Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 13.08.2020, Qupperneq 34
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Díana Bretaprinsessa var þekkt sem prinsessa fólksins og vann ötullega að alls kyns mannúðar- og góðgerða- málum. Fyrir vikið heimsótti hún alls kyns fólk í opinberum störfum og eyddi oft tíma með börnum. Hún var þekkt fyrir að ná góðum tengslum við þá sem hún heim- sótti og klæðaburður hennar var hluti af ástæðunni fyrir því að hún náði vel fólks. Fjallað var um þetta á vef Marie Claire. Díana tók þá ákvörðun að hlýða ekki konunglegum reglum um að nota hanska, sem var umdeilt á sínum tíma. Það gerði hún vegna þess að hún vildi halda í hendur þeirra sem hún heimsótti og vera í beinni snertingu við fólk sem hún heilsaði með handabandi, sam- kvæmt Eleri Lynn, sýningarstjóra sýningarinnar Diana: Her Fashion Story. Á þessum tíma trúðu sumir því að það væri mögulega hægt að smitast af alnæmi með því að taka í hendina á alnæmissjúklingum, en Díana hjálpaði til við að útrýma þeirri goðsögn. Hún hætti líka að ganga með hatta, þó að þeir væru taldir við- eigandi fyrir formlegar heimsókn- ir, vegna þess að hún gat ekki kúrt með börnum með hatt á höfðinu. Elskaði umhyggjukjól sinn Díana hafði alltaf mikla ást á börnum og hún eyddi miklum tíma í að heimsækja spítala og staði fyrir fólk í neyð. Þá passaði hún upp á að vera alltaf í björtum litum. Hönnuðurinn David Sassoon, sem var vinur Díönu, segir að þetta hafði allt byrjað með kjól sem hún kallaði umhyggjukjólinn sinn. Það var kjóll með blómamynstri sem hún var í þegar hún fór til Lagos í Nígeríu, Sao Paulo í Brasilíu og þegar hún heimsótti líknardeild fyrir alnæmissjúklinga í London. Í samtali við The Telegraph sagði Sassoon að það hefði verið tilviljun sem réði því að hún var í þessum kjól þegar hún heimsótti spítala og börn virtust safnast að henni og vera hrifin af honum. „Ef þú ert eins og prinsessan af Wales, sem elskaði börn, þá viltu ekki mjög formlegan klæðnað fyrir spítala- heimsókn,“ sagði hann. „Þú velur Í björtu með börnunum Díana prinsessa vann mikið að mannúðarmálum og góðgerðarstarfsemi og alltaf þegar hún fór að heimsækja börn passaði hún upp á að vera klædd í bjarta og fallega liti fyrir tilefnið. Hér er Díana í umhyggju­ kjólnum sínum að heimsækja heimili fyrir yfirgefin börn í borginni Sao Paulo í Brasilíu. Díana vildi vera í beinni snert­ ingu við þau og elskaði hvernig þau löðuðust að kjólnum. Mörg barnanna á barnaheimil­ inu í Sao Paulo voru smituð af HIV eða með alnæmi. Sumir trúðu að það væri hægt að smitast með snertingu, en Díana hjálpaði til við að út­ rýma þeirri goðsögn. MYND/ GETTY Hér er Díana prinsessa að heimsækja sjúklinga á líknardeild Móður Teresu í Kalkútta á Indlandi. Hún kaus fallegan, bleikan kjól fyrir þessa heimsókn. Hér er prins­ essan í hvítu að heilsa upp á hóp barna þegar hún fór í heimsókn í glæsilegt musteri hindúa í Neasden í London, sem var þá nýopnað. Fyrirtækjaþjónusta Sérblað um fyrirtæki sem þjónusta önnur fyrirtæki kemur út miðvikudaginn 19. ágúst. Í þessu blaði geta fyrirtæki eða einstaklingar kynnt sína þjónustu í formi kynningar eða með hefðbundinni auglýsingu. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúa Fréttablaðsins. Netfang: jonivar@frettabladid.is – Beinn sími: 550-5654 mjög óformlegan kjól í björtum litum, eins og þessi kjóll var. Það vakti aðdáun meðal ungra barna.“ Þar sem börn löðuðust að hönnuninni ákvað Díana að halda áfram að vera í björtum litum til að gleðja þau og gera heimsókn- irnar ekki eins formlegar. Sassoon bætti við að Díana hefði haldið áfram að nota kjólinn, þrátt fyrir að aðrir væru ekki hrifnir. „Hún sagði: „fólk er alltaf að segja mér að vera ekki í honum, en ég elska þennan kjól, umhyggju- kjólinn minn“. Díana var auðvitað fyrsti með- limur konungsfjölskyldunnar til að brjóta allar reglurnar.“ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.