Fréttablaðið - 13.08.2020, Side 12
Sveigjanleiki í
rekstri og aðlög-
unarhæfni fyrirtækisins að
breyttri heimsmynd virðist
meginorsök betri afkomu en
reiknað var með.
Verðmat Jakobsson Capital
Greinendur hafa
gengið svo langt að
halda því fram að markað-
urinn fyrir viðskiptafarþega
verði aldrei
samur.
Kristrún Frosta-
dóttir, aðalhag-
fræðingur Kviku
banka
Í LANDSRÉTTINUM (THE HIGH COURT OF JUSTICE) CR-2018-009677
FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLUM Í ENGLANDI OG WALES (COURTS OF ENGLAND AND WALES)
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (ChD)
MÁL SEM VARÐA
TILTEKNA MEÐLIMI LLOYD’S FYRIR EINSTÖK EÐA ÖLL REIKNINGSÁR 1993 TIL 2020
(UPPHAFS- OG LOKAÁR MEÐTALIN), EN FULLTRÚAR ÞEIRRA ERU
LLOYD´S FÉLAGIÐ (THE SOCIETY OF LLOYD’S)
OG
LLOYD’S VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ (LLOYD’S INSURANCE COMPANY S.A.)
OG
MÁL SEM VARÐA
HLUTA VII Í LÖGUM 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG MARKAÐSSETNINGU
(THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000)
HÉR MEÐ TILKYNNIST að þann 12. nóvember 2018 var lögð fram umsókn (samkvæmt breytingum þann 12. maí 2020)
(„Umsóknin“) var gerð samkvæmt lið 107 í lögum 2000 um ármálaþjónustu og markaðssetningu (the Financial Services and
Markets Act 2000) (samkvæmt breytingum) („Lögin“) í Landsréttinum (the High Court of Justice), fyrirtækja- og eignadómstól
Englands (Business and Property Courts of England) og fyrirtækjadómstól Wales (Wales Companies Court), (ChD) í London
(„Dómurinn“) með: (1) Lloyd’s félagið („Lloyd’s“), sem málsaðila fyrir hönd tiltekinna meðlima, fyrrverandi meðlima og eigna
fyrrverandi meðlima Lloyd’s sem hafa skrifað undir ábyrgðir varðandi skaðatryggingar (non-life insurance) upphaflega úthlutað til
einstakra eða allra reikningsáranna 1993 til 2020 (upphafs- og lokaár meðtalin) („Meðlimirnir“); og (2) Lloyd’s vátryggingafélagið
(Lloyd’s Insurance Company S.A) („Lloyd’s Brussels“), fyrir aðgerð:
i. samkvæmt lið 111 í lögunum sem leyfa yfirfærslu vátryggingastarfsemi vegna flutnings til Lloyds Brussel á tiltekinni
vátryggingastarfsemi undirrituðum af meðlimum og tengdum eignum og skuldbindingum („Viðskiptayfirfærsla“)
samkvæmt aðgerðinni og án nokkurra frekari aðgerða eða ráðstafana („Áætlunin“); og
ii. að setja viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina samkvæmt liðum 112 og 112A í lögunum.
Nánari upplýsingar um áætlunina, þar með talið:
• afrit af skýrslunni um skilmála áætlunarinnar („IE-skýrslan“), sem unnin er í samræmi við 109. lið laganna af óháðum
sérfræðingi, Mr Carmine Papa hjá PKF Littlejohn LLP, en skipun hans hefur verið samþykkt af Varúðarreglueftirlitinu (the
Prudential Regulation Authority) í samráði við Fjármálaeftirlitið (the Financial Conduct Authority);
• tæmandi skilmálar áætlunarinnar; og
• samantekt yfir IE-skýrsluna og samantekt yfir skilmála áætlunarinnar,
eru gjaldfrjálsar og hægt er að hlaða þeim niður á www.lloyds.com/brexittransfer eða með því að hringja í eða skrifa okkur
á heimilisfangið hér að neðan.
