Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.07.2020, Blaðsíða 6
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur móttekið kæru hollenska ríkisins á hendur Rússlandi. DÓMSMÁL Hollenska ríkið hefur leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu og lagt fram kæru gegn Rússlandi vegna meintra brota gegn rétti hollenskra borgara á réttinum til lífs, banni við pyndingum og fleiri ákvæðum Mannréttindasátt- málans. Kæran var lögð fram 10. júlí síðastliðinn þar sem byggt er á því að umrædd brot hafi verið framin er breiðþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir austurhluta Úkra- ínu þann 17. júlí 2014. Alls létust 298 farþegar vélarinnar, þar á meðal 196 hollenskir borgarar. Mjög sjaldgæft er að aðildarríki dómstólsins kæri annað aðildar- ríki vegna brota á ákvæðum sátt- málans en sérstakur farvegur er fyrir slík mál. Í fréttatilkynningu um málið á vef MDE kemur fram að nú eru fimm slík mál til meðferðar í Strassborg. Þar kemur einnig fram að annað mál gegn Rússlandi tengt malasísku vélinni er einnig til meðferðar hjá dómstólnum en kærendur þess máls eru aðstandendur fórnar- lamba árásarinnar. – aá Holland kærir Rússland til MDE Farþegavél malasíska flugfélagsins var í hefðbundnu farþegaflugi frá Amst- erdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. MYND/AP ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN HF. ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN HF. ÞÖRUNGAVERKSMIÐJAN HF. AÐALFUNDUR örungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn þriðjudaginn 28. júní 2020 kl. 14.00 á skrifstofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins auk þess sem til afgreiðslu verður tillaga um að veita stjórn félagsins, f. þess hönd, heimild til að kaupa hluti í félaginu sjálfu. Afgreiðslutímar á www.kronan.is SNILLD Á M AÍ SI N N KÓRÍA NDER Smá kukl með ... KÓRÍANDER Fáðu töfra innblástur á kronan.is/ töfrar DÓMSMÁL Nýskráðum dómsmálum gegn íslenska ríkinu hjá Mannrétt- indadómstól Evrópu (MDE) fjölgar mikið hjá ríkislögmanni milli ára. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá embættinu. Árið 2017 voru þrjú mál sem kærð höfðu verið til MDE skráð hjá emb- ættinu. Árið 2018 voru níu mál skráð, Landsréttarmálið þar á meðal, en í fyrra voru tíu ný MDE-mál skráð hjá embættinu. Til samanburðar voru átta nýskráð mál hjá Hæstarétti Íslands skráð hjá embættinu. Þrátt fyrir að árið 2020 sé aðeins hálfnað og starfsemi dómstóla hafi verið töluvert löskuð vegna heims- faraldursins eru nýskráð MDE-mál hjá embættinu á yfirstandandi ári þegar orðin fjórtán talsins. „Menn eru orðnir almennt með- vitaðri en áður um þessa leið og mikla ekki lengur fyrir sér að senda þangað kærur, svo er málsmeðferð- artími dómsins að styttast þannig að það þarf ekki lengur að bíða mörg ár eftir niðurstöðu,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður sem hefur náð hvað bestum árangri íslenskra lögmanna með mál fyrir dómstólnum í Strassborg. Hann segir að lögmenn hafi líklega miklað fyrir sér að kæra, en með aukinni umfjöll- un og árangri með íslensk mál sé ljóst að þetta sé alveg raunhæf leið. Gunnar tekur þó fram að dóm- stóllinn taki ekki við hvaða ágrein- ingsefnum sem er. „Það líta margir á MDE sem fjórða dómstigið en hann gegnir alls ekki slíku hlutverki,“ segir Gunnar. Dómstóllinn sé hins vegar mikilvægur fyrir grundvallar- spurningar um mannréttindi. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að þeir sem eru með mikilvæg prinsippmál á sviði mannréttinda eigi að láta á þau reyna.“ Mál sem skráð eru hjá ríkislög- manni eru aðeins þau sem dóm- stóllinn hefur þegar ákveðið að taka til efnislegrar meðferðar og beinir í því skyni spurningum um mála- vexti og málsástæður til kærandans og ríkisins. Alls eru kærur frá Íslandi til MDE mun fleiri. Árið 2017 bárust dóm- stólnum 28 kærur frá Íslandi. Þær voru 24 árið á eftir, en nærri helm- ingi f leiri árið 2019, eða 40 talsins. Langflestum málum er hins vegar vísað frá dómstólnum og aðeins lítill hluti þeirra fær efnismeðferð. Að því er fram kemur á vef dóm- stólsins biðu 74 kærur frá Íslandi meðferðar um síðustu áramót. Stór hluti þessarar fjölgunar er vegna svokallaðra hrunmála, en lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja lík- legt að þessi fjölgun mála sé komin til að vera. Áður en hin svokölluðu hrunmál fóru til meðferðar í Strass- borg tengdust flestir dómar frá MDE í íslenskum málum ágreiningsefnum tengdu tjáningarfrelsi en nú hefur málum um réttláta málsmeðferð fjölgað mjög. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá því að mál formanns Félags end- urhæfðra mænuskaddaðra fengi efnismeðferð í Strassborg en málið varðar aðgengi fatlaðs fólks að opin- berum byggingum í Reykjanesbæ. adalheidur@frettabladid.is Íslenskum málum hjá MDE fjölgar mikið Fjórtán ný mál sem rekin eru fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu hafa verið skráð hjá ríkislögmanni á þessu ári. Tíu mál voru skráð í fyrra og þrjú árið 2017. Hæstaréttarlögmaður segir árangur síðustu ára auka tiltrú á þessari leið. Trú Íslendinga á störfum MDE hefur aukist ef mið er tekið af fjölgun mála þar gegn Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY STJÓRNMÁL Leiðtogar ríkja innan Evrópusambandsins hafa undan- farna fjóra daga fundað um útfærslu á umfangsmiklum björgunarpakka sambandsins vegna kórónaveir- unnar. Um er að ræða lengstu fund- arlotu leiðtoga Evrópusambands- ríkjanna síðan þeir funduðu í fimm daga í Nice árið 2000 um útfærslu á stækkun sambandsins. Talið er að miðað hafi í rétta átt á fundi leiðtoganna sem haldinn var í gær. Þjóðverjar og Frakkar segja mynd vera komna á grind utan um pakkann á meðan ríkisstjórnir Ítala og Spánar segja lengra vera í land. Málamiðlun  milli deiluaðila miðar við að pakkinn hljóði upp á tæpa 400 milljarða evra. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hótaði að ganga út af fundinum í miðjum viðræðum en Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að þokast hefði í átt að samkomulagi og hún væri vongóð um að samn- ingar myndu nást í vikunni. Þetta er fyrsta fundalota leiðtoganna í per- sónu síðan faraldurinn skall á – hó Sáttatónn í leiðtogunum Ég hef verið þeirrar skoðunar að þeir sem eru með mikilvæg prinsippmál á sviði mann- réttinda eigi að láta á þau reyna. Gunnar Ingi Jóhannsson 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.