Fréttablaðið - 01.07.2020, Page 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 4 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 . J Ú L Í 2 0 2 0
Góðar
á grillið
í kvöld!Besta
uppskeran
núna!
Samstöðufundur var haldinn fyrir utan Vegagerðina í gær, þar sem bif hjólafólk sameinaðist í mínútu þögn í minningu þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag. Á fundin-
um mátti skynja mikinn samhug og hlýju og var gerð krafa um að Vegagerðin færi þegar í stað í úrbætur á vegarköf lum sem skapað hafa mikla hættu víðs vegar um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VIÐSKIPTI Afsláttur til stórnotenda,
minni eftirspurn eftir raforku,
lækkandi verð á Nord Pool-raforku-
markaðnum og nú síðast rekstrar-
stöðvun kísilmálmverksmiðju PCC
á Bakka, eru meðal þeirra þátta
sem munu hafa neikvæð áhrif á
tekjuhlið Landsvirkjunar í ár, segir
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar.
Að sögn Harðar mun þróun síð-
ustu vikna og mánaða hafa áhrif
á næstu arðgreiðslu til ríkissjóðs.
Engar áhættuvarnir voru keyptar
gegn verðsveif lum á Nord Pool-
raforkumarkaðnum, sem hefur
lækkað um meira en 90% á síðustu
mánuðum. thg / sjá Markaðinn
Mikil áhrif
á afkomu
Landsvirkjunar
VIÐSKIPTI Æðstu stjórnendur Kviku
banka og TM hafa undanfarnar
vikur átt í viðræðum um mögulega
sameiningu félaganna. Rætt hefur
verið um helstu skilmála slíkra við-
skipta, nú síðast um liðna helgi, en
ekki hefur enn náðst samkomulag
um undirritun viljayfirlýsingar um
að hefja formlegar sameiningarvið-
ræður.
Eru viðræðurnar, sem eiga sér
nokkurn aðdraganda, sagðar vera
tímabundið á ís, að sögn þeirra
sem þekkja vel til stöðu mála. Á
meðal þess sem þær hafa einkum
strandað á fram til þessa, eru ólík-
ar hugmyndir um á hvaða verði
félögin yrðu metin við sameiningu.
Markaðsvirði Kviku banka er um 19
milljarðar, á meðan TM er nú metið
á liðlega 26 milljarða króna.
Í viðræðunum hefur verið lagt
upp með, verði af sameiningu
félaganna, að viðskiptin færu fram
með skiptum á hlutabréfum, frekar
en greiðslu reiðufjár, samkvæmt
heimildum Markaðarins.
Stjórnendur TM og Kviku hafa í
viðræðunum horft til þess að sam-
legðaráhrifin af mögulegri sam-
einingu yrðu meðal annars þau, að
hægt væri að skjóta breiðari stoðum
undir tekjugrunn félaganna.
Með stærra og öflugra sameinuðu
félagi, sem fjárfestar kynnu að verð-
meta á hærra verði á markaði, stæðu
einnig líkur til þess að hægt yrði að
ná fram lækkun fjármagnskostn-
aðar með betri vaxtakjörum, og
sömuleiðis væri ljóst að sparnaður
fengist í rekstrarkostnaði.
Stærstu hluthafar TM eru fjárfest-
ingafélagið Stoðir, Lífeyrissjóður
verslunarmanna og Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins (LSR). Lífeyris-
sjóður verslunarmanna og LSR eru
einnig meðal þriggja stærstu hlut-
hafa í Kviku ásamt félagi í eigu
Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur,
en hún var um árabil stór hluthafi
og stjórnarformaður VÍS.
– hae / sjá Markaðinn
Ræða samruna TM og Kviku
Ekki enn náðst samkomulag um helstu skilmála, en stjórnendur bankans og tryggingafélagsins hafa á
síðustu vikum reynt að ná saman. Viðræðurnar eru nú á ís. Telja hægt að ná fram töluverðri samlegð.
45
milljarðar er samanlagt
markaðsvirði félaganna í dag