Meðferð umsóknarinnar verður tekin til meðferðar hjá dómstólnum við 7 Rolls Building, Fetter Lane, London, EC4A 1NL, Bretland
þann 18. nóvember 2020 („Málsmeðferðin“). Verði hún samþykkt af dómstólnum er að svo stöddu lagt til að áætlunin taki gildi
þann 30. desember 2020.
Sérhver einstaklingur sem álítur að hann verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna framkvæmdar áætlunarinnar getur kynnt mál sitt
varðandi áætlunina við málsmeðferðina annað hvort í eigin persónu eða gegnum fulltrúa, eða símleiðis eða skriflega samkvæmt
sambandsupplýsingunum hér að neðan.
Sérhver einstaklingur sem ætlar að vera viðstaddur málsmeðferðina eða koma máli sínu á framfæri símleiðis eða skriflega er
beðinn um að tilkynna andmæli sín eins fljótt og auðið er og fyrir 11. nóvember 2020, þar sem fram kemur hvers vegna þeir telja
að þeir yrðu fyrir neikvæðum áhrifum.
Sambandsupplýsingar Lloyd’s:
Til að ræða við fulltrúa Lloyd's um tillögurnar eða til að andmæla, vinsamlegast hafðu samband við okkur í upplýsingasímanum:
0044 190 494 7001
Fulltrúar Lloyd’s geta svarað fyrirspurnum á ensku, hollensku, frönsku, þýsku, ítölsku og spænsku.
Hjálparsíminn verður opinn frá kl. 09:00 til 17:00 að breskum tíma frá mánudegi til föstudags (að undanskildum helgidögum)
þar til áætlunin tekur gildi þann 30. desember 2020.
Einnig er hægt að hafa samband við okkur skriflega á hvaða tungumáli sem er með tölvupósti:
enquiries@lloydsbrexittransfer.com
Eða í pósti: Lloyd’s Brexit Transfer, PO Box 274, BANGOR BT19 7WZ, Bretland.
Vinsamlegast hafðu samband við venjulegan markaðsfulltrúa þinn, framkvæmdafulltrúa, miðlara eða trygging -
aumboðsmann varðandi fyrirspurnir sem ekki varða yfirfærsluna.
Skipaðir lögmenn Lloyd’s: Freshfields Bruckhaus Deringer LLP. Tilv: 053895:0542/GHFS
Ágúst 2020
Viðbrögð vegna COVID-19 höfðu minni áhrif á rekstur Marels á öðrum ársfjórðungi
en greinendur Jakobsson Capital
reiknuðu með. Afkoma fyrirtækis-
ins var því betri en greinendurnir
væntu á tímabilinu.
„Sveigjanleiki í rekstri og aðlög-
unarhæfni fyrirtækisins að breyttri
heimsmynd virðist meginorsök
betri afkomu en reiknað var með,“
segir í nýju verðmati sem Markað-
urinn hefur undir höndum.
Sala Marels á fyrri hluta ársins
dróst saman um sjö prósent á milli
ára, sem var í takt við væntingar
Jakobsson Capital, og nam hún 607
milljónum evra. Rekstrarhagnaður
og rekstrarhagnaðarhlutfall var
töluvert hagstæðara en Jakobsson
Capital reiknaði með. EBIT-hlut-
fallið var 10,7 prósent samanborið
við 14,1 prósent á sama tíma fyrir
ári.
„Röskun er á öllum framleiðslu-
ferlunum í ástandi líkt og nú.
Öryggisráðstafanir eru dýrar en
tímabundin lokun verksmiðja eða
mikið skert starfsemi er enn dýrari,“
segir í verðmatinu. Allar verksmiðj-
ur Marels hafi verið opnar á öðrum
ársfjórðungi, þótt þær hafi ekki
allar starfað á fullum afköstum.
„Marel hefur aukið sveigjanleika
í rekstri og þótt ein verksmiðja
loki er hægt að sinna framleiðslu
þeirrar verksmiðju annars staðar.
