Fréttablaðið - 01.08.2020, Side 8
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Að ferða-
þjónustunni
slepptri
hefur
atvinnuupp-
bygging
utan höfuð-
borgar-
svæðisins á
undan-
förnum
árum verið
einstaklega
óuppbyggi-
leg.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Mín skoðun Lára G. Sigurðardóttir
Árið er ríflega hálfnað og óhætt að segja að það hafi verið viðburðaríkt. Óþarft er að rekja þau ósköp öll um veðurham og óáran. En nú er sumar og þá gleymist margt. Íslensk sumur eru óviðjafnanleg
og þegar veður er upp á sitt besta, eins og verið hefur
undanfarið, gleðjast gumar og leiðindi og þras hverfa
og gufa upp eins og dögg á lyngi.
Á ferð um landið leynir sér ekki að erlendir ferða
menn eru færri en undanfarin sumur. Staðir þar sem
ekki var þverfótað fyrir ferðafólki af fjölbreyttu þjóð
erni eru nú fáfarnir og augljóst að innviðir, sem ætlað
var að anna mun meiri aðsókn, eru vannýttir. Við allra
vinsælustu náttúruperlur eru erlendir ferðamenn á
stangli. Síld vorra daga vandfundin um þessar mundir.
Hún kom og hún fór, eins og forðum.
Í anda augnabliksins fögnum við því að hafa svig
rúm til að njóta íslenskrar náttúru. Óviðjafnanlegri,
sem við sumpart höfum gleymt. Undir niðri er vissan
um að afleiðingar horfins straums erlendra ferða
manna, bæði á menn og land, eru víðtækar og áhrifin
geta orðið langvinn. Af hvaða tekjum taka ferðaþjón
ustufyrirtækin afborganir og vexti af reisulegri upp
byggingu sem nú aflar takmarkaðra tekna?
Þetta horfir þó til betri vegar – ferðamannaflaumur
inn utan frá eykst skref frá skrefi og smám saman
verður þetta harðræði að baki, þótt engum sé fullkom
lega rótt. Að ekki sé nú minnst á nýjustu tíðindi af
óværunni með auknum takmörkunum.
Í bjartri sumarnóttinni eru samt engar alvöru
áhyggjur. Allt verður gott á ný. Puntstrá í munni og
stöku súra, ilmur af töðu, fuglakvak og suðandi flugur.
En það er ástæða til að hafa á sér vara. Fjöldi þeirra
sem misstu vinnu sína í miðju kófinu munu ekki fá
störf sín aftur og fara á berstrípaðar atvinnuleysis
bætur þegar hausta fer, eða jafnvel fyrr. Greiða þarf af
húsnæðislánum og sjá sér og sínum farborða. Nauð
synjar ganga fyrir öðru. Þetta fólk mun ekki kaupa
gistingu eða viðurgjörning.
Í algleymi sumars má þetta ekki gleymast. Atvinnu
leysisbætur duga vart nema til sárustu nauðþurfta.
Umsetningu í íslensku efnahagslífi verður ekki haldið
uppi af þessu fólki.
Að ferðaþjónustunni slepptri hefur atvinnuupp
bygging utan höfuðborgarsvæðisins á undanförnum
árum verið einstaklega óuppbyggileg. Þau tvö kísilver
sem hér hafa reynt að hasla sér völl hafa reynst tálsýn,
svo dæmi sé tekið. Í tilviki PCC á Bakka við Húsavík
var sendingin hefndargjöf. Gamaldags kjördæmapot
bætti ekki úr skák og sérkennilegt að forystumaður í
grænni hreyfingu skyldi gangast fyrir að leggja á kjós
endur slíkar hörmungar. Og óvíst er hvort starfsemi
Sameinaðs silíkons á Suðurnesjum hefjist á ný, enda
sá rekstur byggður á blekkingarleik frá upphafi.
En frá náttúrunnar hendi er landið gjöfult og hér er
blómlegt. Þar er ekki um að villast. Það er því engin
ástæða til að örvænta.
Okkur leggst eitthvað til.
