Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2020, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 01.08.2020, Qupperneq 20
Ég er að njóta sumarsins á Íslandi, ég elska þennan árstíma, sérstak lega löngu sumarnæturnar þar sem birtan er alveg mögnuð í miðnætur­ sólinni. Á þessum tíma er hægt að ljósmynda lundana og hvalina sem koma hingað á sumrin í leit að æti,“ segir áhrifavaldurinn og ljósmynd­ arinn Ása Steinarsdóttir. Ása var að leggja lokahönd á hús­ bíl sem hún var að byggja sjálf, því þrátt fyrir að heimsfaraldurinn aftri henni frá því að ferðast erlendis, er engu síðra að ferðast hérna á Íslandi. „Planið er að setja íbúðina í leigu og búa í honum næstu mánuði. Ég er einnig að leiða nokkrar hringferðir í kringum landið í ágúst og á von á ferðamönnum víðs vegar að frá Evr­ ópu,“ segir hún. Árið hófst á annríki Ása hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana fyrir einstakar ljósmyndir sem hún hefur tekið á ferðalögum sínum. Ásu dreymdi alltaf um að mynda fyrir National Geographic, en hún ákvað á sínum tíma að láta drauminn rætast, ferðast um heiminn og mynda hann í leiðinni. Í dag er hún með rúmlega 200.000 fylgjendur á Instagram. „Árið 2020 var mjög ann ríkt hjá mér í byrjun árs. Ég er búin að vera að mynda í Jap an, á Fil ipps eyj um og Græn landi. Það voru mörg verk efni fram undan og ég var á leið til Aust­ ur rík is á svipuðum tíma og Ísland greindi það sem háá hættu svæði. Þar átti ég að fara að ljós mynda skíðaviðburð og ferðalagið átti að halda áfram til Zermatt í Sviss að ljós mynda og vinna fyr ir ferðamála­ stofn un þar í landi,“ segir hún. En nú er staðan breytt og lífið töluvert rólegra að sögn Ásu. „Ég er búin að vera að leggja lokahönd á húsbílinn okkar. Auk þess fékk ég afar rómantískt bón­ orð í Filippseyjum, sem ég svaraði játandi. Ég og unnustinn erum þess vegna að undirbúa brúðkaup næsta sumar. En það fer auðvitað allt eftir því hvernig ástandið verður í heim­ inum,“ segir Ása. Nokkur viðbrigði En hvernig hafa þessir fordæma- lausu tímar haft áhrif á manneskju sem hefur gert það að sinni atvinnu að ferðast? „Í þessu öllu sam an þá er ég afar þakk lát fyr ir að geta kallað Ísland heim ilið mitt. Mér finnst við vera að taka einstaklega vel á þess um mál um. Ég reyni að gera það besta í stöðunni og held áfram að sinna minni ástríðu og ein beiti mér að því að ljós mynda og ferðast um Ísland og deila upp lif un inni með öðrum,“ segir hún. Hún viðurkennir þó að heims­ faraldurinn hafi haft mikil áhrif á líf hennar og starf. „Áður fyrr var ég á stanslausu flakki erlendis. Enda koma flest mín verkefni erlendis frá. Hins vegar hefur ástandið núna þvingað mig til að róa líf mitt. Þannig að ég er virki­ lega búin að njóta þess að ferðast minna og vera meira á Íslandi. Auk þess hef ég fengið skemmtileg tæki­ færi til að vinna með íslenskum fyr­ irtækjum, sem leggst vel í mig, þar sem ég elska að mynda hér heima, skoða fallegu náttúruna. Það hefur einnig kennt mér að maður þarf ekki að ferðast langt til að upplifa skemmtilega hluti,“ segir hún. Um leið og samkomubannið skall á leigði Ása sér bústað á Tröllaskaga og nýtti svo vorið og snjóinn á fjalla­ skíðum. „Mér fannst mjög mikilvægt á þessum tíma að stunda útivist, vera dugleg að hreyfa mig og bæta við nýjum áhugamálum og hæfi­ leikum. En á fjallaskíðum, þá eru sett skinn undir skíðin, gengið upp og síðan skíðað niður. Það er fátt sem jafnast á við góðan dag á fjöllum og að skíða niður ósnortnar brekkur í náttúrufegurðinni. Ísland Leyndardómar ríkis Vatnajökuls Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir hefur nýtt fordæmalausa tíma til að ferðast um landið. Hún gerði góða ferð til hins víðfeðma ríkis Vatnajökuls og hefur gert ferðaþætti um þennan einstaka stað, þar sem leynast fjölmargar náttúruperlur. Ása er einn af vinsælustu áhrifavöldum landsins með rúmlega 200.000 fylgj- endur. MYND/ÁSA STEINARSDÓTTIR á vorin er algjör paradís fyrir fjalla­ skíðamenn og það var einstaklega flott færi á þessum tíma eftir snjó­ þungan vetur.