Öf lun aðfanga og af hending vara
er erfiðari og kostnaðarsamari við
núverandi aðstæður,“ segir Jakobs-
son Capital.
Tækifæri gætu falist í heimsfar-
aldrinum COVID-19 fyrir Marel,
að því er fram kemur í verðmatinu,
með aukinni áherslu á matvæla-
öryggi, þægindi og rekjanleika. Á
móti vegi það að horfur séu dökkar
í efnahagslífi Norður- og Suður-
Ameríku.
Jakobsson verðmetur gengi Mar-
els á 759 krónur á hlut eða um átta
prósentum hærra en markaðsgengi.
Verðmatið hækkaði um 2,5 prósent
í evrum talið frá síðasta mati. – hvj
Marel sýnir aðlögunarhæfni í COVID-19
MARKAÐURINN
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hagsveiflan besta forspárgildið
Spurð um horfur á flugmarkaði
segir Kristrún hjá Kviku banka að
besta forspárgildið fyrir flugeftir-
spurn og ferðalög sé hagsveiflan.
Vissulega hafi verið langtímaleitni
í átt að auknum ferðalögum en
til skemmri tíma litið hafi hag-
sveiflan mikil áhrif. Hún segir að
ferðalög teljst ekki til nauðsyn-
legra útgjalda og sé því einn af
þeim liðum sem líða fyrir skertar
tekjur fólks í niðursveiflu.
„Þetta ástand hefur varað
lengur en margir bjuggust upp-
haflega við og ef heimshagkerfið
nær ekki að taka við sér í tæka tíð
verða eftirköstin mikil. Hættan
er sú að þó að bóluefni komist í
framleiðslu fljótlega og við náum
utan um veiruna þá sitji mörg
fyrirtæki eftir með sárt ennið
eftir margra mánaða tekjutap
sem skapar gat á efnahagsreikn-
ingi þeirra,“ segir Kristrún.
Slík þróun geti haft tölu-
verð áhrif á vinnumarkaði og
eftirspurn í lengri tíma en sjálf
kórónaveiran.
„Það sem átti að vera skamm-
tímaáfall er því smám saman að
þróast yfir í lengri tíma vandamál
sem gæti haft veruleg áhrif á
eftirspurn í heimshagkerfinu til
lengri tíma litið. Hvernig íslensk
ferðaþjónusta nær að grípa
þann hluta markaðarins sem
tekur síðar við sér, er svo önnur
spurning enda hlutfall hennar í
ferðamennsku á heimsvísu lágt,“
segir Kristrún.
Fyrirhugað hlutafjárút-boð Icelandair er litað af óvissu um þróun flug-markaðarins á næstu misser u m. K r ist r ú n Frostadóttir, aðalhag-
fræðingur Kviku banka, segir að
erlendis hafi verið umræða um við-
skiptaferðalög í vetur, það er hvort
ferðir á vegum fyrirtækja, til dæmis
vegna fundarhalda, leggist niður.
„Þetta getur haft töluverða þýð-
ingu fyrir f lugfélög vegna þess að
viðskiptafarþegar skila félögunum
meiri framlegð en aðrir farþegar.
Ég hef ekki séð niðurbrot fyrir Icel-
andair en almennt hafa alþjóðlegir
greinendur metið að viðskiptafar-
þegar séu 10 prósent af fjölda far-
þega en standi undir 40 prósentum
af tekjum,“ segir Kristrún.
Í þessu samhengi bendir hún á
að samkvæmt Reykjavíkurborg
var hlutfall ráðstefnugesta í fyrra
7,5 prósent allra ferðamanna eða
um 150 þúsund manns. Stefnan hafi
verið að hækka þetta hlutfall ein-
mitt vegna þess að ráðstefnugestir
og viðskiptafarþegar almennt eyða
mun meira en meðalferðamenn.
