Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Tvö d ót t u r f élö g A r c t ic Adventures munu sækja um greiðsluskjól hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur í dag. Það er í
samræmi við lög um tímabundnar
heimildir til fjárhagslegrar endur-
skipulagningar, sem Alþingi sam-
þykkti um miðjan júní. Þetta
staðfestir Styrmir Þór Bragason,
forstjóri Arctic Adventures, í sam-
tali við Markaðinn.
Um er að ræða rekstrarfélagið
Straumhvarf og Adventures Hotel
Hof, sem rekur gistingu í Öræfum.
„Við hyggjumst sækja um þessi
úrræði í ljósi algers tekjufalls
vegna COVID-19,“ segir Styrmir
Þór. „Þetta úrræði ríkisstjórnar-
innar gefur okkur færi á að end-
urskipuleggja reksturinn í takt
við nýjan raunveruleika. Eins og
allir þekkja hefur ferðaþjónustan
og f leiri atvinnugreinar þurft að
horfa upp á algert tekjuleysi eftir
að kórónaveiran blossaði upp.
Blessunarlega hefur staðan í ferða-
mennsku farið batnandi á undan-
förnum vikum. Við munum nota
greiðsluskjólið til að semja við
kröfuhafa og leigusala. Auk þess
þarf að ræða við lánastofnanir og
hluthafa um hver fjárþörf félag-
anna verður á næstu misserum,“
segir hann.
Aðspurður hvort um sé að ræða
háar fjárhæðir í greiðsluskjólinu,
segir Styrmir Þór að félögin séu
„tiltölulega skuldlétt,“ miðað við
umfang. Vaxtaberandi skuldir
Straumhvarfs séu um sjö hundruð
milljónir króna, en bókfært virði
fastafjármuna um 2,5 milljarðar
króna. „Við erum að glíma við
sjóðstreymisvanda, en ekki eigin-
fjárvanda,“ segir hann.
Styrmir Þór segir að móður-
félagið hafi ekki nýtt sér úrræðið,
því það sé skuldlaust. Arctic
Adventures eigi f leiri dótturfélög
sem hafi ekki nýtt sér greiðslu-
skjól. Má þar nefna til dæmis
Into the Glacier, sem býður upp
á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli.
Þá á fyrirtækið eignarhlut í Lava
Tunnel, sem býður upp á ferðir inn
í Raufarhólshelli.
Icelandic Tourism Fund, sem
er í rekstri Landsbréfa, er stærsti
hluthafi Arctic Adventures, með
ríf lega tuttugu prósenta hlut.
Félagið Wings Capital, sem er
meðal annars í eigu Davíðs Más-
sonar og Halldórs Hafsteinssonar,
er næststærsti hluthafinn, með
17,5 prósenta hlut og framtaks-
sjóðurinn Freyja, sem er í rekstri
Kviku, sá þriðji stærsti með 15,8
prósent. Sjóðurinn keypti hlutinn
við upphaf árs. Bakkagrandi, félag
Styrmis Þórs, á tíu prósenta hlut
í ferðaþjónustufyrirtækinu. – hvj
Félög Arctic Adventures
sækja um greiðsluskjól
Styrmir Þór
Bragason, for-
stjóri Arctic
Adventures
– MEÐ ÞÉR Í SUMAR
Þú getur ávallt lesið blað dagsins á
frettabladid.is og í Fréttablaðsappinu,
hvar sem þú ert í sumar
FRÉTTABLAÐIÐ MEÐ
Í FERÐALAGIÐ!
Æðstu stjórnendur Kviku banka og TM hafa á undan-förnum vikum átt í v iðræðum um
mögulega sameiningu félaganna,
samkvæmt öruggum heimildum
Markaðarins. Rætt hefur verið um
helstu skilmála slíkra viðskipta, nú
síðast um liðna helgi, en ekki hefur
enn náðst samkomulag um undir-
ritun viljayfirlýsingar um að hefja
formlegar sameiningarviðræður.
Samanlagt markaðsvirði félaganna,
sem eru bæði skráð í Kauphöllina, er
í dag um 45 milljarðar króna.
