Fréttablaðið - 21.07.2020, Page 37

Fréttablaðið - 21.07.2020, Page 37
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Okkar elskaða Halldóra K. Thoroddsen rithöfundur lést aðfaranótt 18. júlí. Útförin fer fram í Neskirkju föstudaginn 31. júlí kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, Eggert Þorleifsson, Bergsteinn Jónsson, Sigurður Eggertsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Sigurðsson bifreiðastjóri, frá Sleitustöðum í Skagafirði, sem lést á heimili sínu, mánudaginn 13. júlí, verður jarðsunginn frá Hóladómkirkju, föstudaginn 24. júlí, kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sælureit ættarinnar, Fagralund, sem honum var einkar hugleikinn. Reynir Þór Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Íris Hulda Jónsdóttir Björn Gunnar Karlsson Gísli Rúnar Jónsson Lilja Magnea Jónsdóttir Skúli Hermann Bragason barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þórður Árni Björgúlfsson fv. rennismiður og verslunarmaður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, fimmtudaginn 23. júlí, klukkan 13.30. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Grenihlíðar fyrir frábæra umönnun og hjartahlýju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Öldrunarheimila Akureyrar, kennitala: 441217-1450, banki: 565-14-405786. Björg Þórðardóttir Friðrik Viðar Þórðarson Kristín Jónína Halldórsdóttir Björgúlfur Þórðarson Helga Guðrún Erlingsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét S. Einarsdóttir fv. sjúkraliði og forstöðumaður, Norðurbrú 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum 16. júlí sl. Útförin verður auglýst síðar. Atli Pálsson Hallgrímur Atlason Guðbjörg Jónsdóttir Guðjón Atlason Ana Isorena Atlason Atli Atlason Elin Svarrer Wang barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma, Brynhildur Kristinsdóttir Vöðlum, Önundarfirði, lést 8. apríl sl. Þann 25. júlí nk. verður minningarathöfn í Holtskirkju kl. 14, allir eru velkomnir. Innilegar þakkir flytjum við öllum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug, sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri fyrir alla umönnun og hjálpsemi síðustu ár. Gunnhildur J. Brynjólfsdóttir Þorsteinn Jóhannsson Arnór Brynjar Þorsteinsson Isak Gustavsson Jón Ágúst Þorsteinsson Hrefna Valdemarsdóttir Jóhann Ingi Þorsteinsson Gerður Sigmundsdóttir Árni G. Brynjólfsson Erna Rún Thorlacius Jakob E. Jakobsson Sólveig M. Karlsdóttir Brynjólfur Óli Árnason Benjamín Bent Árnason Rakel Ósk Rögnudóttir G. Rakel Brynjólfsdóttir Jón Sigurðsson Hildur Sólmundsdóttir Emil Ó. Ragnarsson Agnes Sólmundsdóttir Andri M. Karlsson Hanna Gerður Jónsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Unnur Lárusdóttir Víðiteigi 6d, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 15. júlí 2020. Ingunn Ólafía Jónsdóttir Ríkharð Örn Jónsson Sólrún Maggý Jónsdóttir Lárus Haukur Jónsson Hilmar Þór Jónsson Unnur Jenný Jónsdóttir Okkar hjartkæra Hjördís Guðbjartsdóttir hjúkrunarkona, áður til heimilis að Seljavegi 27, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 4. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Birna Gunnarsdóttir Eyþór Gunnarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Elíasdóttir Strikinu 8, Garðabæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann 10. júlí 2020. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju, miðvikudaginn 22. júlí kl. 15.00 Eyþór Árnason Sigurbjörg Einarsdóttir Hafþór Árnason ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, kær vinur, afi, og langafi, Helgi Jónsson fyrrverandi bankaútibússtjóri, sem andaðist á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, þann 14. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, miðvikudaginn 22. júlí, kl. 13.00. Áslaug Helgadóttir Gunnar Guðmundsson Jón Helgason Sigríður K. Valdimarsdóttir Sigríður Helgadóttir Ólafur Þorsteinsson Helgi Teitur Helgason Guðrún Hildur Pétursdóttir Margrét Ingvarsdóttir börn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalbjörg Guðmundsdóttir kennari, frá Harðbak á Melrakkasléttu, lést á heimili sínu að Lindarseli 7, Reykjavík, að morgni 10. júlí. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi, mánudaginn 27. júlí, kl. 13.00. Vinsamlegast athugið breytta staðsetningu á útförinni. Sæmundur Rögnvaldsson Ingibjörg Axelsdóttir Elín Rögnvaldsdóttir Björgvin Guðmundsson Margrét Rögnvaldsdóttir Magnús H. Ingþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Tengsl mín við Skógræktar-félag Reykjavíkur hafa varað lengi. Ég hef stundað útivist í Heiðmörk og fór oft þangað sem barn. Þá voru höfuðstöðvar  félagsins niðri í Fossvogsdal þar sem ég ólst upp. Nú eru þær fluttar upp að Elliða- vatnsbæ,“ segir Auður Kjartansdóttir, sem er nýr framkvæmdastjóri félags- ins. Hún hefur verkstjórn og verkefna- stjórn í skógrækt á ferilskránni en síð- ustu fimmtán ár hefur hún starfað hjá Veðurstofunni sem sérfræðingur í ofan- flóðum. „Það má segja að þungi starfa minna færist nú frá vetri til sumars en bæði tengjast náttúrunni,“ segir hún. Hallarbyltingar í félaginu eru ekki á stefnuskránni hjá Auði. „Ég mun fyrst og fremst halda áfram með það góða starf sem félagið hefur staðið fyrir í áratugi. Í sumar voru 70 ár frá því það hóf starf- semi í Heiðmörk við hátíðlega athöfn. Það var 25. júní 1950 sem hundruð manna komu þar saman og gróðursetn- ing hófst. Þá var Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri og  í ávarpi  óskaði hann þess að Reykvíkingar  sæktu í Heið- mörkina frið í hjarta og hvíld á sál og líkama um alla framtíð. Einnig að lands- menn lærðu að fara mjúkum höndum um móðurmoldina svo hún gæti borið þeim hávaxin tré sem skýldu og hlífðu niðjum þeirra í stormum framtíðarinn- ar. Þetta er einmitt það sem okkar kyn- slóð er að upplifa í skógunum.“ Hvorki vill Auður lofa né lasta lúpín- una. „Lúpínan er hápólitísk planta. Margir eru henni mótfallnir en henni fylgir sveppur sem bindur kolefni og moldin verður frjósamari fyrir vikið. Skógræktarfélag Reykjavíkur plantar skógi í lúpínubreiður enda leggur það fyrst og fremst stund á skógrækt og styð- ur við hana hjá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum. Það hefur umsjón með stórum útivistarsvæðum eins og Esju- hlíðum og Heiðmörk. Auður kveðst hafa reynslu af farar- stjórn hópa fólks úti í náttúrunni. Hún segir marga viðburði á hverju ári sem Skógræktarfélag Reykjavíkur standi fyrir, nefnir sem dæmi skógarleika og Heiðmerkurhlaup. „Svo er nýlega búið að skrifa undir samning um loftslags- skóga í Úlfarsárdal og Esjuhlíðum sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborg- ar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þar er verið að minnka kolefnisspor Reykvíkinga og sporna gegn hnatt- rænni hlýnun. Grænn trefill skóga veitir skjól, dregur úr mengun og bætir heilsu borgaranna.“ gun@frettabladid.is Færir sig milli árstíða Auður Kjartansdóttir er nýr framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hún hef- ur unnið við snjóflóðarannsóknir í 15 ár en nú sér hún fram á meira annríki á sumrin. „Grænn trefill skóga veitir skjól, dregur úr mengun og bætir heilsu borgaranna,“ segir Auður brosandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.