Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is „Samherji“ er fallegt orð. Því miður hefur fegurð þess stórlega fallið í hugum margra Íslendinga af því þeir setja orðið í samhengi við fyrirtæki sem þeir hafa ekki lengur trú á og tengja við spillingu. Í þessu sambandi er rétt að minna á að enn hefur íslenskt réttarkerfi ekki verið einkavætt með þessum hætti. Góð ímynd er gríðarlega mikilvæg í fyrirtækjarekstri og þegar hún er illa löskuð þá er skiljanlegt að gripið sé til ráða til að rétta hana við. Í slíkum aðgerðum er viturlegt að hafa yfirvegun og skynsemi með í för. Ákveðna eiginleika er þó ekki hægt að kaupa, sama hversu mikla fjármuni menn eiga. Vissulega er hægt að ráða til sín ótal ráðgjafa sem fá það verk- efni að lappa upp á ímyndina og borga þeim ansi vel fyrir, en það er samt engin trygging fyrir því að vel takist til. Forsvarsmenn Samherja hafa verið sakaðir um lögbrot og rannsókn er í gangi. Allt frá því þessar ásakanir komu fram hefur vörn Samherja í því máli verið ótrúverðug og meðal annars falist í því að benda á einstaklinga sem sagt er að mistök hafi verið að treysta. Gremja forsvarsmanna Samherja í garð RÚV hefur ekki farið framhjá landsmönnum og þar hefur Helga Seljan verið stillt upp sem helsta óvininum. Í myndbandi sem nýlega var birt á YouTube-rás Samherja er því haldið fram að Helgi hafi falsað gögn og að skýrsla, sem Kastljóssþáttur um rann- sókn Seðlabankans á Samherja byggði meðal annars á, hafi aldrei verið til. Myndbandið var blygðunar- laus árás á fréttamanninn Helga Seljan, en þar átti að afhjúpa hann sem siðleysingja og lygara. Einhver af fjölmörgum ráðgjöfum Samherja hefði átt að vara við leið sem var fyrirfram dæmd til að mistakast. Aðgerðin „Skjótum sendiboðann“ er alþekkt en f lestir sjá í gegnum hana. Velta má fyrir sér hvað hafi orðið til þess að þessi leið var valin. Hún ber vott um sambland af taugaveiklun, hroka og veruleikafirringu. Samherji mátti ekki við frekari skaða á ímynd sinni. Ímyndin var reyndar orðin svo stórsködduð að það var erfitt að ímynda sér að hún gæti orðið verri. Samt er hún orðin það. Myndband Samherja er svo ósvífið að það minnir helst á árásir erlendra einræðisstjórna á fjölmiðla í eigin landi. Hópur fólks hlýtur að hafa tekið ákvörð- un um gerð þessa myndbands í þeirri trú að það væri sterkt innlegg í varnarbaráttu fyrirtækisins. Það lýsir óhuggulegum hugsunarhætti. Þegar forsvarsmenn fyrirtækis eru bornir þung- um sökum þá er eðlilegt að þeir bregðist við. Annað væri undarlegt. Viðbrögð Samherjamanna hafa hins vegar verið vond. Þeir hafa fengið ótal tækifæri til að skýra mál sitt en reiðin og heiftin glepur þeim sýn. Í stöðu, sem er vissulega mjög þröng, en býður samt upp á ýmsa möguleika, hafa þeir valið verstu leiðina: Árásir á fjölmiðla og blaðamenn. „Samherji“ er fallegt orð. Því miður hefur fegurð þess stórlega fallið í hugum margra Íslendinga af því þeir setja orðið í samhengi við fyrirtæki sem þeir hafa ekki lengur trú á og tengja við spillingu. Enginn ímyndarsérfræðingur er líklegur til að geta breytt því, hversu öflugur sem hann annars er. Myndbandið Fyrirtækið Samherji er í eigu dugmikilla manna og hugkvæmra sem hafa verið röskir við að tileinka sér nýja tækni í sjávarútvegi og innleiða í starfsemi sinni með góðum árangri. Nú virðast þeir ætla að færa enn út kvíarnar, í krafti auðs og valda, og gera tilraun til að innleiða nýjungar í íslenskt rétt- arkerfi, sem felst í stuttu máli í því, að þegar aðili þykir hafa orðið uppvís að vafasömum viðskiptaháttum og jafnvel hugsanlegum lög- brotum, og rannsókn er hafin í kjölfar uppljóstr- ana í fjölmiðlum – þá tekur viðkomandi aðili rannsóknina einfaldlega í sínar hendur, ræður til verksins sérstaka lögmannsstofu, sem hann treystir; stofan kveður síðan upp sinn úrskurð, sem dómstóll væri, og álitið er svo birt með við- höfn í fjölmiðli í eigu viðkomandi aðila, og sem hann treystir. Samherji hefur nú birt það álit norskrar lög- mannsstofu að ekkert hafi verið saknæmt eða óeðlilegt við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu – má helst skilja að allt hafi þar verið rekið með tapi og helst megi jafna umsvifum fyrirtækisins þar í landi við þróunaraðstoð. Þetta álit er birt í Morgunblaðinu, sem virðist ígildi Lögbirtinga- blaðsins í huga Samherjamanna – um leið og þeir eru átaldir sem létu í ljós það álit að lög kynnu að hafa verið brotin með mútugreiðslum, og fyrirtækið hafi sölsað undir sig afnot af auð- lindum Namibíumanna. Í þessu sambandi er rétt að minna á að enn hefur íslenskt réttarkerfi ekki verið einkavætt með þessum hætti. Hér á landi kaupir maður sér ekki sýknudóma. Málið er enn til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum og keypt álit lög- mannsstofu – þótt norsk sé – hefur ekki meira gildi í málinu en hvert annað verjandaplagg. Enn bíðum við fregna af raunverulegri rann- sókn þar til bærra aðila á starfsemi Samherja í Namibíu. En nokkuð er biðin farin að gerast drjúg. Réttarnýjungar Samherja Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Sam- fylkingarinnar Risastór blokkflauta Dularfullt lágtíðnihljóð á það til að hrella Akureyringa sem geta margir hverjir ekki sofið vegna þess. Verst mun það vera í logni. Margar kenningar eru á lofti um hvað það getur verið, allt frá afturgöngum yfir í vélahljóð. Sú drauga- legasta er að þetta sé garna- gaul í Helga Magra. Þá kann þetta að vera bilaður prentari eða viftur hjá heitfengustu mannveru norðan heiða. Þá eru uppi kenningar um að Vaðlaheiðargöng séu í raun ofur-vuvuzela-lúður. Einnig hefur komið upp sú hugmynd að mastur í skútu við höfnina sé risastór blokkf lauta. Nema þetta sé einungis náttúru- karma fyrir að vera alltaf með svona gott veður. Eitt er þó víst, þetta er efni í eina heljarinnar kvikmynd. Vegan femínistar Hátt í fimmtán þúsund miðaldra Íslendingar vökn- uðu við að vera skyndilega orðnir vegan femínistar. Munu stjórn end ur hópsins Við er um öll miðaldra á Facebook hafa feng ið nóg af því að inn lædd ist rasismi, klám og hvaðeina. Var þá niðurstaðan að leggja hóp inn niður og byrja á því að f læma alla villimenn í burtu með því að birta aðeins færsl ur um veganisma og femínisma. Það er litlu við þetta að bæta. arib@frettabladid.is ára 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.