Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 38
Lúsmýið virðist dafna best í efri sveitum en á erfiðara uppdráttar við sjó þar sem er vindasamara. Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is B itvargurinn reyndist vera agnarsmátt lúsmý, nánar tiltekið (Culicoides recondi- tus). Vakti það mikla furðu því alla jafna var lúsmý hér á landi ekki þekkt fyrir að sjúga blóð. Mögu- legt er að breytingar á veðurfari hafið orðið þess valdandi að lúsmýið, sem var hér fyrir, hafi náð yfir ákveðinn þröskuld og aldeilis komist í feitt. Flugtími lúsmýsins er frá því snemma í júní til loka ágúst. Það er hvergi aufúsugestur, enda skað- valdur mikill því þessi tiltekna tegund er blóðsuga á mönnum og öðrum spendýrum. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun þarf kven- dýrið blóð til að þroska egg sín en annars eru lífshættir tegundar- innar nánast óþekktir. Bólur og útbrot með tilheyrandi óbærilegum kláða koma fram stuttu eftir bit og geta staðið yfir í nokkra daga. Gott er að kæla bólg- in svæði í um tíu mínútur. Einnig getur það dregið úr bólgumyndun að hafa hærra undir höndum og fótum ef bit eru þar. Ráðlegt er svo að bera kælikrem eða þunnt lag Varnir gegn nýjum skaðvaldi Í lok júní árið 2015 bar á óvæntum bitvargi í Hvalfjarðarsveit. Fram til þessa voru einu þekktu blóðsugurnar hér á landi bitmý, flær, hárlús og veggjalýs, en hér var nú mættur nýr skaðvaldur. Sumir verða illa bitnir af lúsmýinu og einkennin geta varað í nokkra daga. af sterakremi á húðina, ef kláðinn er óbærilegur, og jafnvel taka inn ofnæmislyf. Þolir ekki rokið Lúsmýið umrædda hefur verið viðloðandi suma landshluta fremur en aðra, og má þar nefna Suðurlandið og upp í Borgarfjörð sem og austur í Fljótshlíð. Lúsmýið virðist dafna best í efri sveitum en á erfiðara uppdráttar við sjó þar sem er vindasamara. Þéttvaxinn garðagróður í byggð skapar skjól og hagstæð lífsskilyrði fyrir lúsmý. Hvað er til ráða? Lúsmý leggst helst á fólk í svefni og sækir inn um opna glugga á kvöldin og nóttunni. Þá skynjar f lugan koltvísýring frá útöndun fólks og staðsetur þannig blóð- gjafa sinn. Líkamshlutar sem standa berir út undan sængum gefa sóknarfæri og því er ráðlegt að sofa í náttfötum og sokkum. Bux- urnar eru þá girtar ofan í sokkana og skyrtan ofan í buxnastrenginn. Best er ef ermarnar eru þröngar. Skordýravörn sem sett er á húð og föt getur hjálpað. Vörn sem inniheldur 50 prósent DEET (diet- hyltoluamide) er áhrifaríkust. Fyrir börn má skordýravörn þó ekki innihalda meira en 10 prósent af DEET. Til að verjast lúsmýi enn frekar er ráðlegt að hafa glugga lokaða. Einnig má líma mjög fínriðið gardínuefni fyrir opnanleg fög á f lugtíma mýsins. Vifta sem heldur lofti á hreyfingu í svefnherbergi kann að hjálpa sem og vifta sem blæs út á móti opnum gluggum. Þegar það eru góðir sumardag-ar langar mann oft í eitthvað létt og sumarlegt. Hér koma nokkrar hugmyndir. Þetta eru hollir réttir sem flestir geta gert á f ljótlegan hátt. Salat frá Mið-Austurlöndum Þetta salat á ættir að rekja til Mið- Austurlanda og kallast Fattoush- salat en agúrka og radísur setja svip sinn á það. Salatið þykir mjög gott með grillmat en uppskriftin miðast við tvo. Það eru fáar hitaeiningar í þessu salati og þess vegna er óhætt að borða vel af því. 100 g romain-salat 50 g fetaostur 5 litlar agúrkur 5 radísur 5 kirsuberjatómatar ½ rauðlaukur 1 tortilla-kaka Dressing 2 msk. ólífuolía 2 msk. granateplasafi Safi úr hálfri sítrónu 2 stór hvítlauksrif 1 msk. fersk minta, smátt skorin 1 tsk. sumac-krydd Salt og pipar Hitið ofninn í 180°C og klippið tortilla-kökuna niður í litla þrí- hyrninga. Leggið á bökunarpappír á ofnplötu og penslið bitana með olíu. Bakið í ofni í 4-5 mínútur eða þar til bitarnir verða stökkir. Setjið salatið á disk, skerið niður tómatana, laukinn og radísur. Sáldrið fetaostinum yfir. Þá er tor- tilla-bitunum dreift yfir. Blandið vel öllu því sem á að fara í dressinguna og hellið yfir salatið. Hollusta á diskinn Fattoush-salat á ættir sínar að rekja til Mið- Austurlanda. Hollt kartöflusalat Það þarf ekki að vera majónes í kartöflusalati. Hér er hollt og gott kartöflusalat sem passar vel bæði með grilluðum mat eða bara soðnum eða steiktum fiski. Upp- skriftin ætti að duga fyrir fjóra. ½ kg nýjar soðnar kartöflur 1 poki klettasalat 1 pakki kirsuberjatómatar 1 búnt radísur 3 vorlaukar Dressing 3 skalottlaukar, smátt skornir 1 búnt vorlaukar, smátt skornir 3 msk. ólífuolía 2 msk. vatn 1 msk. sítrónusafi Salt og pipar Sjóðið kartöflur í léttsöltuðu vatni. Kælið. Skerið allt grænmetið niður og setjið í skál ásamt kartöflunum. Hrærið allt varlega saman. Blandið dressingunni saman við. Taco með grænmeti Væri ekki ágætt að taka sér kjöt- lausan dag og borða taco eingöngu með grænmeti? Hér er uppskrift að góðum rétti. 2 sætar kartöflur 2 msk. Fivespice-krydd 2 vel þroskaðar lárperur 1 límóna, safinn 1 búnt ferskt kóríander 1 þroskað mangó 1 granatepli 1 rauður chilli-pipar Jómfrúarolía 12 litlar tortilla-kökur Skrælið sætu kartöflurnar og skerið í litla bita. Kryddið þá með Fivespice-kryddinu og steikið í olíu þar til þær verða mjúkar. Lárperumauk Búið til lárperumauk með því að mauka lárperurnar með límónu- safa og setja smávegis kóríander með og klípu af salti. Mangó-salsa Skerið mangó í litla bita og setjið í skál. Setjið granateplafræin saman við ásamt chilli-pipar og jómfrúar- olíu. Restin af kóríander fer síðan saman við. Ristið tortilla-kökurnar á þurri pönnu. Á hverja köku er sett lár- perumauk, sætar kartöflur og mangó-salsa. Það er gott að setja sultaðan rauðlauk með og smá- vegis af sýrðum rjóma. Hafið salt og límónubita til hliðar. Hver og einn getur þá fengið sér eftir smekk. FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.