Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 01.07.2020, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 4 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Góðar á grillið í kvöld!Besta uppskeran núna! Samstöðufundur var haldinn fyrir utan Vegagerðina í gær, þar sem bif hjólafólk sameinaðist í mínútu þögn í minningu þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag. Á fundin- um mátti skynja mikinn samhug og hlýju og var gerð krafa um að Vegagerðin færi þegar í stað í úrbætur á vegarköf lum sem skapað hafa mikla hættu víðs vegar um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐSKIPTI Afsláttur til stórnotenda, minni eftirspurn eftir raforku, lækkandi verð á Nord Pool-raforku- markaðnum og nú síðast rekstrar- stöðvun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka, eru meðal þeirra þátta sem munu hafa neikvæð áhrif á tekjuhlið Landsvirkjunar í ár, segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar. Að sögn Harðar mun þróun síð- ustu vikna og mánaða hafa áhrif á næstu arðgreiðslu til ríkissjóðs. Engar áhættuvarnir voru keyptar gegn verðsveif lum á Nord Pool- raforkumarkaðnum, sem hefur lækkað um meira en 90% á síðustu mánuðum. thg / sjá Markaðinn Mikil áhrif á afkomu Landsvirkjunar  VIÐSKIPTI Æðstu stjórnendur Kviku banka og TM hafa undanfarnar vikur átt í viðræðum um mögulega sameiningu félaganna. Rætt hefur verið um helstu skilmála slíkra við- skipta, nú síðast um liðna helgi, en ekki hefur enn náðst samkomulag um undirritun viljayfirlýsingar um að hefja formlegar sameiningarvið- ræður. Eru viðræðurnar, sem eiga sér nokkurn aðdraganda, sagðar vera tímabundið á ís, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála. Á meðal þess sem þær hafa einkum strandað á fram til þessa, eru ólík- ar hugmyndir um á hvaða verði félögin yrðu metin við sameiningu. Markaðsvirði Kviku banka er um 19 milljarðar, á meðan TM er nú metið á liðlega 26 milljarða króna. Í viðræðunum hefur verið lagt upp með, verði af sameiningu félaganna, að viðskiptin færu fram með skiptum á hlutabréfum, frekar en greiðslu reiðufjár, samkvæmt heimildum Markaðarins. Stjórnendur TM og Kviku hafa í viðræðunum horft til þess að sam- legðaráhrifin af mögulegri sam- einingu yrðu meðal annars þau, að hægt væri að skjóta breiðari stoðum undir tekjugrunn félaganna. Með stærra og öflugra sameinuðu félagi, sem fjárfestar kynnu að verð- meta á hærra verði á markaði, stæðu einnig líkur til þess að hægt yrði að ná fram lækkun fjármagnskostn- aðar með betri vaxtakjörum, og sömuleiðis væri ljóst að sparnaður fengist í rekstrarkostnaði. Stærstu hluthafar TM eru fjárfest- ingafélagið Stoðir, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR). Lífeyris- sjóður verslunarmanna og LSR eru einnig meðal þriggja stærstu hlut- hafa í Kviku ásamt félagi í eigu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, en hún var um árabil stór hluthafi og stjórnarformaður VÍS. – hae / sjá Markaðinn Ræða samruna TM og Kviku Ekki enn náðst samkomulag um helstu skilmála, en stjórnendur bankans og tryggingafélagsins hafa á síðustu vikum reynt að ná saman. Viðræðurnar eru nú á ís. Telja hægt að ná fram töluverðri samlegð.   45 milljarðar er samanlagt markaðsvirði félaganna í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.