Fréttablaðið - 21.07.2020, Side 46

Fréttablaðið - 21.07.2020, Side 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞEGAR VIÐ VORUM BÁÐAR KOMNAR AFTUR TIL ÍSLANDS FANNST OKKUR VANTA VETTVANG SEM VÆRI AÐ SETJA HEILSU, HUG- LEIÐSLU OG ANNAÐ HEILNÆMT Í FALLEGAN BÚNING SEM HENTAR NÚTÍMAFÓLKI. Eva Dögg 2 1 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Verslanir Kvikk eru staðsettar á völdum bensínstöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og í Reykjanesbæ. Skrúfum niður verðið! 330 ml dós: 199 kr. Þær Dag ný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rú narsdótt ir mu nu leiða saman hugleiðslu í Systrasamlaginu á Óðinsgötu á morgun. Systrasamlagið hefur boðið upp á ókeypis hugleiðslutíma á miðviku­ dögum undanfarið og stefna að því að fá hina ýmsu hugleiðslugúrúa til að leiða tímana í framtíðinni. „Thelma vinkona okkar hefur svo verið að leiða hugleiðslu í Systra­ samlaginu á miðvikudagsmorgnum undanfarið en er farin í fæðingaror­ lof. Þá stungu þær systur upp á því að við myndum kenna hugleiðsluna okkar, svona „pop up“ í persónu og gerum það núna á miðvikudaginn,“ segir Dagný. Hentar nútímafólki Saman halda þær úti vefsvæðinu Rvk ritual. „Rvk ritual er svo margt, en við höfum skilgreint það sem „vel­ líðunarvef“, þar sem við deilum efni tengdu heilsu, vellíðan, hug­ leiðslu, kennum þar námskeið og seljum einnig okkar uppáhalds vörur tengdar ritúölum. Við gerum allt á ensku því okkur langaði að eiga samtal við f leiri en bara þá sem tala íslensku og gefa f leirum innsýn inn í þessa senu á Íslandi. Okkur finnst Ísland hafa upp á svo ótrúlega mikið að bjóða,“ segir Eva. Stöllurnar kynntust fyrir mörg­ um árum í gegnum barnsföður Evu. „Við höfum alltaf verið að nördast í svipuðum áhugamálum tengdum jurtum, jóga og heilnæmum líf s­ stíl. Við vorum lengi vel hvor í sínu landinu, ég á Íslandi eða í Þýska­ landi og Eva í Danmörku. Það sem tengir okkur sterkast saman er að við erum báðar miklir hugleiðslu­ iðkendur og meira og minna alltaf í einhvers konar sjálfsvinnu,“ segir Dagný Eva segir Rvk ritual vera tilraun til að sameina þeirra helstu hugðar­ efni við þeirra persónulega bak­ grunn. „Við erum báðar með skapandi bakgrunn, ég er fatahönnuður og Dagný er menntuð í ritlist og leir­ list. Þegar við vorum báðar komnar aftur til Íslands fannst okkur vanta vettvang sem væri að setja heilsu, hugleiðslu og annað heilnæmt í fal­ legan búning sem hentar nútíma­ fólki. Okkur langar að fólk fari að vinna í sér, hugleiða og hugsa um sig áður en það brennur út, geri það að daglegum vana og láti það passa inn í sitt líf, sama hvernig það lítur út,“ bætir hún við. Hugleiðslan í forgangi Dagný segist fyrst hafa prófað hug­ leiðslu í jógatíma þegar hún var fjór­ tán ára. „Mér hundleiddist á meðan en fann þó að það róaðist allt inni í mér. Ég byrjaði alls ekki að stunda hugleiðslu þá, en þetta kveikti áhugann. En fyrir rúmum áratug fór ég loksins að iðka mjög reglulega, en það getur tekið tíma að búa sér til iðkun og setja hugleiðslu í forgang. Ef fólk myndi vita hvaða góðu áhrif það hefur í för með sér þá held ég að flestir myndu ekki hika við að hug­ leiða daglega,“ segir Dagný. „Ég á svipaða sögu að segja. Ég man eftir fyrstu hugleiðslunni minni og það var örugglega það leiðinlegasta sem ég hef gert, ég var 17 ára. Ég fann samt svo sterkt fyrir þessari hugleiðslu og fann að hún hafði djúpstæð áhrif á mig, en þá hafði ég ekki þroska til að skilja þetta. Ég byrjaði í jóga í kringum tvítugt, fyrst þegar ég flutti til Dan­ merkur. Svo byrja ég löngu seinna að gera hugleiðslu að alvöru iðkun en fattaði þá hvað sköpun hafði verið hugleiðslan mín lengi vel, en á einhverjum tímapunkti þurfti ég meira. Við Dagný eigum það sam­ eiginlegt að vilja lifa á ákveðnum „krossi“ þar sem hefðbundið og andlegt líf mætast,“ segir Eva. Mögnuð áhrif Á morgun bjóða þær upp á kunda­ lini­hugleiðslu sem kallast Gyan Chakra Kriya. „Þessi hugleiðsla er kröftug og er sögð geta fært okkur velmegun, aukið útgeislun og hækkað í innsæ­ inu. Einnig reynir hún líka hæfilega vel á okkur líkamlega og leysir úr vöðvabólguhnútum eftir nokk­ urra daga iðkun. Þetta er nefnilega ekki hefðbundin hugleiðsla þar sem þú situr kyrr í hljóði, heldur gerir iðkandinn hreyfingar og syngur möntru á meðan, sem hefur mögn­ uð áhrif,“ segir Eva Dögg. Það er margt spennandi á döfinni hjá Rvk ritual. „Já, við erum með fjögurra vikna Self Mastery­netnámskeið í ágúst og erum einnig að þróa styttra net­ námskeið fyrir byrjendur í hug­ leiðslu á íslensku. Svo erum við að þróa nokkrar vörur tengda ritú­ ölum, sem við munum kynna með haustinu. Við munum líklega koma reglulega við í Systrasamlaginu enda eigum við margt sameiginlegt með þeim systrum og elskum þetta fallega rými sem þær hafa skapað,“ segir Dagný. Hugleiðslan á morgun hefst klukkan 10.00 og er aðgangur ókeypis. steingerdur@frettabladid.is Nútímafólk á að setja hugleiðslu í forgang Á morgun er boðið upp á hugleiðslu í Systrasamlaginu en hún verður leidd af þeim Dagnýju og Evu. Þær halda saman úti vef- svæðinu Rvk ritual sem þær lýsa sem nokkurs konar vellíðunarvef. Hugleiðslan hefur verið sameiginlegt áhugamál vinkvennanna í dágóðan tíma. MYND/SUNNA BEN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.