„Þessir gestir koma líka síður á
háannatíma. Rafrænt ráðstefnu-
hald og nær algjört stopp í við-
skiptaferðum vegna COVID setur
því talsvert strik í reikninginn hvað
þennan ferðamannastraum varðar,“
segir Kristrún. Nýlegar greiningar
bendi til þess að það geti orðið veru-
legur samdráttur í þessum hluta
starfsemi flugfélaga.
„Greinendur hafa gengið svo
langt að halda því fram að markað-
urinn fyrir viðskiptafarþega verði
aldrei samur og að 10-15 prósent af
markaðnum tapist fyrir fullt og allt
út af breyttum venjum.“
Icelandair Group hefur undir-
ritað samninga við alla kröfuhafa
og náð endanlegu samkomulagi við
bandaríska f lugvélaframleiðand-
ann Boeing. Samkomulagið felur í
sér að Icelandair mun taka við sam-
tals 12 Boeing Max-vélum en ekki
16 eins og upphaflega pöntunin frá
2016 gerði ráð fyrir. Þar með á Icel-
andair eftir að fá afhentar 6 vélar og
verða þær afhentar á öðrum fjórð-
ungi 2021 og fyrsta fjórðungi 2022.
Auk þess felur samkomulagið í sér
bætur frá Boeing, umfram það sem
áður hafði verið samið um, vegna
tjónsins sem hlaust vegna kyrr-
setningar Max-vélanna. Bæturnar
ná yfir „verulegan hluta“ af tjóninu
að sögn Icelandair en félagið hafði
áður metið tjónið á 135 milljónir
dala, jafnvirði 18,5 milljarða króna.
„Staða viðskiptavina Boeing er
nokkuð sterk, enda vill Boeing frek-
ar semja við þá, og viðhalda þann-
ig góðum viðskiptasamböndum,
heldur en að standa í málarekstri,“
segir Jón Karl Ólafsson, stjórnar-
formaður TravelCo og fyrrverandi
forstjóri Icelandair Group. Spurður
hvort hann telji að Icelandair hafi
samið vel svarar Jón Karl að honum
sýnist svo vera.
„Auðvitað liggja smáatriði samn-
ingsins ekki fyrir en ég bjóst alltaf
frekar við því að Icelandair myndi
ná góðum samningum við Boeing
frekar en hitt. Maður treystir fólk-
inu sem vinnur að því að meta það.
Ég geri ráð fyrir að niðurstaðan
hafi verið hagstæð. Þeir semja um
fækkun á flugvélum, fá bætur fyrir
tjónið og lækka greiðslubyrðina.“
Samningar við kröfuhafa taka
mið af því að laga af borganir að
væntu sjóðsstreymi frá rekstri. Eru
þeir háðir því að félagið nái mark-
miðum sínum um öflun nýs hluta-
fjár og geri samning um lánalínu
með ríkisábyrgð. Eru viðræður við
stjórnvöld um útfærslu á slíkri lánal-
ínu, í samvinnu við Íslandsbanka og
Landsbankann, langt á veg komnar.
„Stjórnendur Icelandair hafa
sjálfir sagt að óháð greiðslum til
lánardrottna verði róðurinn mjög
þungur. Það er mikill kostnaður sem
felst í því að halda rekstrinum gang-
andi, sérstaklega á meðan leiða-
kerfið er enn háð mikilli óvissu.
Þó samningar hafi náðst við helstu
lánardrottna verður greiðslubyrði
af eldri skuldbindingum örugglega
einhver áfram,“ segir Jón Karl.
„Að því leyti er aðkoma fjárfesta
og væntanlega ríkisins óumflýjan-
leg, eins og hefur gerst í öðrum
ríkjum.“
Óvissa um viðskiptafarþega í vetur
Hagfræðingur segir að víða séu áhyggjur af samdrætti í viðskiptaferðum. Slæmar horfur í heimshagkerfinu benda til krefjandi að-
stæðna á flugmarkaði. Icelandair Group landaði góðum samningi við Boeing að mati fyrrverandi forstjóra flugfélagsins.
Icelandair Group hyggst sækja sér allt að 30 milljarða króna í hlutafjárútboðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð