Fréttablaðið - 01.08.2020, Síða 12

Fréttablaðið - 01.08.2020, Síða 12
VIÐ GETUM ÖLL VERIÐ DUGLEG AÐ FARA ÚT OG Í GÖNGUTÚRA, HREYFA OKKUR OG VERA MEÐ FJÖLSKYLDUM OKKAR. Hvat ninga r át a k ið hefur vakið mikla athygli og yljað landsmönnum á jákvæðan hátt. Við erum afar þakk- látar öllum þeim sem hafa tekið þátt í hvatningarátakinu og sent bréf til annarra eða tekið myndir við takk veggi,“ segja talskonur verk- efnisins, þær Karítas Diðriksdóttir Marín Magnúsdóttir og Sigþrúður Ármann. „Það er bæði gefandi að senda öðrum hrós og fá hrós og við viljum þakka sveitarfélögum, samstarfsað- ilum, styrktaraðilum og öllum sem hafa tekið þátt, kærlega fyrir að gera þetta verkefni að veruleika.“ Karítas segir þær stöllur hæst- ánægðar með hvernig átakið hefur gengið, ekki síst þar sem þær höfðu nauman tíma til þess að setja það í gang. „Við unnum þetta hratt og með mjög stuttum fyrirvara, bara vegna þess að við vorum ekkert vissar um að við myndum ná að gera þetta, og hentum þessu bara upp á þremur, fjórum vikum,“ segir Karítas og bætir við að þótt segja megi að átakinu sé að ljúka form- lega, muni það væntanlega lifa eitt- hvað áfram. Þakklæti á bláum veggjum Bláir veggir standa þeim til boða víða um land sem vilja gefa hrós í tengslum við átakið Til fyrirmyndar sem tileinkað er Vigdísi Finnbogadóttur sem varð forseti Ís- lands fyrir nákvæmlega 40 árum í dag. Karítas Diðriksdóttir, Marín Magnúsdóttir og Sigþrúður Ármann eru þakklátar og hæstánægðar með viðtökurnar sem hvatningarátakið hefur fengið. Bláir veggir rísa „Hvatningarátakið sem slíkt er svona um það bil að klárast form- lega, en þar sem þetta gerðist svo hratt hafa sveitarfélög haldið áfram að bætast í hópinn og einhver voru bara að setja upp veggi í síðustu viku. Þau eru ekkert að fara að mála yfir þá strax þannig að þetta mun lifa svolítið áfram með þeim. Út sumarið,“ segir Karítas og bendir á að hægt sé að bregða á leik við vegg- ina um verslunarmannahelgina sem verður óvenju viðburðasnauð þetta árið. „Núna er bara allt önnur staða en var bara fyrir nokkrum dögum en við getum öll verið dugleg að fara út og í göngutúra, hreyfa okkur og vera með fjölskyldum okkar og þá er kannski gott tilefni til að fara og kíkja á veggina og taka mynd með fjölskyldunni. Þurfa ekkert allir að vera á sama tíma á sama stað og það má aðeins taka sér tíma til að vera þakklát fyrir það sem við höfum,“ segir Karitas. „Það eru engin hátíðarhöld í gangi þannig að umhverfið er svo- lítið breytt en það eru 25 veggir á víð og dreif um landið,“ segir Kar- itas um veggina sem eru á Akra- nesi, Akureyri, Borgarnesi, Dalvík, Egilsstöðum, Flateyri, Garðabæ, Grundarfirði, Hafnarfirði, Höfn í Hornafirði, Hólmavík, Hveragerði, Ísaf irði, Mosfellsbæ, Ólafsvík, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Suður- eyri, Suðurnesjabæ, Vestmanna- eyjum, Þingeyri og Þorlákshöfn. „Þeir eru bara út um allt og dreif- ast mjög víða þannig að það ættu allir að vera með vegg í nágrenninu og upplagt að gera eitthvað saman með því að fara og kíkja á þá.“ Þúsundir bréfa „Þetta er búið að ganga mjög vel og við erum mjög ánægðar með þetta,“ segir Karitas um átakið almennt. Fólk er búið að vera að birta myndir af sér við veggina og það er búið að senda mörg þúsund bréf frítt, en Pósturinn gaf fría póst- sendingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt hvað fólk er búið að vera duglegt að senda og auðvitað þykir okkur vænt um það. Fólk sendir líka bréf og er ekkert endilega að kvitta. Einhverjir skrifa nafnið sitt en ekkert allir og það er líka það sem er svo fallegt við þetta. Að fólk geri þetta bara af því að þig langar að þakka fyrir og hrósa ein- hverjum.“ Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is Til fyrirmyndar Hvatningarátakið Takk fyrir að vera til fyrirmyndar, er tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur og ís- lensku þjóðinni. Hugmyndin að baki átakinu er að hvetja fólk til þess að senda handskrifaða eða rafræna kveðju til fjölskyldu, vina, vinnustaða, félagasamtaka eða annarra, sem bréfritarar vilja þakka fyrir að vera til fyrir- myndar. Átakið hófst á þjóðhátíðar- daginn 17. júní og nær ákveðn- um hápunkti í dag, þann 1. ágúst, þegar 40 ár eru liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir tók við embætti forseta Íslands og varð fyrsta konan sem var kosin þjóðarleiðtogi í lýðræðislegum kosningum. Átakinu var fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Fyrir 40 árum, þann 29. júní 1980, stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem hafa verið til fyrir- myndar á einn eða annan hátt.“ Sendibréfin hefur verið hægt að nálgast víða um land auk þess sem rafræn eintök af bréf- inu á fjölmörgum tungumálum má nálgast á heimasíðunni www.tilfyrirmyndar.is. Þá hefur svokölluðum „Takk veggjum“ fjölgað jafnt og þétt víða um land. Þeir eru nú 25 tals- ins og munu væntanlega standa víða út sumarið en hugmyndin með þeim er fyrst og fremst að fólk stilli sér upp við þá og taki myndir af sér og sínum til þess að deila á samfélagsmiðlum merktum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar. 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.