Dagar sumars
Þú hefur augljóslega ekki farið í klippingu lengi“ og „vissirðu að hár vex hraðar á sumrin,“ voru þær athugasemdir sem ég fékk frá doktors
námsnefndinni eftir að ég kynnti rannsóknaráætlun
mína um samband svefns og krabbameins fyrir
meira en tíu árum. Ég man ekki aðrar samræður sem
fóru fram þarna á fundinum, en hvaða burði ég hafði
til námsins virtist aukaatriði. Minn ytri maður –
kvenmaður – vakti meiri athygli en sá innri.
Athugasemdir sem þessar eru ekki einsdæmi,
hvorki í minn garð né annarra, sem hafa ekki talist
til svokallaðra staðalímynda: „Ertu í alvöru læknir?
Ég hélt þú værir fermingarbarn!“ Vertu hinsegin.
Vertu svona. Vertu einhver önnur en þú ert.
„Ó“-viðeigandi útlit
Á dögunum birtist grein í virtu tímariti æðaskurð
lækna. Það sem gerir greinina merkilega er að hún
súmm erar upp hroka, fordóma og fyrirlitningu, sem
fyrir finnst meðal ákveðinnar tegundar fólks sem við
rekumst á daglega. Manneskjur þessar finnast í öllum
stéttum og stöðum samfélagsins og eiga það sameigin
legt að telja sig betri en aðra. Gáfaðri. Klárari. Betur
klædda. Virðulegri. Með betri klippingu.
Á bak við umrædda grein eru sjö læknar sem réðu
„rannsóknarmenn“ til að stofna gerviaðgang á samfél
agsmiðlum í þeim tilgangi að fylgjast með námslækn
um í æðaskurðlækningum í Bandaríkjunum. Meðal
atriða sem töldust óviðeigandi voru að láta sjá sig í
bikiní eða hafa áfengi um hönd. Læknarnir sjö komust
að því að fjórði hver námslæknir sýndi klárlega, eða
mögulega, óviðeigandi efni á samfélagsmiðlum. Síðan
ályktuðu þeir að ungir skurðlæknar ættu að hafa í
huga að óviðeigandi efni sem sé opið fyrir almenningi
er einnig aðgengilegt sjúklingum, samstarfsmönnum
og vinnuveitendum. Ófaglegt efni á samfélagsmiðlum
töldu greinarhöfundar ekki einungis varpa slæmu ljósi
á einstaklinginn, heldur alla læknastéttina.
Hvenær ætlar feðraveldið að slaka aðeins á? Fata
val og útlit er eitthvað sem við notum til að styðja
við okkar innri mann – en kemur ekki í staðinn fyrir
hann.
Öll af sama uppruna
Stjarneðlisfræðingurinn Neil deGrasse Tyson segir
að atómin sem við erum samsett úr getum við rakið
til stjörnuryks – stjarna sem sundruðust í vetrar
brautinni. Biblían segir að guð hafi skapað Adam úr
jarðvegi og Evu úr rifi Adams. Af þeim sé mann
kynið sprottið. Hvora kenninguna sem við aðhyll
umst, þá eigum við öll sama uppruna.
Í grunninn erum við gerð úr sömu atómum, hvort
heldur við erum kona eða karl, hvít eða svört, stutthærð
eða síðhærð.
Æðaskurðlæknagreinin er eitt súrt dæmi um
hvernig ákveðinn hópur fólks telur sig hafa rétt til
þess að dæma og drottna yfir öðrum. Fólk sem tekur
sér vald til að kúga aðra með háðsorðum, til að fylgja
ímyndaðri formúlu um meðal annars klæðaburð eða
klippingu. Með því að sperra sig hljóti þeir að vera
meira viðeigandi.
Ámæli um útlit er alvarlegt mál, því þegar við
byrjum að þóknast öðrum til að komast hjá óþægi
legum athugasemdum, þá erum við ekki lengur að
lifa eftir eigin lífsgildum. Óþægilegar athugasemdir
um útlit eru ekkert annað en gamaldags viðhorf sem
þjónar engum tilgangi, öðrum en að upphefja egó
eiganda þeirra.
Því þótt einhver hafi plagg um menntun þá gerir
það hinn sama ekki að sérstökum saksóknara í
málum um staðalímyndir og útlit annarra. Okkar
eigið útlit kemur í raun engum við nema okkur
sjálfum, enda ólíklegt að það teljist glæpsamlegt.
Og ef útlit annarra fer í taugarnar á okkur, þá
höfum við alltaf val um að líta í eigin barm, eða líta
annað.
Dómnefndin
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN