Fréttablaðið - 21.07.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0
Volkswagen ID.3 1ST
Rafmögnuð framtíð
Pantaðu núna og
fáðu þinn í haust
www.volkswagen.is/ID · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA#NúGeturÞú
Þessir eldhressu krakkar skemmtu sér konunglega þegar þeir renndu sér niður „Slip’n slide“-rennibraut í
bongóblíðu í gær. Brautin var sett upp við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti. Framtakið var hluti af sumarvið-
burðum sem haldnir eru á vegum Reykjavíkurborgar víðs vegar um borgina þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VIÐSKIPTI Icelandair stefnir að því
að klára samninga við fimmtán
lánardrottna, stjórnvöld og Boeing
fyrir lok mánaðar áður en farið
verður í hlutafjárútboð. Stjórn-
endur félagsins horfa til þess að
semja við lánardrottna um lækkun
af borgana og eiga í viðræðum við
stjórnvöld um skilmála lánalínu til
þrautavara.
Þetta segir Eva Sóley Guðbjörns-
dóttir, framkvæmdastjóri f jár-
málasviðs Icelandair, í samtali við
Fréttablaðið. Eva segir að lánar-
drottnarnir sem Icelandair hafi átt
í viðræðum við séu fimmtán talsins
en um er að ræða leigusala, færslu-
hirða, lánveitendur og mótaðila
vegna olíuvarna. Viðræðurnar eru
f lestar komnar vel á veg og er f lug-
félagið bjartsýnt á að klára samn-
inga við alla lánardrottna fyrir
næstu mánaðamót, en hún bendir
þó á að verkefnið sé í senn ærið og
krefjandi.
„Samhliða því erum við að ræða
við ríkið um lánaskilmála vegna
lánalínu til þrautavara, sem félag-
ið gæti nýtt ef rekstrarskilyrði f lug-
félaga verða mjög erfið til lengri
tíma og fjármagnið úr hlutafjárút-
boðinu dugar ekki til,“ segir Eva.
Hlutafjáraukningin á að nægja
félaginu ef grunnsviðsmynd félags-
ins um að lítið verði f logið fram á
næsta vor rætist. Viðræðurnar við
stjórnvöld snúast þannig um að
Icelandair geti dregið á lánalínu
og tryggt rekstrarhæfi ef ládeyðan
á markaðinum varir lengur en spár
félagsins gera ráð fyrir.
Spurð hvort að Icelandair óski
eftir skuldbreytingu við lánar-
drottna, þ.e.a.s. að kröfum á f lug-
félagið verði breytt í hlutafé, segir
Eva Sóley að svo sé ekki.
„Viðræðurnar snúast ekki um
skuldbreytingu heldur erum við
að horfa til þess að styrkja lausa-
fjárstöðu félagsins með því að
aðlaga af borganir að áætluðu
sjóðsstreymi á meðan félagið flýgur
lítið,“ segir Eva Sóley.
„Grunnsviðsmyndin byggir á því
að afborganir til lánardrottna verði
aðlagaðar að áætluðu sjóðsstreymi,
hluthafar komi inn með nýtt fjár-
magn og að félagið geti dregið á
lánalínu frá ríkinu ef ládeyðan á
markaðnum varir lengur en spár
okkar gera ráð fyrir.“
Viðræðurnar við lánardrottna
eru f lóknar að sögn Evu þar sem
Icelandair er lítið flugfélag í alþjóð-
legu samhengi. Stærstu lánar-
drottnarnir geta m.a. verið tregir til
að ganga að óskum Icelandair svo
að ekki skapist fordæmi í sambæri-
legum viðræðum við önnur stærri
f lugfélög. – þfh
Leggja kapp á
að semja fyrir
mánaðamótin
Icelandair vill klára samninga við lánardrottna,
stjórnvöld og Boeing fyrir næstu mánaðamót.
Horfa til þess að lækka greiðslur til lánardrottna.
Hafa ekki óskað eftir skuldbreytingu krafna. Ræða
við stjórnvöld um skilmála vegna þrautavaraláns.
Viðræðurnar snúast
ekki um skuld-
breytingu heldur erum við
að horfa til þess að styrkja
lausafjárstöðu
félagsins.
Eva Sóley Guð-
björnsdóttir,
framkvæmda-
stjóri fjármála-
sviðs Icelandair
DÓMSMÁL Nýskráðum málum frá
Íslandi sem rekin eru fyrir Mann-
réttindadómstól Evrópu hefur
fjölgað mikið undanfarið. Fjórtán
ný mál voru skráð hjá ríkislög-
manni á þessu ári.
Mál sem skráð eru hjá ríkislög-
manni eru aðeins þau sem dóm-
stóllinn hefur þegar ákveðið að taka
til efnislegrar meðferðar. Alls eru
kærur frá Íslandi til MDE mun fleiri.
Árið 2017 bárust dómstólnum 28
kærur frá Íslandi. Þær voru 24 árið
á eftir, en nærri helmingi f leiri árið
2019, eða 40 talsins. Langf lestum
málum er hins vegar vísað frá dóm-
stólnum og aðeins lítill hluti þeirra
fær efnismeðferð. – aá / Sjá síðu 6
Kærum rignir til MDE