Fréttablaðið - 01.08.2020, Síða 44

Fréttablaðið - 01.08.2020, Síða 44
SKJÓLBREKKA ER MJÖG SKEMMTILEGT TÓNLEIKAHÚS, HLJÓMURINN ER GÓÐUR OG Í HÚSINU ER NOTA- LEGUR ANDI.Tónleikahátíðin Músík í Mývatnssveit hefur verið haldin í rúm 20 ár og þá í dymbilviku. Af augljósum ástæðum var ekki hægt að halda hátíðina á þeim tíma þetta árið og hún er því með breyttu sniði. Í stað tvennra tónleika sem hafa verið á dagskrá hátíðarinnar verða einir tónleikar, í Skjólbrekku föstudag- inn 7. ágúst kl. 20.00. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari er stofnandi hátíðarinnar og hefur haft veg og vanda af henni öll árin. Þetta árið kemur hún fram ásamt Oddi Arnþóri Jónssyni baríton og Elísabetu Waage sem spilar á hörpu. Hljómur hörpunnar Um efnisskrána segir Elísabet: „Við Laufey spilum sónötu eftir Schu- bert. Hún var upphaf lega samin fyrir fiðlu og píanó en ég aðlagaði hana að hörpunni og fékk smáað- stoð til þess. Hljómur hörpunnar hæfir Schubert mjög vel. Á tímum Schuberts hljómaði píanóið líka allt öðruvísi en í dag. Hljómurinn var ekki eins stór og mikill. Sumir einleikarar og ein- söngvarar tala um að það geti verið erfitt að spila og syngja á móti píanóinu, það sé svo voldugt að ekki sé hægt að syngja eða spila mjög veikt. Með hörpunni er þetta auð- veldara. Okkur þykir þessi sónata ekki njóta sín síður með hörpu en slaghörpu.“ Eftir að sónata Schuberts hefur hljómað leika Elísabet og Laufey útsetningar eftir Tryggva Baldvins- son á íslenskum sönglögum og þjóð- lögum fyrir fiðlu og hörpu. Kómísk ljóð og lög Eftir hlé syngur Oddur sönglög eftir Schubert, Gesänge des Harfners, Söngva hörpuleikarans, við ljóð eftir Goethe. „Ekki mjög glaðlegir textar sem fjalla um einmanaleik- ann,“ segir Elísabet. „Oddur syngur síðan aríu úr Tannhäuser eftir Wag- ner og svo verða f lutt þrjú þekkt sönglög eftir Árna Thorsteinsson: Nótt, Rósin og Fögur sem forðum. Við endum á lögum eftir Tryggva Baldvinsson sem hann samdi við ljóð úr Heimskringlu eftir Þórarin Eldjárn. Bæði ljóðin og lögin eru kómísk.“ Elísabet tekur nú þátt í Músík í Mývatnsveit í þriðja sinn. Hún segir upplifunina dásamlega. „Skjól- brekka er mjög skemmtilegt tón- leikahús, hljómurinn er góður og í húsinu er notalegur andi. Mývetn- ingar eru greinilega tónlistaráhuga- fólk og mæta vel á tónleikana. Það er óskaplega gaman að vera í Mývatns- sveit og fegurð sveitarinnar mikil.“ Tónlist og fegurð Mývatnssveitarinnar Fjölbreytileg músík hljómar í Mývatnssveit í næstu viku. Laufey Sigurðardóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Elísabet Waage koma fram á tónleikum í Skjólbrekku. Elísabet leikur á hörpu á tónleikum í Mývatnssveit. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Krakkaleikir í Kvosinni verða fyrir framan Landnámssýn-inguna í Reykjavík, Aðal- stræti 16, kl. 13 í dag, laugardaginn 1. ágúst. Í Reykjavíkurkvosinni hafa alltaf verið krakkar, alveg frá víkingaöld og alls staðar þar sem krakkar búa vilja þau leika sér. En hvernig voru leikirnir í gamla daga og í eldgamla daga? Skoðaðir verða, bæði úti og inni, alls konar krakkaleikir sem voru vinsælir fyrir 100 árum eða 1.000 árum. Þátttaka er ókeypis. Leiðsögu- maður og leikjastjórnandi verður Jón Páll Björnsson, sagnfræðingur og barnabókahöfundur. Krakkaleikir í Kvosinni Við krakkaleik í Kvosinni. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Einkasýning Hugleiks Dags-sonar, Ríða drepa kúra verður opnuð í Þulu í dag, 1. ágúst klukkan 16.00. Þar býðst gestum að sjá nýja hlið á listamanninum. Karakterar verkanna eru innblásnir af spili sem Hugleikur mun kynna fyrir okkur hér heima og heiminum öllum, í lok mánaðarins. Fimm gestum verður hleypt inn í einu til að berja listina augum. Fyrir utan verður stórt tjald þar sem gest- ir geta skýlt sér fyrir rigningunni meðan beðið er. Hugleikur sýnir nýja hlið í Þulu Hugleikur Dagsson opnar einka- sýninguna, Ríða drepa kúra í dag. BÆKUR Þögli sjúklingurinn Alex Michaelides Þýðing: Ingunn Snædal Fjöldi síðna: 326 bls. Útgefandi: Útgáfan Á upphafssíðum Þögla sjúklingsins er að finna lofromsur frá þekktum einstaklingum eins og Lee Child og Stephen Fry sem halda vart vatni yfir hrifningu á þessari frumraun Alex Michaelides. Bókin er sögð: stór- kostleg, frumleg, einstök, snilldarleg, frábær og gjörsamlega frábær, yfir- þyrmandi, hrikalega spennandi, meistaralega úthugsuð, frábærlega skrifuð – og eru þá ekki öll lofsyrðin talin upp. Í stuttu máli stendur bókin engan veginn undir svo miklu lofi, þótt ekki sé hún slæm. Dag einn skaut Alicia Berenson eiginmann sinn í höfuðið og eftir það talar hún ekki. Sálmeðferðar- fræðingurinn Theo Faber fær áhuga á máli Aliciu og reynir að ná til hennar. Höfundi tekst að skapa vissa dulúð og spennu í kringum sögu Aliciu, sem er afar óræð persóna. Eina stundina er lesandinn sann- færður um að hún sé sek um morðið á eiginmanninum en hina stundina efast hann um það. Aðalpersónan Theo virkar ekki alltaf sem áreið- anleg u r sög u- maður og þegar hann tekur upp á því að reykja hass af miklum móð með t il- heyrandi tilfinn- ingasveif lum er hætt við að les- andinn fari að líta hann tortryggn- um augum. Sennilega einmitt það sem höfundurinn ætlaðist til. Ljóst er að hann hefur ekki ætlað sér að gera Theo að heilsteyptri persónu því mikil togstreita er ríkjandi í sálarlífi hans. Fullmikið er hér um sálfræðilegar hugleiðingar um það hversu mikil áhrif atburðir í æsku hafa á mótun persónuleika fólks. Þeir sem eru þannig innstilltir hafa vísast áhuga á þessum þætti sögunnar, en öðrum kann að þykja miklu meira en nóg um allar þær endurtekningar. Hug- leiðingar um ástina eru mun betur heppnaðar, eins og þær að raun- veruleg ást sé hljóð og mjög kyrr. „Ástin er djúp og stillt – og stöðug,“ segir ein af aukapersónum bókar- innar, sem er um leið ein sú áhuga- verðasta. Í framvindu sögunnar og uppgjörinu undir lokin opinberast glöggt að sagan fjallar ekki um þess konar ást, heldur af brýði og tryll- ing. Þegar líða fer á verður sagan nokkuð þvælukennd og dramatíkin er yfirkeyrð. Þegar kemur að lausn gátunnar tekst höfundi þó að koma lesendum á óvart og fær vitanlega plús fyrir það. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Glæpasaga um dularfulla konu og glæp. Fremur spennandi en verður þó þvælukennd á köflum. Fremur óvæntur endir er stór plús. Dularfulla konan 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.