá taka við langir biðlistar og líf þess er sett á bið. Allt sem tengist fötluðum er sett á tilraunastig. Við ætlum þó ekki að álasa eða kvarta í hlaðvarpinu en við viljum spyrja spurninga og kryfja málin,“ segir Aileen. Hlaðvarpið er ekki eyrnamerkt fötluðum heldur segir Aileen að allir græði á því að hlusta. „Þetta er auðvitað algjör tilrauna- starfsemi og við vitum ekkert hvert við förum eða hvar við endum en við höfum fengið hvatningu og góðar viðtökur og erum viss um að hlaðvarpið sé þarfaþing,“ segir Aileen. Þau Haukur ríða á vaðið í sumar með þáttum sem þau vinna í sam- starfi við List án landamæra, lista- hátíð er leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. „Við munum leggja áherslu á skapandi þætti í lífi fatlaðra, listsköpun og menningu, tala við fatlaða og ófatlaða listamenn, for- stöðumenn menningarstofnana, menningarfjölmiðlafólk og listunn- endur. Það er staðreynd að fatlaðir listamenn sem ljúka námi á mynd- listarbrautum eða diplómanámi í myndlist fá ekki aðgang að sér- samböndum eins og hinn almenni myndlistarmaður. Það er búið að aðgreina fatlaða frá samfélaginu og þeir hafa ekki sömu tækifæri til að þróa sig eða koma list sinni á framfæri og aðrir listamenn. Okkur langar að vita um ástæðu þess,“ segir Aileen sem sjálf stundar söngnám í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Fatlaðir geta ekki sótt í sjóði stéttarfélaga, og þeir sem eru á örorkubótum eða starfa á vinnu- stöðum fyrir fatlaða hafa ekki heldur sömu tækifæri til endurgreiðslu eða styrkja á almennum vinnumarkaði ef þá langar að bæta við sig námi. Við erum hins vegar öll í vinnu. Vinnan sem við stundum er vinna og við erum öll að fara í vinnuna. Lífsgæði okkar og löngun til að bæta við okkur námi eða auknum tæki- færum á vinnumarkaði stranda á því að ekki eru til styrkir sem auðvelda fötluðum að stunda draumanámið, hvort sem það er söngur, ljósmynd- un eða annað. Það vantar að sam- félagið og fyrirtæki auki stuðning til að fatlað fólk komist í auknum mæli á vinnumarkaðinn eða í nám til að geta sinnt sínu daglega lífi betur og verið þátttakendur í lífinu til jafns við aðra.“ Hlaðvarpið Mannréttindi fatlaðra er á: soundcloud.com/mann­ r­ttindi­fatla­ra, og á Instagram: instagram.com/mannrettindi­ fatladra/. Verið líka velkomin að hafa samband við umsjónarmenn hlaðvarpsins á netfanginu: mann­ rettindifatladra@gmail.com Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Það er búið að aðgreina fatlaða frá samfélaginu og okkur langar að vita um ástæð- ur þess. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.