Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.07.2020, Qupperneq 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Það að einkafyrir- tæki glími við erfið- leika, þótt umtalsverðir séu, getur ekki vikið til hliðar lögbundnum réttindum launafólks. Það fram- fleytir sér enginn á grunnat- vinnuleysis- bótum einum og enn síður á fjárhagsað- stoð sveitar- félaga sem er á bilinu um 150–200 þúsund krónur á mánuði. Það er ánægjuefni að samningar hafi loksins tekist milli Icelandair og Flug-freyjufélags Íslands. Ef samningurinn sem undirritaður var um helgina verður samþykktur þýðir það endalok afar langra og flókinna viðræðna þessara aðila. Flugfreyjur höfðu verið án samnings í rúm- lega eitt og hálft ár og rúmlega fimmtíu samninga- fundir verið haldnir hjá ríkissáttasemjara. Þessi deila á sér því dýpri rætur en þau vandræði sem Icelandair og flugfélög um allan heim standa frammi fyrir vegna heimsfaraldursins. Fyrstu mánuðirnir í starfi Aðalsteins Leifssonar sem ríkissáttasemjara hafa heldur betur verið viðburðaríkir. Skrifað var undir fjölmarga kjara- samninga á opinberum vinnumarkaði í miðjum heimsfaraldri, sem hafði veruleg áhrif á alla umgjörð viðræðna. Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í viðræðum hjúkrunarfræðinga við ríkið, sem virtust komnar í algjöran hnút og var hún samþykkt nokkuð örugglega. Það var svo að frumkvæði ríkissáttasemjara sem samninganefndir Icelandair og flugfreyja settust að borðinu á ný og náðu samningum þegar öll sund virtust lokuð. Hér verður að hrósa Aðalsteini og hans fólki fyrir góðan árangur við erfiðar aðstæður. Þrátt fyrir samninga við flugfreyjur og aðra hópa starfsmanna er staða Icelandair enn afar viðkvæm. Stórir óvissuþættir eru enn til staðar, eins og niður- staða úr viðræðum við Boeing, væntanlegt hluta- fjárútboð og hvenær ferðamannaiðnaðurinn fer að glæðast fyrir alvöru. Við þessar aðstæður þarf félag- ið á stuðningi alls samfélagsins að halda. Lífeyris- sjóða sem fjárfesta, almennings sem viðskiptavina og stjórnvalda sem bakhjarls. Forsætisráðherra hefur lagt áherslu á að ástæða fyrir mögulegum stuðningi stjórnvalda sé að félagið geri íslenska kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna hlýtur sú leið sem forsvarsmenn Icelandair kusu að fara gegn flugfreyjum að teljast afar misráðin. Það að einkafyrirtæki glími við erfiðleika, þótt umtalsverðir séu, getur ekki vikið til hliðar lögbundnum réttindum launafólks. Slíkt myndi setja afar hættulegt fordæmi. Það er langfar- sælast að deilur sem þessar séu leystar við samn- ingaborðið. Sú spurning vaknar líka óhjákvæmilega hvaða áhrif atburðarás síðustu daga munu hafa til fram- búðar. Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og for- ystu atvinnulífsins hafa verið stirð að undanförnu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Miðað við yfir- lýsingar og ummæli sem hafa fallið er erfitt að sjá fyrir sér að það breytist í bráð. Þá styttist í að endur- skoðunarákvæði lífskjarasamninga verði virkt en ljóst er að þar þurfa að eiga sér stað viðræður vegna gjörbreyttra aðstæðna. Þar mun ekki síður reyna á stjórnvöld en aðila vinnumarkaðar. Hættulegt fordæmi Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 Í haust blasir sárafátækt við mörgum fjölskyldum á Suðurnesjum ef ekkert verður að gert. Suðurnesin er landshlutinn sem í heild verður verst úti vegna atvinnuleysis en í mörgum sveitarfélögum um landið sem orðið hafa fyrir tekjufalli, verða fjölskyldur í miklum vanda. Á íslenskum vinnumarkaði öðlast fólk fullan rétt á 30 mánaða atvinnuleysisbótum eftir 12 mánuði á vinnu- markaði, þar af eru sex mánuðir tekjutengdir. Hámark tekjutengingar er um 456 þúsund krónur á mánuði og grunnatvinnuleysisbætur eru rúmar 289 þúsund krónur. Margir þeirra sem fóru á atvinnuleysisbætur eftir fall WOW höfðu ekki verið á vinnumarkaði í 12 mánuði. Vel á annað hundrað manns mun fullnýta rétt sinn á næstu vikum. Við þessu fólki blasir ekkert annað en fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og aðstoð sjálfboðaliða með matargjafir. Það framfleytir sér enginn á grunnat- vinnuleysisbótum einum og enn síður á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga sem er á bilinu um 150–200 þúsund krónur á mánuði. Aðstoðin er misjöfn eftir sveitarfélögum og skilyrðin fyrir aðstoð eru það líka. Afkoman fer eftir því hvar fólkið býr. Í Reykjanesbæ, þar sem atvinnuleysið var mest fyrir og er mest eftir COVID, mun sárasta vandans fyrst gæta. Þar er fjárhagsaðstoðin 45% af lágmarkslaunum og helmingur grunnatvinnuleysisbóta. Hvað er til ráða? Ríkisstjórnin þarf í fyrsta lagi að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp um krónutölu- hækkun lægstu launa samkvæmt lífskjarasamningi. Og því til viðbótar að lengja í því tímabili sem fólk getur verið á atvinnuleysisbótum. Með þessum aðgerðum mun ríkið gera sveitarfélögunum kleift að hlúa að börnum sem búa við fátækt og tryggja að þau fái mat í skólanum, geti notið tómstunda og farið í leikskóla líkt og önnur börn. Aukaverkanir langtímaatvinnuleysis eru vel þekktar og slæmar. Stöðugar fjárhagsáhyggjur og félagsleg einangrun eykur líkur á varanlegri örorku. Vímuefnaneysla, þunglyndi og heimilisofbeldi eru einn- ig þekktar aukaverkanir. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að bregðast við. Úrræðalaus verður hún að víkja strax! Hætta á sárafátækt Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar- innar Breyttur veruleiki Þjóðin hefur fylgst með kjarabar- áttu f lugfreyja með öndina í háls- inum. Stéttin er að horfast í augu við gjörbreyttan veruleika og því var samningsstaðan ekki sterk. Dæmi um slíkan viðsnúning hjá stéttum eru kannski ekkert sérstaklega mörg en finnast þó ef vel er athugað. Í kjölfar efnahags- hrunsins horfði hin fordæmda stétt bankastarfsmanna fram á gjörbreyttan veruleika. Upp- gjörið þá var einnig dramatískt enda voru margir starfsmenn reknir en hinir heppnu fengu til- boð um verulega skert launakjör. Yfirgnæfandi meirihluti skrifaði möglunarlaust undir, dauðfegnir að halda vinnunni. Dauðasyndin Vinsælasta fréttin á helstu vef- miðlum landsins um helgina voru ummæli ungrar leikkonu um nokkur sjávarpláss úti á landi. Gaf hún í skyn að henni þætti lítið til þessara staða komið og framdi þar með einhvers konar dauðasynd. Innan tíðar var leikkonan tekin af lífi með orðum og mátti hún hafa sig alla við að biðjast forláts til þess að lægja öldurnar. Á þessum síðustu og verstu tímum virðist nefni- lega vera afar varhugavert að hafa einhvers konar skoðun. Þá er sérstaklega hættulegt ef að sú skoðun kemur við kauninn á ein- hverjum sem þjáist af þjakandi séríslenskri minnimáttarkennd og hefur ekki burði til þess að halda þeim í skefjum. 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.