Fréttablaðið - 01.08.2020, Blaðsíða 26
Ingó kom fyrst fram á Þjóðhátíð með hljómsveitinni Á móti sól. Hann leysti Magna Ásgeirsson,
söngvara sveitarinnar af, sem á
þeim tíma tók þátt í raunveru-
leikaþættinum Rockstar Super-
nova, sem margir muna eftir.
Ingó átti ekki von á því að einn
góðan veðurdag myndi hann leiða
brekkusönginn, sem er einn af
hápunktum Þjóðhátíðar, en sú
varð raunin.
Hann tók við keflinu af Árna
Johnsen á sínum tíma. „Árni er
kannski ekki frábær gítarleikari
en hann gerði þetta samt mjög vel.
Hann byrjaði með þennan brekku-
söng sem núna er vinsæll um allt
land. Mér fannst pressa að koma á
eftir honum en undirbjó mig vel og
skoðaði það sem hann hafði gert
og hvað myndi svo passa mínum
karakter,“ segir Ingó, sem einnig
hefur margoft komið fram með
hljómsveit sinni, Veðurguðunum,
á Þjóðhátíð.
Í ár verður brekkusöngurinn
með öðru sniði en vanalega því
Þjóðhátíðin fellur niður. Það hefur
aðeins einu sinni áður gerst í
sögunni. „Ég ætla að telja í brekku-
söng í Sjónvarpi Símans milli
klukkan 10 og 11 annað kvöld. Það
verður örugglega öðruvísi en vana-
lega, ekkert fólk í brekkunni að
syngja með, en það verður gaman
að syngja fyrir þá sem eru heima, í
sumarbústaðnum, eða á ferðalagi
og vonandi tekur fólk undir með
mér,“ segir Ingó, sem ætlar að taka
þessi klassísku útilegulög sem allir
þekkja, auk eigin laga. „Ég verð
með gítarinn með mér og svo ætlar
Einar Örn Jónsson að spila undir á
píanó, en hann var lengst af hljóm-
borðsleikari Í svörtum fötum.
Við höfum spilað mikið saman í
gegnum tíðina.“
Þegar Ingó er spurður hvernig
tilfinning það sé að vera í Reykja-
vík um verslunarmannahelgina
segist hann upplifa það eins og að
vera í fríi. „Ég reikna með að vera
í Vestmannaeyjum þessa helgi
næstu árin, svo það er gaman að
prófa eitthvað nýtt og koma svo
sterkur inn á næstu Þjóðhátíð,“
bætir hann Ingó við, en hann á
ættir að rekja til Eyja. „Pabbi er
þaðan og afi minn og amma búa
þar, ásamt föðurbróður mínum. Ég
var mikið þar sem barn, stundaði
lundapysjuveiðar og sprangaði í
klettunum þar eins og krakkar í
Eyjum gera,“ upplýsir hann.
Heldur hjólunum gangandi
Kórónaveirufaraldurinn hefur
ekki haft áhrif á Ingó hvað varðar
vinnu. „Ég hef aldrei haft meira að
gera. Ég spila mikið á litlum sam-
komum, svo sem brúðkaupum og
afmælum og hef ekki mikið verið
með stóra tónleika. Þetta ástand er
erfiðast fyrir þá sem eru þar. Ég hef
náð að halda hjólunum gangandi
og það hjálpar að eiga vinsæl lög,“
segir Ingó, sem á einmitt Þjóð-
hátíðarlagið í ár. „Þjóðhátíðar-
nefnd hafði samband við mig fyrir
áramótin og bað mig um að huga
að því. Mér fannst það smá pressa
en fékk bróður minn, Guðmund
Þórarinsson, til að semja það með
mér og Halldór Gunnar Fjalla-
bróðir pródúseraði síðan lagið. Ég
var ekkert að stressa mig of mikið
á þessu því ég hafði trú á því að
lagið kæmi til okkar, sem það svo
gerði. Við fylgdum eigin sannfær-
ingu og erum mjög ánægðir með
lokaniðurstöðuna en lagið heitir
Takk fyrir mig.“
Sungið með sjónvarpinu
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, steig fyrst á svið á Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum sem afleysingasöngvari. Nú verður brekkusöngurinn annað kvöld á skjánum.
Ingó vonar að fólk taki undir með sér þegar hann leiðir brekkusönginn
annað kvöld, hvort sem fólk er heima hjá sér, í sumarbústaðnum eða á
ferðalagi. Hann verður með gítarinn og fjörið í farteskinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Ég hef aldrei haft
meira að gera. Ég
spila mikið á litlum
samkomum, svo sem
brúðkaupum og afmæl-
um og hef ekki mikið
verið með stóra tónleika.
Ég hef náð að halda
hjólunum gangandi og
það hjálpar að eiga
vinsæl lög.
Að tína ber er hin besta skemmtun. Öll fjölskyldan getur tekið þátt og fær í sig
hreint loft í íslenskri náttúru um
leið. Þar fyrir utan eru berin víta-
mínrík og holl. Gaman er að taka
með sér nesti og njóta náttúrunnar
á milli þess sem berin eru leituð
uppi. Þótt hægt sé að kaupa bláber
allt árið eru þau íslensku miklu
betri. Bláberin eru oft farin að
þroskast vel um miðjan ágúst ef
veður er gott. Það má vel tína berin
með höndunum en það er fljótlegra
með þar til gerðri berjatínu. Bláber
má frysta og geyma til vetrarins.
Hér er uppskrift að bláberja-
köku sem er æðislega góð og frá-
bært að nota nýtínd ber þegar þar
að kemur. Þangað til má kaupa ber
og prufa kökuna um helgina.
Bláberjakaka
350 g hveiti
200 g sykur
2 tsk. fínhakkaður sítrónubörkur
1 tsk. lyftiduft
220 g kalt smjör, skorið í bita
1 egg
Fylling
500 g bláber, skolið berin fyrir
notkun
50 g sykur
4 tsk. kartöflumjöl
Hitið ofninn í 180°C.
Setjið hveiti, sykur, lyftiduft og
sítrónubörk í matvinnsluvél og
blandið saman. Setjið því næst kalt
smjör saman við og hrærið. Þá er
eggið sett út í og hrært aftur.
Takið helminginn af deiginu
og setjið í form sem er klætt með
bökunarpappír. Þrýstið deiginu
fallega yfir formið með fingrunum.
Setjið bláberin í skál með sykri,
kartöflumjöli og sítrónuberki og
hrærið varlega saman. Dreifið berj-
unum jafnt yfir deigið. Dreifið því
sem eftir er af deiginu yfir kökuna.
Má vera gróflega gert því þetta er
mulningur (crumble).
Bakið kökuna í um það bil 40
mínútur eða þar til hún verður
gullinbrún. Látið kólna aðeins
áður en hún er borin fram. Kakan
er góð með vanilluís eða þeyttum
rjóma. Það má alveg skreyta
diskinn með ferskum bláberjum,
hindberjum eða jarðarberjum.
Styttist í berjamó
Það styttist í berjatímabilið. Berjatínsla er skemmtileg
fjölskylduskemmtun og íslensku bláberin eru ljúffeng.
Æðisleg bláberja-
kaka sem eftir-
réttur eða með
kaffinu.
MYND/GETTY
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Mest selda
liðbætiefni
á Íslandi
LIÐVERKIR, STIRÐLEIKI
EÐA BRAK Í LIÐUM?
2-3ja
mánaða skammtur í hverju glasi
00000
www.veidikortid.is
Hvar ætlar þú að
veiða í sumar?
Útsölustaðir: N1, OLÍS, veiðivöruverslanir
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R