“ Stórbrotin náttúra Ása hefur nýtt tímann á landinu til að gera ferðaþætti um ríki Vatna­ jökuls, en það nær frá Lómagnúpi til vesturs að Hvalnesi til austurs. „Náttúran á þessu svæði er stór­ brotin og fjölbreytt, sérstaklega návígið við alla skriðjöklana. Jöklar eru bara ótrúlegir og það er ástæðan fyrir því að ég kem aftur og aftur á þetta svæði, þeir eru alltaf að breyt­ ast. Á sumrin eru fullt af skemmti­ legum gönguleiðum og fallegur gróður og á veturna verða jöklarnir himinbláir og íshellar myndast sem hægt er að skoða. Landslag sem myndast í kringum jöklana er líka svo áhugavert, þar sem sjá má hvernig þeir hafa rutt fram jarð­ vegi og mótað fjöllin í kring. Svæðið hefur því upp á að bjóða miklar andstæður í landslagi, sem gerir það enn meira spennandi og áhugavert,“ segir hún. Hún segir margt í boði á svæðinu fyrir ferðalanga og fjölskyldufólk. „Þú getur farið í ævintýralegar jöklagöngur og ísklifur, heimsótt Jökulsárlón og horft á ísjaka fljóta í lóninu eða farið í humarkvöldverð á Höfn. Auk þess er hægt að velja á milli hótelgistingar, eða skella sér í útilegu á tjaldsvæðinu í Skaftafelli sem er ótrúlega fallegt svæði.“ Margar faldar perlur Svæðið segir hún líka kjörið fyrir þá sem vilja í göngu. „Það eru gönguleiðir á öllum erfiðleikastigum í kringum Skafta­ fell, eins og Svartifoss sem er 40 mínútna falleg og auðveld ganga. Einnig eru bátsferðir í boði bæði á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni. Svo er hægt að fara með traktor út í Ingólfshöfða, þar sem hægt er að sjá Vatnajökul úr fjarska, skoða höfðann og lunda sem búa í klett­ unum. Einnig er frábær skemmtun að standa aftan í traktornum sem keyrir yfir svarta sanda og ár,“ segir hún. Er einhver staður sem þú átt eftir að heimsækja á svæðinu, en er á óskalistanum? „Mig hefur alltaf dreymt um að ganga á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands. Draumurinn er að gera það á fjallaskíðum, ganga upp og skíða niður á fallegum vordegi. Ég get ímyndað mér að það sé mögnuð upplifun. Mig dreymir einnig um að fljúga yfir svæðið og sjá jökla að ofan, frá nýju sjónarhorni,“ segir Ása. Ása segist hafa uppgötvað margar faldar perlur á ferð sinni um svæðið. „Heitu pottarnir í Hoffelli og Hoffellslón innar í dalnum, eru tvær faldar perlur sem fáir virðast vita um. Auk þess finnst mér það að skella sér í jöklagöngu ákveðin „falin perla,“ því margir Íslending­ ar hafa einfaldlega ekki upplifað hvernig það er að ganga á jökul. En það finnst mér að við öll ættum að gera að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Nýlega fór ég einn­ ig á kajak út á Jökulsárlón sem var mögnuð upplifun, þar sem maður svífur á milli ísjakanna. Auk þess eru íshellarnir á veturna algjört náttúruundur,“ segir hún. Hvað stóð upp úr við gerð þátt- anna? „Að horfa á sólsetur á Stokksnesi, ganga Falljökul og fá að síga ofan í jökulsprungu,“ segir Ása. Hægt er að nálgast þættina á You­ Tube og visitvatnajökull.is. Steingerður Sonja Þórisdóttir steingerdur@frettabladid.is 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.