Eru viðræðurnar, sem eiga sér
nokkurn aðdraganda, sagðar vera
tímabundið á ís eins og sakir standa,
að sögn þeirra sem þekkja vel til
stöðu mála. Á meðal þess sem þær
hafa einkum strandað á fram til
þessa, eru ólíkar hugmyndir um á
hvaða verði félögin yrðu metin við
sameiningu. Markaðsvirði Kviku
banka er um 19 milljarðar, á meðan
TM er nú metið á liðlega 26 milljarða
króna.
Í viðræðunum hefur verið lagt
upp með, verði af sameiningu
félaganna, að viðskiptin færu fram
með skiptum á hlutabréfum, frekar
en greiðslu reiðufjár, samkvæmt
heimildum Markaðarins.
Stjórnendur TM og Kviku hafa í
viðræðunum horft til þess að sam-
legðaráhrifin af mögulegri sam-
einingu yrðu meðal annars þau, að
hægt væri að skjóta breiðari stoðum
undir tekjugrunn félaganna. Með
stærra og öflugra sameinuðu félagi,
sem fjárfestar kynnu að verðmeta á
hærra verði á markaði, stæðu einn-
ig líkur til þess að hægt yrði að ná
fram lækkun fjármagnskostnaðar
með betri vaxtakjörum, og sömu-
leiðis væri ljóst að sparnaður fengist
í rekstrarkostnaði.
Starfsemi félaganna er um margt
talsvert ólík. Kvika banki, sem hefur
orðið til úr sameiningu fjölmargra
fjármálafyrirtækja á undanförnum
árum, skilgreinir sig sem sérhæfðan
fjárfestingabanka, sem leggi áherslu
á eignastýringu fjárfestingastarf-
semi. Með kaupum TM á eignaleigu-
fyrirtækinu Lykli, sem gengu í gegn
í janúar á þessu ári, bættist þriðja
stoðin undir starfsemi trygginga-
félagsins, ásamt vátryggingarstarf-
semi og fjárfestingum.
Samkvæmt viðmælendum Mark-
aðarins, sem þekkja vel til viðræðna
félaganna að undanförnu, er ljóst að
stjórnendur TM horfa einkum til
þeirrar samlegðar sem myndi fást,
með því að renna Lykli saman við þá
bankastarfsemi sem er fyrir hendi
innan Kviku banka. Yfirlýst áform
TM hingað til hafa verið að sækj-
ast eftir viðskiptabankaleyfi fyrir
Lykil, þannig að félagið, sem hefur
að stærstum hluta verið að bjóða
upp á fjármögnun bíla og atvinnu-
tækja, geti farið að byrja að bjóða
upp á innlán.
Stærstu hluthafar TM eru fjár-
festingafélagið Stoðir, Lífeyrissjóður
verslunarmanna, Gildi lífeyrissjóð-
ur, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins (LSR) og félög í eigu Guðbjargar
Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðal-
eigenda Ísfélagsins í Vestmanna-
eyjum, en hlutur hennar er einkum
í gegnum framvirka samninga hjá
Íslandsbanka. Lífeyrissjóður versl-
unarmanna og LSR eru sömuleiðis
á meðal umsvifamestu hluthafa í
Kviku banka, en stærsti einkafjár-
festirinn í eigendahópi bankans,
með tæplega 6,8 prósenta hlut, er
eignarhaldsfélagið SNV í eigu Svan-
hildar Nönnu Vigfúsdóttur, en hún
var um árabil einn stærsti hluthafi
og stjórnarformaður VÍS.
Náin tengsl eru á milli margra
stjórnenda og helstu hluthafa félag-
anna. Þannig eru Stoðir, stærsti
hluthafi TM með 11,7 prósenta
hlut, hluthafar í breska fasteigna-
lánafélaginu Ortus Secured Fin-
ance ásamt Kviku banka. Stoðir
eru meðal annars í eigu félaga á
vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnar-
formanns Stoða, Einars Arnar
Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra
Skeljungs og stjórnarmanns í TM,
og Örvars Kjærnested, fjárfestis og
stjórnarformanns TM.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM,
og Ármann Þorvaldsson, aðstoðar-
bankastjóri Kviku banka, sögðust
ekki geta tjáð sig um málið í samtali
við Markaðinn.
Hagnaður TM á árinu 2019 nam
1.866 milljónum króna eftir skatta.
Afkoman var drifin áfram af fjár-
festingatekjum upp á 2.945 millj-
ónir króna, sem jafngilti rúmlega 10
prósenta ávöxtun á eignasafn félags-
ins, á meðan framlegð af vátrygg-
ingastarfsemi var neikvæð um 308
milljónir á árinu. Hagnaður Kviku
banka, sem var með heildareignir
í stýringu að fjárhæð 426 milljarða
króna í árslok 2019, var hins vegar
2.660 milljónir eftir skatta í fyrra og
var arðsemi bankans á eigin á fé um
21 prósent. hordur@frettabladid.is
Stjórnendur TM og
Kviku ræða sameiningu
Ekki hefur enn náðst samkomulag um helstu skilmála, en stjórnendur félag-
anna hafa á síðustu vikum reynt að ná saman um sameiningu. Viðræðurnar eru
núna sagðar vera á ís tímabundið. Telja að hægt yrði ná fram töluverðri samlegð.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, en tryggingafélagið gekk frá kaupum á
eignaleigufyrirtækinu Lykli í byrjun þessa árs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
45
milljarðar er samanlagt
markaðsvirði TM og Kviku í
Félagið Stakksberg, sem heldur utan um rekstur kísilmálm-verksmiðjunnar United Silicon,
tapaði samtals tæplega 37 millj-
ónum evra á síðasta ári, jafnvirði um
5,7 milljarða íslenskra króna, borið
saman við 5,4 milljóna evra tap á
árinu 2018.
Bókfært eigið fé félagsins, sem er í
eigu Arion banka, var neikvætt um
rúmlega 39 milljónir evra í árslok
2019, að því er fram kemur í nýjum
ársreikningi sem var samþykktur
á aðalfundi Stakksbergs í júní. Tap
félagsins kemur til vegna niðurfærslu
á varanlegum fastafjármunum – fast-
eignum, lóðum, vélum og tækjum –
að fjárhæð samtals um 29 milljónum
evra.
Verksmiðjan var fyrst ræst haustið
2016, en Umhverfisstofnun stöðvaði
starfsemina um ári síðar, sökum
mengunar. Fram hefur komið að talið
sé að endurbætur á verksmiðjunni
muni kosta um 4,5 milljarða.
Viðskiptamódel Stakksbergs
byggir á því að verksmiðja félagsins
verði starfhæf á fjórða ársfjórðungi
2022. Veruleg óvissa sé hins vegar
um framtíðarhorfur og fjármögnun
vegna verksmiðjunnar.
Miðað við samning sem félagið
gerði við Landsvirkjun í júní 2018,
um kaup á raforku til reksturs ljós-
bogaofns, áttu föst raforkukaup að
hefjast þann 1. október 2020. Til
tryggingar skuldbindingum sínum
er Stakksberg með bankatrygg-
ingu frá Arion banka, að fjárhæð 9
milljónir Bandaríkjadala. Í raforku-
samningnum er kveðið á um heimild
á tilteknu tímabili til að kaupa sig frá
samningnum.
Fram kemur í skýringu með árs-
reikningnum, að félagið hafi frá
fyrra hluta árs 2019 átt í viðræðum
við Landsvirkjun um breytingar á
raforkusamningnum, vegna endur-
skoðaðrar áætlunar um hvenær starf-
semin geti hafist að nýju eftir endur-
bætur. Fyrir liggi drög að uppfærðum
raforkusamningi og er stefnt að því
að ljúka honum á seinni hluta þessa
árs. – hae
Stakksberg tapaði um 6 milljörðum
39
milljónum evra, nemur nei-
kvætt eigið fé félagsins.
700
milljónum króna, nema
vaxtaberandi skuldir
Straumhvarfs, dótturfélags
ferðaþjónustufyrirtækisins
Arctic Adventures.
1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN