Fréttablaðið - 21.07.2020, Page 32

Fréttablaðið - 21.07.2020, Page 32
Það er góð skemmtun að fara á gott safn og það getur veitt manni einstaka innsýn inn í horfna tíma eða áður óþekkt svið mannlegrar tilvistar. En þó að mörg söfn séu þægileg leið til að verja örfáum klukkustundum eru líka til söfn sem eru svo stór að það er ómögulegt að arka um allt og sjá allt í einni heimsókn. Hér eru þau fimm stærstu. Louvre-safnið í París Louvre-listasafnið í París í Frakk- landi var stofnað árið 1792 og er það allra stærsta, rúmlega 72 þúsund fermetrar. Safnið er eitt af mörgum þekktum kenni- leitum borgarinnar og hluti af Louvre-höllinni, sem var byggð á 12. öld. Byggingin var notuð sem virki áður en hún varð bústaður kóngafólks árið 1546. Árið 1692 var húsið notað til að hýsa listaskóla og 100 árum síðar var Louvre-safnið opnað, en þá voru þar 537 málverk. Í dag eru um 38 þúsund listaverk í safninu og það tekur á móti 7,4 milljónum gesta á ári, sem er meira en nokkurt annað safn. Hermitage-safnið í St. Pétursborg Næststærsta safn í heimi er tæp- lega 67 þúsund fermetrar. Safnið er eitt það elsta í heimi, en það var stofnað árið 1764 og og opnað fyrir almenning árið 1852. Það samanstendur af sex sögufrægum byggingum sem standa við bakka Neva-árinnar. Á safninu eru yfir þrjár milljónir muna og það hýsir stærsta safn málverka í heim- inum. Kínverska þjóðminjasafnið í Peking Kínverska þjóðminjasafnið er í 65 þúsund fermetra byggingu við Torg hins himneska friðar í Peking. Safnið varð til þegar safn kínversku byltingarinnar og sögusafn Kína voru sameinuð árið 1959. Hlutverk þess er fyrst og fremst að fræða almenning og kynna sögu og list Kína, en á safninu eru yfir milljón munir. Metropolitan-safnið í New York Metropolitan-safnið var stofnað árið 1870 og opnað tveimur árum síðar. Það er við fimmtu breið- götu borgarinnar og er tæplega 59 þúsund fermetrar að stærð, en í dag er safnið í byggingu sem er tuttugu sinnum stærri en upp- haf lega byggingin var. Á safninu eru meira en tvær milljónir fjölbreyttra muna frá ólíkum heimshornum, en safnið er meðal annars þekkt fyrir stórt safn hljóðfæra. Söfn Vatíkansins í Róm Söfn Vatíkansins, sem er í Róm á Ítalíu, eru 43 þúsund fermetrar og þau voru sett á laggirnar árið 1506. Þar má sjá gríðarstórt listaverkasafn Vatíkansins, en meðal muna í safninu eru högg- myndir frá Róm til forna og sum af merkustu listaverkum endur- reisnarinnar. Safnið hefur að geyma um 70 þúsund listaverk, en af þeim eru um 20 þúsund í sýningu. Safninu er skipt í 54 hluta og Sixtínska kapellan, sem var skreytt af Michaelangelo á 16. öld, er rúsínan í pylsuendanum. Fimm stærstu söfn veraldar Söfn eru góð leið til að skemmta sér og fræðast um leið. Þau geta verið afar fjölbreytt og misstór, en þau allra stærstu eru svo stór í sniðum að það er ómögulegt að sjá allt sem þau geyma á einum degi. Louvre-safnið í París er eitt af mörgum frægum kennileitum borgarinnar og stærsta safn í heimi. MYND/GETTY Hermitage- safnið í St. Pétursborg er í sex sögu- frægum bygg- ingum sem standa við bakka Neva- árinnar. Kínverska þjóðminja- safnið stendur við Torg hins himneska friðar í Peking. Á Metropo- litan-safninu í New York er hægt að skoða meira en tvær milljónir fjölbreyttra muna frá ólíkum heims- hornum. Söfn Vatíkans- ins voru sett á laggirnar árið 1506 og Sixt- ínska kapellan er rúsínan í pylsuend- anum. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Velkomin á Gljúfrastein alla daga frá kl. 10 – 17 í sumar. Leiðsögn um húsið, safnbúð, sýning um Innansveitarkroniku, fallegar gönguleiðir í Mosfellsdal og stofutónleikar á sunnudögum. Fylgstu með Gljúfrasteini - húsi skáldsins @gljufrasteinn | www.gljufrasteinn.is 6 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSÖFN Á ÍSLANDI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.